Stúdentablað jafnaðarmanna - 15.04.1957, Page 4

Stúdentablað jafnaðarmanna - 15.04.1957, Page 4
4 STÚDENTABLAÐ JAFNAÐARMANNA 1. tölublað, apríl, 1957. Herfileg misnotkun Vökuíhalds- ins á 1. desemberblaðinu Flokkshyggjan stjórnar öllum gerðum meirihlutans. Pólitískur einstrengingsháttur og þjónustulipurð við forkólfa „Sjálfstæðis“- flokksins hefur öðru fremur einkennt stefnu og gerðir Vökuíhaldsins frá því að það náði meirihlutaaðstöðu í Stúdentaráði síðastliðið haust. Hagsmunamál- um stúdenta hefur lítið sem ekkert verið sinnt, en aldrei hefur skort árvekni og harðdrægni, ef þurft hefur að framkvæma fyrirmæli frá flokksforystunni. Jafnvel málgagn stúdenta 1. desember, á degi íslenzkrar þjóðfrelsisbaráttu, var vanhelgað og gert að áróðurstæki flokksvaldsins í Morgunblaðshöllinni. Mun það sízt vera að skapi stúdenta, að Stúdentaráð sé á þennan veg gert að annexíu þessa sérhagsmunaflokks. SKÁPIÐ HEIMILINU AU KIÐ ÖRYGGI ! Vér höfum nú um alllangt skeið haft til athugunar að útbúa tryggingu, sem tryggði hið almenna heimili gegn sem flestum óhöppum, fyrir lágt iðgjald. Og nú höfum vér ánægjuna af að kynna yður árangurinn. HEIMILISTRYOGINGU vora. Með henni bjóðum vér í einu og sama tryggingarskírteini fjöldamargar tryggingar fyrir lágmarksiðgjald. Sumar þessara trygginga hefur verið hægt að fá hér á landi stakar, en aðrar ekki. Vér viljum sérstaklega vekja athygli yðar á, hve iðgjaldið er lágt miðað við hversu víðtæk tryggingin er. Ennfremur, að það er nýmæli, sem flestum mun þykja þarft, að tryggingarfjárhæð lausafjármuna breytist ár frá ári eftir vísitölu framfærslukostnaðar. Heimilistrygging er heimilisnauðsyn! Urnboð í öllum kaupfélögum landsins Stúdentar mótmæla hvers konar skerðingu á akademisku frelsi Það er upphaf þessa máls, að einn nýbakaður bankastjóri landsins lét hafa sig til þess að stjórna öskurfundi Heimdallarstráka utan við sendiráð eitt hér í bæ og svívirða með skríls- látum málstað ungverskrar alþýðu í frelsisbaráttu hennar við rússneska kúgara og skóleppa þeirra. Bankastjór- inn hlaut að vonum mikið ámæli fyrir þetta athæfi sitt, og þótti skylduliði hans þess borin von, að hann yrði frambærilegur arftaki nafna síns Otte- sen í Borgarfjarðarsýslu við næstu þingkosningar, ef ekki yrði gripið til skjótra aðgerða og róttækra. Ættrækni Bjarna Benediktssonar, bróður bankastjórans, er við brugðið (svo og þjóðrækni), og mun honum ekki lengi hafa verið vant úrræðanna. Minntist hann þess, að Heimdellingar höfðu að haustnóttum setzt aðvöldum í Háskólanum, og væri þaðan að vænta skjótrar fyrirgreiðslu. Voru þeim að bragði send fyrirmæli um að reynt skyldi að hressi upp á mannorð banka- stjórans. Pundu þeir af gáfum sínum einfalda lausn og örugga: Bankastjór- inn skyldi valinn til þeirrar upphefðar að skrifa aðalgrein um sjálfstæðismál íslendinga í málgagn stúdenta 1. des- ember, og mátti vænta þess, að á þann hátt yrði mestur sorinn skafinn af mannorði hans ,einkum þar sem al- menningur hafði að jafnaði átt því að venjast, að í það blað skrifuðu ein- vörðungu mætir menn og merkir. Þá mun Vökuíhaldinu hafa þótt vel til fundið, að sá maður skyldi koma fram sem helzti fulltrúi íslenzkra menntamanna á þessum degi, er gengið hefur flestum öðrum lengra í undir- lægjuhætti við erlent vald. Háskólarektor felldur. Fulltrúar minnihlutans í ritnefnd Stúdentablaðsins voru Haukur Helga- son, fulltrúi jafnaðarmanna, og Jón Marinó Samsonar, fulltrúi Þjóðvarnar- manna. Lögðu þeir til, að valinkunnir fræði- og hugsjónamenn