Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 7

Félagsrit KRON - 15.02.1947, Síða 7
aðilarnir skilji afstöðu sína lil samtaka launþega og samtaka neytenda. Tilgang- ur neytendasamtaka er að útvega sem béztar vörur fyrir sanngjarnt verð fyrir þann gjaldmiðil, sem launþegum og smáframleiðendum tekst að afla með vinnu sinni og samtakamætti. Okkur finnst það sennilega flestum sjálfsagt að markmið allrar framleiðslu og vörudreifingar ætti að vera, að upp- fylla þarfir sem flestra neytenda. Það er þó langt frá því að þetta sjónarmið hafi verið eða sé oftast ríkjandi. Okkur islendingum hættir oft til að telja okkur trú um að við höfum verið aumastir allra af því að það voru dansk- ir kaupmenn, sem píndu almúgann og seldu sviknar vörur. En stórframleiðend- ur og kaupmenn voru stundum allharðir, einnig þar,sem þeir voru innlendir. Sam- vinnuhreyfingin, sem gekk út frá þörf- um neytendanna, varð því sterkt og kær- komið vopn í höndum almennings víða um lönd. Víðast var hún nátengd verka- lýðsfélögunum. Félögin voru hrein neyt- endafélög, sem byrjuðu með verzlun og hafa svo smám saman farið inn á ýmsa framleiðslu og aðra þjónustu við neyt- endur. jafnfrarat þessu hafa svo þróazt samtök bænda og smáframleiðenda á samvinnugrundvelli, sem hafa haft vöru- sölu og vöruvinnslu eigin framleiðslu- vara sem markmið. Hér á landi voru það bændur, sem stofnuðu fyrstu kaupfélög- in. Islenzku félögin eru því flest blönduð félög, sem bæði eiga að vinna að hags- munum neytenda, en jafnframt framleið- andans, bóndans. Kron er hreinræktað neytendafélag og þegar ég ræði hér um húsmóðurina og samvinnuhreyfinguna er það einungis samband húsmóðurinn- ar við neytenda samvinnufélagið, er ég athuga. Hvað vilja nú húsmæðurnar, að Kron geri fyrir þær og hvað halda þær, að félagið geti gert. Og á hinn bóginn, hvað vill Kron að húsmæðurnar geri fyrir fé- lagið. Það er svo gaman að láta sig dreyma og gera kröfur, svo ég ætla að byrja á því, en svo kemur leiðinlegur veruleiki á eftir. Húsmóðirin kaupir neyzluvörur til heimilisins og leggur fram vinnu sína, til þess að gera vörurnar hæfar til neyzlu og til þess að halda þeim í því horfi að fjölskyldan geti notað þær er henni ríður á. Hún kaupir matinn og býr hann til. Hún kaupir handklæði og lök til notkunar, en það er ekki nóg að festa hanka í handklæðin og falda lökin. Hún verður einnig að sjá til þess að alltaf sé til nægilegt af hreinum lökum og handklæðum í skápunum. Húsmóðirin óskar því fyrst og frernst eflir því að kaupa góðar vörur við sann- gjörnu verði, en hún óskar þess einnig að það taki sem stytztan tíma að verzla, að undirbúa vöruna til neyzlu og við- halda henni. Hún óskar þess sem sé, að kaupfélagið eða neyaendasamtökin geti bæði sparað henni peninga og tíma. Meðan fjárhagurinn er mjög erfiður er peningasparnaðurinn aðalatriði. Ef fjár- hagurinn batnar, gerir hún meiri kröfur til þess að geta sparað sér tíma til þess að njóta lífsins. Vinni hún sjálf launað starf, gerir hún margfalt meiri kröfur til þess að geta sparað sér tíma frá heim- ilisstörfunum. Hún er jafnvel fús til að greiða töluverða fjárhæð ríkulega, til Félagsrit KRON 5

x

Félagsrit KRON

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Félagsrit KRON
https://timarit.is/publication/2018

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.