Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.11.2021, Blaðsíða 3

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.11.2021, Blaðsíða 3
Við leitum nú til þín um stuðning við starð með þinni hjálp! Hjálpumst að! Þú getur valið um að ... gerast Hjálparliði á www.hjalparstarfkirkjunnar.is greiða valgreiðslu í heimabanka, 2.500 kr. hringja í söfnunarsíma 907 2002 og 907 2003 og greiða 2500 krónur leggja framlag inn á styrktarreikning 0334-26-50886, kt. 450670-0499 Hjálparstarf kirkjunnar veitir fólki sem býr við fátækt á Íslandi efnislegan stuðning og félagslega ráðgjöf allt árið um kring. Við leggjum nú sérstaka áherslu á að aðstoða barnafjölskyldur svo þær geti gert sér dagamun yfir jólahátíðina. Í þróunarsamvinnu í Úganda og í Eþíópíu störfum við með fólki sem býr við ömurlegar aðstæður í sárri fátækt vegna sjúkdóma, vatns- skorts og öfga í veður- fari og vegna þess að fátæktin viðheldur sjálfri sér. Við veitum mannúðar- aðstoð á vettvangi náttúruhamfara og stríðsátaka í samvinnu við systurstofnanir okkar í Alþjóðlegu hjálparstarfi kirkna, ACT Alliance. Aðferðin í starfi okkar er alls staðar sú sama: Við mætum fólki af virðingu og aðstoðin tekur mið af þörf hvers og eins. Við hjálpum fólki þannig að það geti hjálpað sér sjálft. Margt smátt ... – 3

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.