Stúdentablað jafnaðarmanna - 15.04.1957, Page 3

Stúdentablað jafnaðarmanna - 15.04.1957, Page 3
1. tölublað, apríl, 1957. STÚDENTABLAÐ JAFNAÐARMANNA 3 Lárus Guðmundsson, stud. theol.: S túdentagarðarnir Allra brýnasta frumkrafa nútíma- mannsins, er snertir líkamlega far- sæld hans, er að geta fætt sig og klætt, og scm betur fer, er það víðast hvar í heiminum, sem þessum frumkröfum er fullnægt, þó að sumstaðar sé mál- unum þannig háttað, að það geti orkað tvímælis. Einhverjar stéttir í flestum þjófélögum kunna samt að álíta, að hlutur þeirra sé fyrir borð borinn samanborið við aðrar stéttir, eða að þær geti ekki óstuddar notið þessarar frumkröfu mannsins. Það mun þó vera sameiginlegt flest- um þjóðfélögum að hagur námsmanna, þ. e. a. s. manna, sem eru að undir- búa sig til þess að taka við störfum í þjóðfélaginu, er sérþekkingu þarf til, sé á þann veg háttað meðan á undirbúningnum stendur, að þeir al- mennt geti ekki hjálparlaust kostað lífsframfæri sitt. Erlendis mun það víð- ast vera þannig, að stúdentar eru kost- aðir til náms af ættmennum sínum eða fá styrk frá ríkinu, einskonar kaup meðan á náminu stendur, en hérlendis mun það vera algengara, að stúdentar standi sjálfir straum af námskostnaði sínum að mestu eða öllu leyti. Það mun ekki vera of hátt áætlað, að allra brýnustu lífsnauðsynjar stúd- ents, er býr á íslenzku stúdentagörð- unum, nemi tvö þúsund krónum um mánuðinn. Mun því láta nærri að þröngt sé í búi hjá mörgum stúdentin- um, sem hefur aðeins sín verkamanns- laun fjóra mánuði ársins til þess að kosta með lífsuþpeldi sitt hina mán- uðina átta eða jafnvel allt árið, ef hann er ekki svo lánssamur að geta stundað sumarvinnu sína heima í átthögum sínum. Ollum hlýtur því að vera ljóst, hversu bráðnauðsynlegt það er stúdentum utan af landi, að eiga greiðan aðgang að góðu og umfram allt ódýru húsnæði, sem þeir koma til höfuðstaðarins á haustin til þess að verja þeim litlu fjár- munum, er þeir kunna að hafa aflað yfir sumarið, til þekkingaraukningar, sér og þjóðfélaginu til gagns. Flestum verður þá fyrst hugsað til stúdentagarð- anna og hugsa sem svo, að vandinn sé ekki mikill, komist þeir inn fyrir verndarvæng þeirra, þar geti ekki verið dýrt að lifa. Þeir voru hvort eð er reistir fyrir gjafafé og með það að markmiði að sjá stúdentum fyrir ódýru en góðu húsaskjóli, auk aðstöðu til mötuneytisrekstrar. Garðarnir voru að vísu reistir fyrir gjafa fé að miklu leyti, en það nam hvergi nærri öllum byggingarkostnað- inum. Byggingarskuldir hafa því hvílt á þeim til skamms tíma, sem hefur þó tekist að minnka allverulega, að mcstu fyrir fjárhagslega aðstoð frá því opin- bera. En þá kom annar útgjaldaliður, en það er viðhald húsanna og endur- nýjun húsgagna, sem var mjög að- kallandi, ekki sízt ef hægt ætti að vera að leigja þá út til hótelrekstrar yfir sumarmánuðina, en það var skilyrði fyrir því að ríkisábyrgð fengist til þess- ara lántaka, að Garðarnir yrðu til þess að draga úr gistihúsavandræðum höfuð- staðarins yfir þann árstíma. Nú hafa því hlaðist aftur upp skuldir, sem eru ekki minni en krónur 650.000,00 og vaxtagreiðslur fyrir síðasta ár voru kr. 50.000,00, en hafa þó lækkað úr tæp- um kr. 78,00, sem þær voru árið 1953. Um það leyti, sem þessar skuldir fara að minnka, þá kemur að annarri endur- nýjun og þá um leið önnur lán og aðrar vaxtagreiðslur, en þessum peningum verður að ná að mestu af leigjendun- um, hinum efnalitlu stúdentum. Daglegt viðhald Garðanna er geisi- mikið, t. d. var reksturskostnaður þeirra frá október til febrúarloka nú í vetur kr. 213.000,00 en innborguð húsaleiga nam kr. 163.000,00, og að auki er áætlað að tap á mötuneytinu verði kr. 30.000,00. Það, sem veldur þessum geisilega viðhaldskostnaði, er bæði það, að ekki var hægt að vanda svo til húsanna eins og þurft hefði að vera, er þau voru byggð. Einkanlega á þetta við um Nýja-Garð, en hann var byggður á stríðsárunum þegar allt byggingarefni var torfengið. En sökum fjárskorts hefur ekki vrið hægt að ráð- ast í nema bráðabirgða viðgerðir til þess að halda stofnuninni nokkurn- veginn gangandi, en auðvitað eru bráðabirgða viðgerðir neyðarúrræði og í sjálfu sér miklu dýrari heldur en gagnger endurbót, sem að vísu krefst meiri sotfnkostnáðar, en er þó eina raunhæfa leiðin, því að annað er eins og að bera vatn í hripum. Sem dæmi má taka, að allt hita-, vatns- og skolp- ræsakerfi Garðanna er mjög úr sér gengið en aðeins haldið við með