Víkurfréttir


Víkurfréttir - 31.07.2024, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 31.07.2024, Blaðsíða 13
Bæjarráð á fundi 11. júlí samþykkti að auglýsa eftirfarandi: Aðalskipulagsbreyting fyrir M11 við Bolafót Aðal- og deiliskipulagsbreyting Helguvík Auglýst er skv. 1. mgr. 36 gr. skipulagslaga nr.123/2010 vinnslutillaga breytingar á aðalskipulagi fyrir M11 við Bolafót. Svæðið stækkar úr 4,1ha í 5,4ha og sett voru inn nánari ákvæði um skilyrði fyrir áframhaldandi rekstri iðnaðarstarfsemi sem er þó almennt víkjandi á svæðinu. Athugasemdafrestur er frá 25. júlí til og með 22. ágúst 2024. Umsagnir berist í skipulagsgátt. Þar eru nánari gögn. Málsnúmer: 345/2024 Auglýst er skipulags- og matslýsing fyrir breytingu iðnaðar-, athafna- og hafnarsvæði, I1, AT15 og H1. skv. 1. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Athugasemdafrestur er frá 25. júlí til og með 22. ágúst 2024. Umsagnir berist í skipulagsgátt. Þar eru nánari gögn. Málsnúmer: 949/2024 Aðalskipulagsbreyting - ÍB28 og S45 við Hlíðarhverfi Óveruleg breyting á aðalskipulagi skv. 2.mgr. 36.gr skipulagslaga sem felst í að íbúðasvæði ÍB28 stækkar til austurs en ÍÞ2 og S45 dregst saman sem því nemur. Samþykkt var að senda á Skipulagsstofnun til afgreiðslu. nánari gögn eru á skipulagsgátt Málsnúmer 950/2024 Skipulag í Reykjanesbæ Nánari gögn er að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar skipulagsgatt.is og á reykjanesbaer.is Reykjanesbær 25. júlí 2024 gögnunum og að við treystum um of á reiknilíkön. Það þarf að horfa á öll gögn, ekki bara jarðskjálftana og landrisið, heldur líka gossögu svæðisins, hegðun og framvindu fyrri gosa og hraunflæðis, efnasam- setningu kvikunnar, gasútstreymi, svo eitthvað sé nefnt. Jafnframt eru möguleikarnir í mati á stöðunni ekki skoðaðir nægilega gaumgæfi- lega. Hvað hættumatið varðar, þá er grundvallarmunur á útkomunni ef fyrri eða seinni sviðsmyndin sem lýst er hér að ofan er notuð. Fyrri sviðsmyndin, eðlis síns vegna, leiðir til útkomu þar sem eldgos og/eða meiriháttar umbrot inni í Grindavík eru með há líkindi, sbr. hættumat Veðurstofunnar. Í seinni sviðsmyndinni, þá eru mestar líkur á því að eldvirknin og umbrotin afmarkist að mestu við svæðið á milli Stóra-Skógfells og Hagafells (þ.e., Sundhnúka-gos- reinina) og mjög litlar líkur á því að gos komi upp inni í Grindavík og ef hraun stefnir í átt að bænum þá ætti viðbragðstíminn samt sem áður að vera nægur og undan- komuleiðir tryggar. Samkvæmt þessu, þá mætti vera með svipaðar ráðstafanir fyrir Grindavík og nú eru í gangi fyrir Bláa Lónið.