yrðu til þess fengnir að rita í blaðið. Bentu þeir m. a. í því sambandi á dr. Brodda Jóhannes- son, dr. Þorkel Jóhannesson, Háskóla- rektor, Pálma Hannesson, Menntaskóla- skólarektor (sem þá var enn á lífi), séra Gunnar Arnason, Kristján Eld- járn, þjóðminjavörð,. Þórodd Guð- mundsson, rithöfund, o. fl., en allir eru þessir menn mikils virtir fyrir fræðimennsku, víðsýni og sjálfstæða afstöðu til þjóðmála. Benti minnihlutinn réttilega á, að Pétur Benediktsson væri umdeildur maður og um of vilhallur ákveðnum stjórnmálaflokki til þess að æskilegt væri, að hann ritaði aðalgrein Stúd- entablaðsins á þessum degi, þegar stefna bæri að því að sameina Islend- inga um sjálfstæðismál þjóðarinnar og sameiginlegan arf í stað þess að ala á sundurþykkju milli manna. Vöku- fulltrúarnir kváðust hins vegar einkum færa honum framtakið til gildis. Stilltu þeir síðan Pétri gegn Há- skólarektor, og hlaut Pétur 3 atkvæði, en rektor 2. Þá þótti Vökuliðinu einkar vel til fallið, að Gísli Halldórsson, verk- fræðingur, skyldi til þess valinn, ásamt Pétri, að skrifa um framtíðarhlutverk Islands meðal þjóðanna. Skoðun hans á því, hvert vera skuli framtíðarhlut- verk íslendinga, má gleggst ráða af eftirfarandi setningum úr grein hans, er birtist í blaðinu: „Með því að krefjast samninga, er verið að torvelda varnir landsins. Hver myndi vilja byggja viðamikið hús á lóð, sem aðeins væri leigð til eins eða tveggja ára?“ Þarf þess vegna enginn að kvarta yfir því, að Vökuíhaldið hafi ekki valið sér fulltrúa úr sínu eigin sauðahúsi. Lítillæti Vöku. Þá buðu Vökumenn af lítillæti sínu, að minnihlutanum skyldi heimilt að gera tillögu um einn mann, og mætti vera, að honum yrði leyft að skrifa í blaðið, ef meirihlutanum félli hann sæmilega í geð. Höfnuðu þeir í fyrstu tillögum minnihlutans, en sátu að lokum hjá, er greidd voru atkvæði um Braga Sigurjónsson, ritstjóra, og báru við þekkingarleysi á manninum. Bragi er, eins og kunnugt er, valinkunnur sómamaður í hvívetna, enda voru skrif hans hógvær og sanngjörn og báru þess merki, að þeim var ætlað að birtast í málgagni íslenzkra stúdenta, en ekki á pólitísku skrípiþingi. Þó mun for- ingja Vökumanna, Sigurði Líndal, ekki hafa getizt alkosta að þessu vali, og hellti hann úr skálum reiði sinnar yfir félaga sína og kvað þá hafa „látið pretta inn á sig djöfulóðan krata og „seminarista" norðan úr landi.“ Vöku- fulltrúarnir kváðu sér ekki hafa verið fullkunnugt um innræti mannsins, ella hefðu slík ósköp aldrei orðið! „Lýðræðisást“ meirihlutans. Það hefur verið föst venja um nokk- urt skeið, að stjórnmálafélög háskóla- stúdenta fengju ákveðið og jafnmikið rúm til umráða í Stúdentablaði 1. des- ember til þess að túlka sjónarmið sín. Má að sjálfsögðu mjög deila um rétt- mæti þess, að miklu rúmi blaðsins sé varið í pólitískt steinkast milli stúd- enta. Vökumenn vildu halda þessum sið, að öðru leyti en því, að þeir gripu til þess gerræðis í krafti meirihluta- aðstöðu sinnar að mismuna félögunum um rúm, þannig, að Vaka skyldi ein fá jafnmikið rúm og öll hin félögin til samans. Fulltrúar minnihlutans mótmæltu harðlega þessu ofbeldi og Fyrir nokkru var lagt fram á alþingi frumvarp til nýrra háskólalaga. Hafði það frumvarp verið alllengi í undir- búningi eða allt síðan 1954, að þáver- andi menntamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, skipaði nefnd í málið samkvæmt ósk háskólaráðs. Ekki sá Bjarni Benediktsson þó ástæðu til að gefa stúdentum kost á fulltrúa í nefnd- inni. Má benda á, að nokkuð önnur