Stúdentablað jafnaðarmanna - 15.04.1957, Blaðsíða 2

Stúdentablað jafnaðarmanna - 15.04.1957, Blaðsíða 2
2 STÚDENTABLAÐ JAFNAÐARMANNA 1. tölublað, apríl 1957. Haukur Helgason, stud. oecon.: Utanfarir stúdenta og S. S. T. S. Ar hvert leggja allmargir íslenzkir stúdentar leið sína til annarra landa, flestir til náms, en nokkrir sér til skemmtunar. Slík ferðalög eru að sjálf- sögðu mjög kostnaðarsöm, og er flest- um stúdentum ofviða að kljúfa þau út- gjöld. Vegna fámennis okkar og eigin fátæktar hefur 'Stúdentaráð ekki reynzt þess megnugt að veita stúdentum neina fyrirgreiðslu um þessi efni, nema hvað nokkrir forystumenn stúdenta fara utan árlega, sumir til lengri tíma dval- ar og lýjandi ferðalaga víða um lönd. Samt er nokkur von til þess, að úr rætist, ef vel verður á málum haldið. Svo er mál með vexti, að stúdenta- samtök hinna Norðurlandanna hafa komið á með sér samtökum til að auðvelda stúdentum ferðalög um um- heiminn, og er þess að vænta, að SHI muni innan tíðar gerast aðili að þessu samstarfi. Yrði það án efa ís- lenzkum stúdentum til mikilla hags- bóta. Fyrir rúmu ári síðan samþykkti Stúdentaráð tillögu frá Björgvini Guð- mundssyni, þáverandi formanni ráðs- ins, þess efnis, að leitað skyldi sam- vinnu við ferðamálasamtök stúdenta á Norðurlöndum, SSTS, sem aðsetur hafa í kaupmannahöfn, og var nefnd skipuð í þessu skyni. Síðastliðið haust sat ég fyrir hönd Stúdentaráðs stjörnarfund samtakanna í Kaupmannahöfn og kynntist þar hinni blómlegu starfsemi þeirra. Samtök þessi eru nú hin langöflug- ustu sinnar tegundar í Evrópu, og þótt víðar væri leitað. SSTS styrkir Stúdentaráðs. Það er alkunna, að flestar alþjóð- legar ráðstefnur (einkum stúdenta) eru aðallega gleðisamkomur, þar sem menn af ýmsu þjóðerni koma saman til að færa Bakkusi fórnir og flytja langar og innantómar tölur um hin ómerkilegustu efni. Gagn það, er verður að slíkum samkundum, er oft næsta lítið. Þó verður það að segjast frændum okkar á Norðurlöndum til verðugs lofs, að fæstir fulltrúar á stjórnarfundi SSTS .síðastliðið haust urðu svo ofurölvi, að styðja þyrfti þá í ræðustóli. (Að vísu urðu eins og oft- ast vill verða nokkrar undantekningar frá þessari reglu). Eg varð þess fljótt áskynja, að hinir norrænu frændur okkar væntu þess, að íslenzku stúdentasamtökin væru mjög öflug, enda töldu þeir, að ís- lenzkir háskólastúdentar væru a ð minnsta kosti þrjú þúsund, og gætum við í samræmi við það lagt nokkurt fé af mörkum til samtakanna, ef við yrð- um aðilar að þeim. Nauðugur viljugur varð ég að minnka ísland allverulega í þeirra augum. Var það erfiðara en ég hafði búizt við, en tókst þó um síðir. Annars tóku forystumenn SSTS málaleitan okkar af mikilli velvild, og féllust þeir að lokum á að veita SHI í styrk tvö þúsund krónur danskar — (tæpar fimm þúsund íslenzkar) til að komast yfir byrjunarörðugleika í þessu samstarfi, og skyldi fé þessu varið til að launa fastan starfsmann, er ynni nokkrar klukkustundir á dag í 3—4 mánuði næsta sumar að því að skipuleggja ferðalög stúdenta á veg- Haukur Helgason. um SSTS. Er þetta ágætur stuðningur og ber vitni um velvild forráðamanna samtakanna í okkar garð og einlægan vilja þeirra, að okkur megi takast, þrátt fvrir fátækt og fámenni, að njóta góðs af starfi þeirra. Ferðamálasamtök stúdenta á Norður- löndum, Scandinavian