Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.11.2021, Síða 6

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar - 01.11.2021, Síða 6
Skjólið er opið hús á vegum Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir konur sem glíma við heimilisleysi, búa við óöruggar aðstæður eða eru nýkomnar í búsetuúrræði eftir heimilisleysi. Skjólinu er ætlað að vera öruggur samastaður sem konurnar geta sótt að deginum til áður en þær fara til dæmis í Konukot yfir nóttina. Frá opnun Skjólsins þann 15. febrúar síðast- liðinn hafa 54 konur á aldrinum 20 til 60 ára komið reglulega í athvarfið sem er opið alla virka daga klukkan 10–15. „Við erum bara fólk eins og þið!“ „Skjólið hefur gefið mér kost á því að hafa öruggan stað þar sem ég get viðhaldið sjálfsvirðingu minni.“ Margar kvennanna sem sækja Skjólið hafa þurft að nýta sér neyðarnæturathvarfið Konukot en þar lokar klukkan 10 á morgnana og opnar aftur kl. 17. „Áður var þetta bara glatað,“ segir ein kvennanna en áður en Skjólið kom til sögunnar áttu konurnar erfitt með að finna sér eitthvað að gera á daginn og reyndu þær þá oft að komast inn þar sem þær gátu eins og í verslanir eða á söfn. Konurnar segja að hvar sem þær komu hafi verið fylgst með þeim og að öryggisverðir hafi jafnvel elt þær á röndum. Þær eru flestar orðnar uppgefnar á fordómum í sinn garð og vilja að fólki viti að þær séu „bara fólk eins og þið!“. Í Skjólinu er aðstaða til að teikna og mála, prjóna og púsla. Einn daginn skreyttu konurnar steina með jákvæðum staðhæfingum um sjálfar sig. Á dögunum gerði Zontaklúbburinn Embla Skjólinu fært að setja upp fallega snyrtiaðstöðu fyrir konurnar. „Þú þarf ekki að líta út eins og róni þótt þú sért heimilislaus,“ segir ein kvennanna en konurnar leggja flestar mikið á sig til að falla inn í hópinn og þær vilja líta vel út. Á köldum degi er fátt betra en að liggja uppi í sófa, undir teppi með góða bók. Í Skjólinu er áhersla lögð á að konurnar fái næringu og hvíld, að þær geti farið í sturtu og þvegið af sér og síðast en ekki síst að þær fái skjól fyrir veðri og vindum. „Það er alveg „crusial“ fyrir mig að koma í Skjólið á daginn, hitta konurnar og fá samveruna, hlýjuna og góðan mat,“ segir ein kvennanna sem kemur reglulega í Skjólið. „Þegar konurnar upplifa öryggið hér eru þær betur í stakk búnar til að vinna í sínum málum. Við höfum bókað einstaklingsfundi hér í Skjólinu með fagaðilum eins og félagsráðgjöfum, ráðgjöfum vettvangs- og ráðgjafateymis Reykjavíkurborgar, hjúkrunarfræðingum og starfsfólki frú Ragnheiðar,“ segir Rósa Björg Brynjarsdóttir umsjónarkona Skjólsins og bætir við að starfsemin skipti því miklu máli fyrir líf og velferð kvennanna almennt. 6 – Margt smátt ...

x

Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Margt smátt : fréttabréf Hjálparstofnunar kirkjunnar
https://timarit.is/publication/1939

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.