til- gangslitlum bráðabirgða aðgerðum. Fleira mun vera líkt ástatt um. Það, sem gera þarf til þess að koma stúdentagörðunum á öruggan og við- unandi rekstrargrundvöll, er að finna fjáröflunarleið til þess að greiða fyrst og fremst þær skuldir, er á þeim hvíla, og um leið að losna við þennan slig- andi vaxtaklafa, og því næst að gera rækilega við Garðana, og losna þannig við þennan bráðabirgða hripaburð, sem viðhaldskostnaðurinn hefur hingað til verið. Eftir að gagnger endurbót hefur farið fram á húsunum, og skuldunum hefur verið aflétt ásamt vaxtaklöfun- um, mun innborguð húsaleiga eiga hægt með að standa straum af dagleg- um rekstri Garðanna, þrátt fyrir það að húii lækkaði að mun. Eins og ég sagði áðan, þá hefur verið taprekstur á mötuneytinu, og í vetur er það áætlað að vera 30.000 krónur. Þessi taprekstur stafar af miklu leyti af því, hversu fáir borða. að staðaldri í mötuncytinu, en það stafar aftur af því að stúdentarnir álíta sig geta fengið fæði annars staðar með svipuðum kjör- um eða betrt. Það er því greinilegt að fæðið verður að lækka, en það þarf ekki að þýða taprekstur nema fyrst í stað, því að þegar stúdentarnir sjá, að þcir geta fengið fæði á Görðunum, sem væri mun ódýrara en annars staðar væri fáanlegt, þá munu þeir flvkkjast í mötuneytið og þá væri vandinn leyst- ur. Því að vandalaust ætti að vera að reka fjölmennt mötuneyti án reksturs- halla þó að verðið væri ekki upp- skrúfað. En til þess að þetta sé hægt, þá þarf að hafa sjóð upp á að hlaupa til þess að greiða það tap, sem yrði fyrst til að byrja með, þangað til að stúdentarnir færu almennt að skoða mötuneytið, sem sér vinsamlega stofnun og sæju sér hag í að eiga viðskipti við. Af ofanrituðu sést, að ckki getur tal- ist skynsamlegt að hefja undirbúning að því að reisa nýjan stúdentagarð fyrr en tryggt er að hægt sé að reka þá garða, sem fyrir eru, með skýlausan hag stúdenta fyrir augum, og þeim til styrktar í baráttunni við féleysið. Enda er nú svo komið, að eftirspurn eftir garðsvist er ekki meiri en svo, að yfir- leitt allir, sem um garðsvist sækja, fá hana, og á meðal þcirra eru þó nokkrir, er eiga heimili hér í Reykjavík og þeir koma auðvitað aldrei til með að nota mötuneyti Garðanna svo að neinu nemi, því að þeir fá sjálfsagt miklu ódýrara fæði heima lijá scr. En stúd- entar utan af landi leigja sér um sama tíma herbergi víðsvegar um bæinn og kaupa sér svo fæði á nálægum matsölu- stöðum. Áður en menn fara fyrir alvöru að hugsa um byggingu nýs garðs, þá verður að gera garðana, sem nú eru starfræktir, þannig úr garði, að þeir geti boðið stúdentum upp á húsnæði og fæði með mun betri kjörum en nú cr reyndin, þannig, að það verði virki- lega eftirsóknarvert, frá fjárhagslegu sjónarmiði séð, að búa á Görðunum. Leitt er til þess að vita, að afkoma þessarar stofnunar, sem er svo þýð- ingarmikil fyrir stúdenta, skuli vera svo á sig komin sem raun ber vitni, einmitt nú, þegar þörfin virðist vera sem mest fyrir að reisa nýjan garð. Ég á þar við hjónagarð, því að þeim stúd- cntum fer sífellt fjölgandi, sem stofna heimili á námsárum sínum og mun láta nærri að tæp 50% stúdenta séu kvæntir. Það er því brýnt og beint hagsmuna- og nauðsynjamál stúdenta, að stúdenta- ráð beiti sér sem allra fyrst fyrir því að koma rekstri Garðanna á öruggan grundvöll og vinni síðan ötullega að undirbúningi á byggingu hjónagarðs, en ekki fyrr. Því að það á að vera markmið, sem hagsmunasamtök stúd- enta eiga að keppa að, að sem flcstir stúdentar kvæntir sem ókvæntir, eigi kost á ódýru og hagkvæmu húsnæði meðan á námi þeirra stendur. ---------------------------------2-----------^ Bezta öryggið gegn afleiðingum slysa er slysatrygging Hjá TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS getið þér keypt: ALMENNAR SLYSATRYGGINGAR FERÐATRYGGINGAR FARÞEG ATRY GGINGAR í EINKABIFREIÐUM Leitið upplýsinga um hentuga tryggingu fyrir yður. TRYGGINGASTOFNUN RÍKISINS — Slysatryggingadeild — Laugavegi 114 — Sími 82300 INGÓLFS CÁFÉ SÍMI 2826 opnar daglega kl. 8.30 árdegis. ALMENNAR VEITINGAR ALLAN DAGINN. Sanngjarnt verð. Mælið ykkur mót i INGÓLFS CAFÉ s__________________________________________^ Höfiun ávallt á boðstólnum úrvals sólþurrkaðan saltfisk BÆJARUTGERÐ REYKJAVÍKUR Símar: 6965 - 80875 — 3589

x

Stúdentablað jafnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablað jafnaðarmanna
https://timarit.is/publication/1967

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.