“ Staðan sé skoðuð og greind út frá öllum hliðum „Af þessum sökum er mjög mikil- vægt að staðan sé skoðuð og greind út frá öllum hliðum og út frá mis- munandi sviðsmyndum, ekki bara út frá þeirri sem er í náðinni á hverjum tíma. Niðurstaðan, þ.e. hættumatið, þarf að vera greind og rýnd af óháðum hópum og síðan þarf einnig að skoða samfélagsleg áhrif niðurstöðunnar og reyna að draga úr þeim eftir megni. Það er mjög hæft jarðvísindafólk sem vinnur hjá Veðurstofunni, og nokkrir þar sem ég hef kennt og leiðbeint í gegnum tíðina. En ég myndi gjarnan vilja sjá þau meira á vettvangi, það er mikill munur á því að vera á staðnum og fá at- burðinn beint í æð eða sjá hlutina eingöngu í gegnum linsuna á myndavél og sem gögn á tölvuskjá. Mat Veðurstofunnar á stöðunni er sent til Almannavarna. Sam- kvæmt minni bestu vitund þá er þar bara einn faglærður jarðvís- indamaður í föstu starfi. Þeir þurfa að vera fleiri að mínu mati, eða 4-5 faglærðir sérfræðingar í náttúruvá sem geta rýnt niðurstöðu hættu- matsins frá Veðurstofunni og gefið sína umsögn þar af lútandi, sem og gert tillögur um breytingar ef þeir telja að þörf sé á því. Loka- ákvörðun um aðgerðir er svo hjá Lögreglustjóra þess umdæmis sem er undir tilskilinni vá, sem ber einnig ábyrgð á þeim ákvörðunum sem eru teknar og aðgerðum sem settar eru í framkvæmd. En eins og staðan er í dag, þá hefur lögreglu- stjórinn ekki aðgang að óháðri fag- legri ráðgjöf í þessu ferli og verður því, í blindni, að fara eftir ráðlegg- ingum Veðurstofunar og Almanna- varna. Þetta er alls ekki nógu gott og við getum gert miklu betur en þetta,“ segir Þorvaldur. Hættumat Veðurstofunnar Þorvaldur á erfitt með að skilja að það sé í lagi að tæplega þúsund manns séu samankomnir í Bláa lóninu, en á sama tíma getur al- menningur ekki farið til Grinda- víkur og skoðað hvað gekk á. „Að sjálf Grindavík sé búin að vera rauðmerkt meira og minna síðan 10. nóvember er sambæri- legt við að það sé stöðugt rautt ljós á umferðarljósunum. Hvað gerir ökumaðurinn? Hann endar á að gefast upp og fer yfir á rauðu ljósi. Sama gildir um Grindavík, rauður litur á hættumatskorti þýðir að bráð hætta sé yfirvofandi. Sú staða er ekki alltaf uppi við í Grindavík og þess vegna missir hættumatið marks að mínu mati. Við þurfum að temja okkur vinnubrögð sem hjálpa okkur við að nota græna, gula, appelsínugula og rauða ljósa- merkið á uppbyggilegan og skyn- saman hátt. Bláa Lónið er opið og á sama tíma er Grindavík lokuð. Fólki er bannað að koma inn í bæinn og þ.a.l. eiga mörg fyrirtæki ekki möguleika á að halda sér á lífi. Það hefur heyrst að allur vestur- hluti Grindavíkur sé í lagi, búið er að jarðvegsskanna bæinn og stór meirihluti húsa í bænum eru í lagi. Mælir eitthvað á móti á því að gera við þær götur sem þarf að gera við og opna bæinn? Ef bærinn er opnaður tíma- bundið, þ.e. þegar hann er á „grænu ljósi“, þá þarf að hafa allar útgönguleiðir greiðar og til- búna viðbragðsáætlun ef kemur til rýmingar á bænum vegna umbrotanna. Þá legg ég þunga áherslu á, að ég hef enga trú á að það muni nokkurn tíma gjósa inni í Grindavík. Jafnframt tel ég litlar líkur á að það sami endurtaki sig og gerðist 14. janúar. Það kæmi mér ekki á óvart ef eldgosum á Sundhnjúkagígaröðinni fari að ljúka og þau færist vestar á Reykja- nesskagann. Þegar sá tími kemur, þá ætti ekkert að hindra það að Grindvíkingar leggi grunninn að því að hefja eðlilegt líf