Student Travel Service, eru upphaflega sprottin af samvinnunefnd, sem stúdentasamtök í Danmörku og Svíþjóð stofnuðu með sér árið 1950 og stuðla að ódýrum og hagkvæmum ferðalögum stúdenta þessara landa erlendis. Norska stúd- entasambandið gerðist aðili að þessari samvinnu hinn 18. febrúar 1951, og er SSTS talið stofnsett þann dag. Loks gengu Finnar í samtökin árið 1952. Eins og stúdentum er kunnugt voru beinir námsstyrkir til stúdenta við Há- skóla íslands felldir niður árið 1952, er Lánasjóður stúdenta var stofnaður. Hafa stúdentar hér heima síðan aðeins átt kost á námslánum á sama tíma og t. d. þeir stúdentar, er utan hafa haldið, hafa fengið bæði lán og styrki. Á það hefur verið bent, að hér gæti nokkurs misræmis og íslenzkum stúdentum við nám erlendis væri beinlínis búin betri kjör en heimastúdentum með þessu fyrirkomulagi. í október s.l. skipaði núverandi menntamálaráðherra, Gylfi Þ. Gíslason, 5 manna nefnd til þess að gera tillögur um fyrirkomulag á veiting náms- styrkja og námslána. 1 nefndina voru skipaðir: Dr. Leifur Asgeirsson, pró- fessor, dr. Þorkell Jóhannesson, há- skólarektor, Pálmi heitinn Hannesson, menntaskólarektor, Olafur Hansson, menntaskólakennari og undirritaður, er þá var formaður stúdentaráðs. Dr. Leifur Ásgeirsson var skipaður for- maður nefndarinnar. Pálmi Hannesson lézt meðan nefndin var enn að störf- um og var Sigurkarl Stefánsson, menntaskólakennari, skipaður í hans stað. Nefndin skilaði ýtarlegum tillögum, er fólu í sér allmiklar breytingar á nú- Markmið SSTS er þríþætt: 1) Að efla samvinnu milli stúdenta á Norðurlöndum. 2) Að gangast fyrir hagkvæmum og ódýrum ferðalögum norrænna stúd- enta til annarra landa. 3) Að veita erlendum stúdentum, er ferðast um Norðurlönd, hvers kon- ar aðstoð og fyrirgreiðslu. Oflug samtök. SSTS hefur stöðugt aukizt ásmegin, enda hafa ávallt valizt þar til forystu úrvalsmenn. Má einkum nefna Danann Kaj Pitzer Jörgensen, sem verið hefur framkvæmdastjóri samtakanna lengst af, en lét af þeim störfum síðastiiðið haust. Af eftirfarandi töflu, er sýnir fjölda flugferða á vegum samtakanna, og þátttakenda í þeim, má ráða hinn öra vöxt, sem orðið hefur á starfsemi sam- takanna hin síðustu ár. Fjöldi Seldir Ár flugferða farmiðar 1950 ................. 85 4002 1951 ................. 40 1334 1952 ................. 60 1800 1953 ................ 160 3402 1954 ................ 190 5700 1955 ................ 311 9064 Enn hafa ekki borizt heildarskýrslur fyrir árið 1956 ,en flugferðir voru á því ári áætlaðar um 400. Auk flugferðanna má svo t. d. nefna, að árið 1955 voru farnar á vegum sam- takanna 174 hópferðir með járnbraut- arlestum, og voru þátttakendur í þeim 2812. Enn fremur gengust samtökin fyrir allmörgum hópferðum með öðr- um farartækjum. verandi kerfi. Verða þær tillögur ckki raktar hér, þar eð þær hafa enn ekki verið birtar. Hér skal aðéins vikið að einni tillögu nefndarinnar, er undir- ritaður bar fram. Fjallar sú um, að upp verði teknir á ný beinir náms- og húsaleigustyrkir til stúdenta við Há- skóla íslands. Var það einróma álit nefndarinnar að úthluta þyrfti ein- hverjum beinum styrkjum samhliða lánum úr Lánasjóði stúdenta. Til athugunar í ráðuneytinu. Tillögur nefndarinnar hafa undan- farið verið til athugunar í mennta- málaráðuneytinu. Hefur menntamála- ráðherra