Fjarðarfréttir - 05.12.2024, Blaðsíða 23
www.fjardarfrettir.is | 23FJARÐARFRÉTTIR | FIMMTUDAGUR 5. DESEMBER 2024
Á fullveldisdaginn 1. desember sl., á
fyrsta sunnudegi í aðventu var
Þjóðbúningamessa í Hafnarfjarðar-
kirkju.
Glæsilega klæddir einstaklingar í
íslenskum þjóðbúningum tóku þátt í
messunni sem setti mikinn svip á hana.
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir
þjónaði og Kári Þormar og Barböru-
kórinn sáu um tónlistina.
Tekin var hópmynd af þeim sem
mættu í messu í þjóðbúningi og mátti
sjá marga stórglæsilega búning.
Eftir messu var svo útskrift nemenda
af námskeiðum Annríkis. Gestum var
boðið upp á kaffi og meðlæti.
Annríki – Þjóðbúningar og skart er
fyrirtæki sem sérhæfir sig í öllu sem við
kemur íslenskum búningum. Fyrirtækið
var stofnað 2011. Eigendur þess eru
Ásmundur Kristjánsson, vélvirki og
gullsmiður og Guðrún Hildur Rosen-
kjær, klæðskeri, kjólameistari og sagn-
fræðingur.
Býður annríki upp á mjög fjölbreytt
námskeið fyrir þá sem vilja búa til sinn
þjóðbúning, laga gamlan eða bæta við
og er boðið upp á 10 mismunandi nám-
skeið og 3 mismunandi hand verks-
námskeið.
Það var allstór hópur sem útskrifaðist
og mátti sjá heilu fjölskyldurnar komnar
í þjóðbúninga.
Prúðbúin í þjóðbúningamessu á fullveldisdaginn
Sífellt fleiri klæðast íslenskum þjóðbúningum og Annríki, þjóðbúningar og skart hjálpar til með eftirsótt námskeið
Útskriftarnemendurnir ásamt
Guðrúnu Hildi l.t.h.
Glæsileg fjölkylda íklædd íslenskum
þjóðbúningum eftir námskeið hjá
Annríki
Sr. Þuríður Björg Wiium Árnadóttir þjónaði.
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Lj
ós
m
.:
G
uð
ni
G
ís
la
so
n
Aðventugleði