að nýju, það mun taka tíma en á einhverjum tímapunkti þarf að byrja,“ sagði Þorvaldur að lokum. Vitadagar í Suðurnesjabæ taka á sig mynd Bæjarhátíðin „Vitadagar - hátíð milli vita“ verður haldin hátíðleg í Suðurnesjabæ dagana 26. ágúst til 1. september næstkomandi. Nú er dagskráin að taka á sig góða mynd og er sveitarfélagið að birta reglu- legar upplýsingar um nýja viðburði á fésbókarsíðu hátíðarinnar áður en lokadagskrá verður gefin út. Ef íbúar í Suðurnesjabæ eru með ábendingu eða vilja halda „heimatilbúinn“ viðburð eins og bílskúrssölu, garðtónleika eða hvað sem er þá er tekið á móti öllum ábendingum á vitadagar@sudurnesjabaer.is Framkvæmda- og skipulagsráð Suðurnesjabæjar hefur aftur hafnað tillögu landeigenda Bræðra- borgarlands í Garði um þéttingu íbúðabyggðar. Ný tillaga landeigenda hefur verið lögð fram í framkvæmda- og skipulagsráði Suðurnesjabæjar með fyrri fyrirspurn um heimild til breytingu á aðalskipulagi og gerð deiliskipulags vegna þétt- ingu íbúðabyggðar á landi Bræðraborgar. Málið var áður á dagskrá ráðsins 6. febrúar 2024 og á fundi ráðsins 29. mars 2023. í afgreiðslu framkvæmda- og skipulagsráðs segir að tillaga landeigenda hefur ekki tekið þeim breytingum sem óskað var eftir og tillögu því hafnað. Skipulags- fulltrúa falið að leggja landeigendum ramma að upp- byggingu og fjölda íbúða í samræmi við fyrri umræður ráðsins. Leggja landeigendum ramma að uppbyggingu Gert að taka lægsta tilboði í gervigras Samkvæmt útboðsgögnum og lögum um opinber innkaup er Reykjanesbæ skylt að taka lægsta tilboði sem uppfyllir allar kröfur sem settar eru fram í útboðinu varðandi kaup á nýju gervigrasi í Reykjaneshöll. Bæjarráð samþykkti nýverið 5-0 að taka tilboði Metatron upp á tæpar 92 milljónir króna í gervi- gras í Reykjaneshöllina. Í fundar- gögnum frá þeim tíma sagði: „Í áliti íþróttafélaganna kemur fram að vænlegasti kosturinn er að fjár- festa í sama grasi og er á útivelli félaganna við Reykjaneshöll en þá æfa og spila leikmenn á sama grasi og getur það enn fremur verið hag- ræðing í þjónustu við báða velli að vera með sama þjónustuaðila.“ Á síðasta fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar var málið tekið fyrir aftur. Þar segir: „Við yfirferð á útboðsgögnum kom í ljós að í lið 8.1. í valforsendum er áréttað að heildartilboðsverð verði ein- göngu notað við val á tilboðum í umræddu útboði. Út frá því er ljóst samkvæmt útboðsgögnum og lögum um opinber innkaup að Reykjanesbæ sé skylt að taka lægsta tilboði sem uppfyllir allar kröfur sem settar eru fram í út- boðinu, sem er tilboð Altis um gervigras og fjaðurpúða í Reykja- neshöll.“ Bæjarráð Reykjanesbæjar sam- þykkir 4-0 að taka tilboði Altis að upphæð kr. 85.773.017 kr. Bæjarráð afturkallar og ógildir fyrri ákvörðun í sama máli á fundi þann 11. júlí 2024. Helga Jóhanna Oddsdóttir sat hjá við afgreiðslu málsins. Eldgos við Sundhnúk 29. maí 2024. VF/Ísak Finnbogason víkurFrÉttir á SuðurNESjuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.