tjáð mér, að hann muni vinna að því að upp verði teknir einhverjir námsstyrkir á ný til stúdenta við Há- skóla íslands. Standa því vonir til þess, að það mál nái fram að ganga í ein- hverju formi. Brýnt hagsmunamál. Hér er um svo brýnt hagsmunamál stúdenta að ræða, að öll hin pólitízku félög háskólans ættu að sameinast í baráttunni fyrir framgangi þess. Stúd- entafélag jafnaðarmanna hefur riðið á vaðið og gert skelegga ályktun í mál- inu. Onnur félög ættu að fylgja fast á eftir, svo að eigi verði um villzt hver vilji stúdenta er í þessu máli. Þá hefur SSTS stofnsett eigin skrif- stofur víðs vegar um Evrópu, m. a. í Aþenu, Barcelona, Genf, London, Múnchen, París, Róm og Feneyjum, auk þess í New York og víðar, en aðalstöðvar samtakanna eru í Kaup- mannahöfn, eins og áður var sagt. Odýrar og hagkvæmar ferðir. Hvaða hagnað höfðu svo stúdenta- samböndin á Norðurlöndum af því að mynda þessi samtök meðlima sinna? Því er til að svara, að á þennan veg verður allur kostnaður minni. Er það einkum af þremur ástæðum: 1) SSTS tekur gjarna á leigu farþega- flugvélar, stórar og smáar, fyrir hópferðir og kemst þannig hjá að greiða óhóflegan arð til flugfélaga. 2) Með því að annast kaup fyrir stóra hópa í einu fær SSTS afslátt á hvers kyns þjónustu. 3) Allur stjórnarkostnaður minnkar til muna við það, að starfsemin er í höndum eins aðila. Auk hinnar stórvægilegu kostnaðar- lækkunar má nefna, að stúdentar eiga með þessu fyrirkomulagi völ miklu fleiri ferða en ella. Þá hefur SSTS tekizt, einkum vegna góðrar forystu, að skapa sér gott álit víðs vegar um heirn. Af þeirn sökum ná samtökin að jafnaði hagstæðari kjörum og geta veitt betri þjónustu. ITugarfarsbreyting Vöku. Á því er enginn vafi, að aðild SHÍ að SSTS geti orðið til mikilla hags- bóta fyrir stúdenta. Gætu þeir tekið þátt í ferðalögum á vegum samtak- anna og notið fyrirgreiðslu þeirra. Nokkuð hefur þó skort á, að þessi mál hafi ætíð mætt þeim skilningi, er skyldi. I janúarmánuði síðastliðnum gaf ég hinu nýja Stúdentaráði skýrslu um utanför rnína og viðhorfum í þessum efnum. Mættu þessi mál góðum skiln- ingi allra fulltrúa, jafnvel Vöku- manna, enda þótt Sigurður Líndal og félagar hans hefðu áður talið tillögu Björgvins Guðmundssonar um sam- starf við SSTS algera firru og fávita- hátt. Er þessi hugarfarsbreyting mjög eðli- leg, og þess að vænta, að þetta hags- munamál stúdenta verði í framtíð hafið yfir dægurþras og pólitískar erj- ur, sem undanfarið hafa einkennt fé- lagslíf háskólastúdenta og spillt stór- lega fyrir framkvæmd eiginlegra hags- munamála stúdenta. IUS-málið Varðandi stefnu Stúdentafélags jafnaðarmanna í IUS-málinu vísast til greinargerðar fulltrúa félagsins í stúd- entaráði, er birtist í nýútkomnu Stúd- entablaði S.H.Í. ------------------------_ Stúdentablað jafnaðar- manna Útgefandi: Stúdentafélag jafnaðarmanna. I ritnefnd: Kristinn Guðmundsson, form. ábm., Björgvin Guðmundsson, Auðunn Guðmundsson, Emil Hjartarson, Unnar Stefánsson. Alþýðuprentsmiðjan h.f. v----------------------------—/ Björgvin Guðmundsson, stud. oecon.: Námsstyrkir við Háskóla íslands brýnasta hagsmunamálið

x

Stúdentablað jafnaðarmanna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablað jafnaðarmanna
https://timarit.is/publication/1967

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.