Ný menntamál - 01.12.1989, Page 6
NÝ MENNTAMAL 4. tbl. 7. árg. 1989
Auður Hauksdóttir:
TIL HVERS
LÆRUM VIÐ
TUNGUMÁL?
— Um dönskukennslu á
framhaldsskólastigi
Dönskukennsla á sér langa hefð í
íslenskum framhaldsskólum. Danska
var ein af aðalkennslugreinunum í
Lœrða skólanum í Reykjavík og allar
götur síðan hefur hún verið kennd
sem fyrsta erlenda mál auk þess sem
hún hefur verið skyldunámsgrein í
öllum framhaldsskólum. Margt virðist
benda til að þeir kennsluhœttir, sem
viðhafðir voru í dönskukennslunni í
Lœrða skólanum í Reykjavík, hafi
orðið mótandi fyrir þróun
greinarinnar allt til dagsins í dag.
anska er fyrsta erlenda tungumálið, sem
kennt er í skólum hérlendis og skyldu- >
námsgrein í sex til sjö ár í grunn- og fram-
haldsskólum. Margvísleg rök eru fyrir því
að kenna dönsku á íslandi. Nefna má söguleg tengsl
þjóðanna, norrænt samstarf og þá staðreynd að stað-
góð kunnátta í dönsku hefur reynst Islendingum góður
lykill að norrænu málasamfélagi. A undanförnum ár-
um og áratugum hefur þörfin fyrir tungumálakunnáttu
farið vaxandi. Gjörbreyttir lifnaðarhættir, ótakmark-
aðir ferðamöguleikar og aukin samskipti þjóða kalla á
örugga tungumálakunnáttu.
Augljóst er að góð tungumálakunnátta er lykilatriði
í samskiptum við aðrar þjóðir hvort heldur um er að
ræða menningarleg samskipti eða viðskiptatengsl. Sem
dæmi má nefna, að vart verður opnað danskt dagblað
um þessar mundir án þess að þar sé verið að fjalla um
japönskukennslu í Danmörku en Danir eru einmitt að
vinna að auknum viðskiptatengslum við Japani og gera
sér ljóst að vænlegast er að þeir sem gerðir eru út af ^
örkinni geti talað mál innfæddra.
Oft hefur dönskukennslan verið gagnrýnd fyrir of
litla áherslu á þjálfun talmáls og aðra skapandi þætti
málanámsins. Heyrst hefur t.d. að ónóg kunnátta í
dönsku og öðrum norðurlandamálum hái ýmsum sem
vinna að norrænum samstarfsverkefnum og jafnframt
hefur verið haft á orði að þeir aðilar sem eru að reyna
að markaðssetja íslenska vöru á Norðurlöndum kvarti
undan því að erfitt sé að fá viðskiptafræðinga og annað
langskólagengið fólk sem hafi dönsku eða annað norð-
urlandamál á valdi sínu. Þetta er athyglisvert þegar
haft er í huga að allir nemendur njóta dönskukennslu
bæði í grunnskóla og framhaldsskóla.
6