vinnubrögð voru viðhöfð við endur- skoðun laga Oslóarháskóla, þar eð þar fengu stúdentar fulltrúa í nefndina, er vann að gerð hins nýja frumvarps og var fullt tillit tekið til stúdenta. Óskir stúdenta hunzaðar. Stúdentaráð óskaði eftir því að fá að taka þátt í endurskoðun háskóla- laganna en ekki var orðið við þeirri ósk. Þá fyrst, er lokið var gerð upp- kasts að nýju háskólafrumvarpi, voru fulltrúar stúdenta til kvaddir. Samdi stúdentaráð ítarlegt álit um uppkastið og bar fram óskir um breytingu á nokkrum ákvæðum þess, þar eð þau voru talin skerðing á akademisku frelsi stúdenta. En allar óskir stúdenta voru hunzaðar. Aðeins áheyrnarfulltrúi í Háskólaráð. Stúdentar óskuðu eftir því að fá full- trúa í háskólaráð með öllum réttind- um, þar á meðal atkvæðisrétti, með nokkrum undantekningum þó. Bentu stúdentar á, að slíkt ákvæði hefði verið tekið í hin nýju lög um Oslóarháskóla. Ekki var fallizt á þessa ósk stúdenta. Hins vegar var tekið í frumvarpið ákvæði um, að „heimilt væri“ að boða fulltrúa stúdenta á fund í háskólaráði og skyldi hann þá vera þar áheyrnar- fulltrúi með málfrelsi. Mikil skerðing. 1 þeim kafla frumvarpsins, er fjallar um réttindi og skyldyr stúdenta eru vísuðu til þeirrar sjálfsögðu lýðræðis- reglu, sem er m. a. í heiðri höfð í út- varpsumræðum stjórnmálamanna, á framboðsfundum og alþjóðaþingum, að hinn stærsti aðili á enga kröfu til meiri tíma eða rúms en hinn smæsti. allmörg ákvæði er ganga verulega í þá átt að skerða akademiskt frelsi stúd- enta. T. d. er ákvæði um heimild fyrir deildir að ákveða misserisleg eða árleg próf er stúdentar séu skyldir að ganga undir og sömuleiðis um skriflegar æf- ingar. Einnig er ákvæði um heimild til þess að kveða á um eftirlit með tíma- sókn stúdenta í reglugerð. Og má nefna, að ákveðið er í frv., að stúdent megi aðeins ganga tvisvar undir sama próf. Falli hann í annað sinn, hafi hann fyrirgert rétti sínum til þess að þreyta prófið að nýju. Gerir erfiðara að vinna með námi. Eips og stúdentar sjá, þá er hér fyrst og fremst um heimildarákvæði að ræða. En komi þessi ákvæði til framkvæmda, er um verulega skerðingu akademisks frelsis að ræða. Misserisleg áfangapróf, skriflegar æfingar o. þ. u. 1. þýðir að sjálfsögðu tímaskyldu í framkvæmd. Stúdentar hafa þá misst frelsið til þess að ákveða sjálfir, hvenær þeir þreyta próf og verða að gera svo vel að mæta í tímum til þess að vera færir um að taka þátt í hinum misserislegu próf- um og skriflegu æfingum á þeim tíma, er deildin ákveður. Það er augljóst á hverjum þessi ákvæði munu helzt bitna. Þau munu helzt bitna á hinum efnaminnstu, er verða að stunda at- vinnu með námi. Hinir kvæntu munu verða fyrir barðinu á þessum ákvæðum, þar eð þeir verða margir hverjir að vinna fyrir fjölskyldum. Verði frum- varpið samþykkt óbreytt mun háskól- inn fá vald til þess að breyta kennslu- kerfinu og próffyrirkomulaginu alveg eftir menntaskólafyrirmynd. Það er of áhættusamt að fela háskólanum slíkt vald á hendur. Því verða stúdentar að mótmæla harðlega fyrrnefndum ákvæð- um og standa tryggan vörð um sitt akademiska frelsi. Fulltrúum „lýðræðissinnaðra stúdenta" varð þó ekki þokað frá þeim ásetningi sínum að setja flokkshagsmuni ofar sanngirni og virða að vettugi sjálfsagð- ar lýðræðisreglur til að þóknast hús- bændunum í Morgunblaðshöllinni.

x

Stúdentablað jafnaðarmanna

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Stúdentablað jafnaðarmanna
https://timarit.is/publication/1967

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.