Víkurfréttir


Víkurfréttir - 14.08.2024, Blaðsíða 13

Víkurfréttir - 14.08.2024, Blaðsíða 13
Aron var ekki gamall þegar hann smitaðist af listabakteríunni og má segja að mamma hans hafi verið ákveðinn örlagavaldur. „Mamma var með, ásamt öðrum, leiklistar- og söngnámskeið í safn- aðarheimilinu í Keflavíkurkirkju sem kallað var Skapandi starf. Ég var með í því og heillaðist strax. Síðan skráði ég mig í Danskompaní en eldri systir mín var í skólanum og hafði hún áhrif á ákvörðun mína og síðan má segja að ekki hafi verið aftur snúið. Ég tók m.a. leiklist sem val í Danskompaní og svo lá leið mín í Verzló og þar tók ég þátt í mörgum uppfærslum. Ég hef verið með annan fótinn í Dans- kompaní allan tímann meðfram námi. Einnig er ég búinn að kenna leiklist, dans og söng þar svo það má segja að ég sé búinn að vera á kafi í þessu undanfarin ár og þetta nám í London er því kannski rök- rétt framhald hjá mér.“ Þegar Aron var á þriðja ári í Verzló tók hann ásamt öðrum úr Danskompaní, þátt í heims- meistaramótinu í dansi, Dance World Cup en þetta er næst stærsta íþróttamót í heimi og einungis Ól- ympíuleikarnir eru með fleiri þátt- takendur. „Þessi keppni, Dance World Cup, er risastór og það var mjög gaman að taka þátt og sömu- leiðis var þetta frábær reynsla. Við tókum þátt í forkeppni í febrúar og komumst áfram og úrslitakeppnin var svo í Braga í Portúgal. Okkur gekk ótrúlega vel, tókum nokkur gull og við systkinin fjögur urðum heimsmeistarar með liðinu okkar í söng og dansi. Minn styrkur liggur í söngleikjaatriðum og ég tók dúett með litlu systur minni og tók einnig þátt í stærri hópat- riðum með báðum systrum mínum og eldri systir okkar samdi atriðin svo þetta var sannkallað fjölskyldu- verkefni má segja. Það er keppt í mörgum aldursflokkum og mörg af stigahæstu atriðunum komast á svokallað galakvöld og keppa þar á móti hvort öðru og okkur tókst líka að vinna þar þrenn verðlaun. Við mættum svo aftur í ár til Prag í Tékklandi vitandi að erfitt yrði að toppa árið á undan en þetta gekk frábærlega og við í Danskompaní náðum m.a. að vinna átta gull- verðlaun, nokkur silfur og brons og aftur þrenn galaverðlaun sem er ótrúlegur árangur og sérstaklega ef mið er tekið af hinni margum- töluðu höfðatölu,“ segir Aron. Íslenska leikhússenan Aron hefur fengið tækifæri í stóru íslensku leikhúsunum og tók ný- verið þátt í uppfærslu á söng- leiknum Frost, sem er íslenska út- gáfan af hinum geysivinsæla söng- leik, Frozen. Hann fékk hjálp góðra manna þegar hann ákvað að sækja um í söngleikjanámi í London. „Það var frábært tækifæri að komast inn í Þjóðleikhúsið, að fá að æfa með öllum fyrirmyndunum mínum þar og sýna svo með þeim aftur og aftur. Ég tók líka þátt í Kardemommubænum í Þjóðleik- húsinu árið 2020 sem var álíka ævintýri. Þetta var frábær reynsla sem ég fékk þarna og á meðan ég var að æfa fyrir Frost ákvað ég að fara til London í prufur fyrir þrjá háskóla sem mér leist vel á og fékk góða aðstoð frá kennurum og vinnufélögum sem allir eru reyndir leikarar, söngvarar og dansarar. Þau hjálpuðu mér að undirbúa mig sem best og greinilega var undir- búningurinn góður því ég fékk inngöngu í alla þrjá skólana. Þetta kom mér skemmtilega á óvart því þessir krakkar úti eru sérstaklega góðir dansarar en greinilega hef ég eitthvað fram að færa líka. Ég ákvað að velja The Arts Educa- tional eða ArtsEd eins og hann er jafnan kallaður en hann er talinn einn af þeim fremstu á sviði söng- leikjanáms í heimi. Ég stefni á að útskrifast með BA-gráðu í leiklist, söng og dansi og draumurinn er að hasla mér völl á leiksviði í London. Maður verður að setja markið hátt en ég er líka mjög spenntur að starfa í íslensku leikhúsi.“ Fjáröflunartónleikar Námið sem Aron er á leið í er dýrt og því ákvað hann að stökkva á hugmynd vina sinna og efna til fjáröflunartónleika sem haldnir verða í Andrews Theater á Ásbrú miðvikudagskvöldið 21. ágúst kl. 19:30. „Ég held að mér sé óhætt að segja að ég sé að skipuleggja því- líkt þrumushow. Það kom aldrei neitt annað til greina en að halda þessa tónleika í Andrews Theater. Þar steig ég mín fyrstu spor með Danskompaní, á þaðan margar góðar minningar og mér þykir af- skaplega vænt um þetta leikhús. Það munu margir gestasöngvarar koma fram með mér, bæði vinir mínir sem ég hef verið að leika með og atvinnuleikarar og söngvarar úr leikhúsunum. À meðal gesta eru Bjarni Snæbjörnsson úr Þjóðleik- húsinu og Vala Kristín Eiríksdóttir úr Borgar- og Þjóðleikhúsinu en hún var t.d. að leika Önnu í Frost. Viktoría Sigurðardóttir kemur líka en hún hefur leikið í mörgum söng- leikjum sem hafa verið settir upp á Íslandi á undanförnum árum. Ég er mjög ánægður með þetta fólk sem ég hef fengið með mér og lofa frábærum tónleikum. Ég verð í átta atriðum og m.a. mun ég taka siguratriðin frá heimsmeist- aramótinu með vinum mínum úr DansKompaní en fyrir utan kynni ég hin atriðin og blanda geði við áhorfendurna. Ég hlakka mikið til, er svo spenntur að mig kitlar í lófana og vonast auðvitað til að sjá sem flesta mæta og eiga með mér þessa kvöldstund. Ég lofa frá- bærri sýningu,“ sagði Aron Gauti að lokum. Tónleikarnir bera heitið “Bless í bili” og er miðasala á tix.is. „Ég sótti um í þrjá háskóla í London og komst inn í þá alla. Ég þurfti því að velja á milli þeirra og valdi The Arts Educational eða ArtsEd eins og hann er oftast kallaður. Þaðan mun ég, ef allt gengur upp, útskrifast með BA í leiklist, söng og dansi,“ segir Aron Gauti Kristinsson. Aron hefur getið sér gott orð í söngleikjasenunni á Íslandi og heldur von bráðar til London í nám í listgreininni. Áður en hann heldur af landi brott ætlar hann að halda fjáröflunartónleika í Andrews theater, miðviku- dagskvöldið 21. ágúst n.k. klukkan 19:30. Á leið í nám í einum fremsta söngleikjaskóla heims Sigurbjörn Daði Dagbjartsson sigurbjorn@vf.is Ljósm yndir úr einkasafni vÍkurFrÉttir á suðurNEsJuM // 13

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.