Ármann - 05.08.1948, Page 2

Ármann - 05.08.1948, Page 2
2 kRMA N N Fimmtudagur 5. ágúst. Þarísa.rsh.á.tittti — Framhald af forsíðu. — Svo að þú talar, lest og skrif- ar þá þrjú tungumál? — Ég tala og skil rússnesku, frönsku, ensku, þýzku, en auk þess les ég pólsku, ítölsku og latínu. Mig langar til þess að læra íslenzku. Ég held það sé ekki rnjög erfitt. ísland er nær óþekkt land og ég hugsa að 99% Evrópumanna viti lítið sem ekkert urn ísland. Ég las fyrir nokkru síðan í landafræðitímariti litla grein um Island. Það er hræði- leg lýsing. Varla nokkurt orð rétt. Ég varð fyrir miklurn vonbrigðum með Skotland nema fólkið. En ég ' gerði mér allt aðrar hugmyndir um ísland. Ég er hissa á öllu, sem ég sé hér. Ég hélt að hér væru aðeins nokkrar sjómannaknæpur. En ég hef fundið hér menntað fólk, falleg og vel klædd börn og nýtísku bari og matsöluhús. Ég hugsa að Islend- ingar lesi mikið og held að þjóðin sé mikil meningarþjóð. Nýju húsin ykkar eru glæsileg og ég er alveg hissa hvað mikið er byggt. Það er alls staðar verið að byggja. Mér finnst ekkert kalt hér. Bara mátu- lega kalt. En vegirnir eru vondir og brúnaðar kartöflur eru það versta, sem ég hef smakkað hér. Ég er búinn að sjá Geysi og Gullfoss. Það var gaman. Svo er ég búinn að sjá Reykjavík og nágrenni úr lofti. Mér þykir gaman að fljúga. Ég fór fljúg- andi frá París til Prestwíkur og kom með Esju hingað frá Glasgow. Þetta var í fyrsta sinni, sem ég flaug og fyrsta sinn, sem ég ferðast á sjó. Ég á bara eftir að koma á hestbak. Þá mundi ég fara.fyllilega ánægður. Ég kann vel við fólkið og mun aldrei gleyma íslandi. — Og hvað viltu segja um ís- lenzku skátana? ,— Eins og ég sagði áðan, varð ég strax hrifinn af þeim á Jamboree. Ég hlakka til þess að kynnast ís- lenzku skátunum betur á landsmót- inu. Ég hugsa að skátastörfin séu stunduð af meira kappi hér en heima, þegar tekið er tillit til fjöld- ans. Á Riveriaströndinni við Mið- jarðarhafið eru rússneskir drengir og stúlkur í sömu tjaldbúðum. Það er því engin nýjung fyrir mig að vera á landsmótinu á Þingvöllum hvað það snertir. En ég veit, að það er svo - margt að sjá og heyra þar. Ég óska íslenzku skátunum til hamingju með mótið og vona, að fyrir at- beina þeirra og störf vaxi og dafni andi skátalaganna með allri íslenzku þjóðinni. Skilaðu kveðju og þakklæti mínu til Jamboree-faranna. Þeim á ég allt þetta að þakka. Berðu einnig fjöl- skyldunni á Grettisgötu 68 í Rvík þakkir mínar fyrir matinn, skyrið og harðfiskinn. Ég borða þar dagana fyrir og eftir mótið. V.J. Við, sem vinnum eldhúsverkin. Sháti er hjálpsamur. Það fellst rnikið í þessurn orðum, þegar við hugsum eitthvað út í þau. Hversu oft hafa ekki skátar (og aðrir) lagt líf sitt í hættu, við að hjálpa öðrum frá limlestingu og bráðurn bana? Það eru aðeins þeir, sem ávallt eru viðbúnir. Munum Jrað, í hvert skipti sem við förum af skátafundi, eftir að hafa lofað að „vera viðbúinn“, hverju það er, sem við lofurn. Mér datt í hug smá-atvik, sem kom fyrir mig í fyrrasumar. Það lýsir sarnt engn karlmennsku, en fórnarvilja. „Ég var alein á ferða- lagi í Noregi, í hinni gullfallegu borg Bergen. Á einni fjölförnustu götu borgarinnar mætti ég stórum hóp skáta, á reiðhjólum á leið út úr borginni. Af einhverri rælni datt mér í hug að heilsa litlum snáða í hópnum með okkar almennu kveðju. Hálft í hvoru langaði mig líka að biðja hann að vísa mér leið á pósthús. Hann stoppaði strax og fór að tala við mig. Jú, það var sjálfsagt að leiðbeina mér, og það gerði heldur ekkert til þótt hann yrði á eftir hinum. Að lokum var hann búinn að sýna mér heilmikið af þessari fallegu borg. Hann notaði tækifærið til að spyrja um starfs- háttu okkar og langaði mjög til að koma hingað, því að hann hafði les- ið mikið meira um ísland en kann- ski sum okkar. Skátar, verum gest- risnir við bróður okkar, sem kem-- ur hingað. Munum, að vera ávallt viðbúnir. E irm-tveir-þrÍT. NÚ VORAR SENN. Nú vorar senn og útilífið lokkar, ljómar sól um grund og mó. Þá tökum við fram gömlu tjöldin okkar og tjöldum hér á grænni tó. Hér fyrir neðan lítill lækur rennur og ljóðar hljótt við smáan stein. Við hlustum á hann meðan bálið brennur og blærinn svalar ungri gyein. Nonni og Palli Vestmannaeyjum. 1. stúlka: Ég hugsa að mér verði of heitt í nótt. 2. stúlka: AlJt í lagi þá kyndir þú bara upp tjaldið. ★ Ég rakst á minnsta skátann hér á mótinu í gær. Þótt hann væri karl- maður rakst ég á hann í kvenskáta- búðunum. Ég gekk að honum og spurði hann hvað hann, héti. „Ég, ég heiti Guðjón, ertu búin að gleyrna því?“ (en ég hafði auðvitað aldrei séð hann áður). „Já, ég hef alveg gleymt því,“ svar- aði ég, „en hvað ertu garnall?" JLangeldur í Hvannagjá. Langeldurinn í fyrrakvöld var ein- staklega skemmtilegur. Fleiri tugir gesta voru viðstaddir, fyrir utan alla skátana. Gjáin ómaði af söng og glaðværð. K. F. U. M. skátarnir sáu um flest skemmtiatriðin og gerðu það snilld- arlega. Dönsku skátarnir sýndu leik- fimi af mikilli leikni, og skátar úr Skátafélagi Reykjavíkur glímdu undir stjórn Jóakims Pálssonar. Skenrmtu áhorfendur sér hið bezta. Enski skátinn Mr. FI. Dimmock kenndi okkur enskan söng og lék mjög smellna grínsögu, við mikinn fögnuð skátanna. Langeldinum var slitið með því, að lítil stúlka frá Úlfljótsvatni fói með kvæðið „Blessuð sértu sveitin mín“, og gerði það á ógleymanlegan hátt. Síðan fór Hrefna Tynes nokkr- um orðum um skátaheitið. „Ilriggja ára.“ „Ertu skáti?“ „Já, og sérðu hvað ég er fínn“ sagði hann og togaði í tyrkjahnútinn sinn ánægður á svipinn. „Ertu frá Hafnarfirði?" spurði ég, því að það stóð á staðareinkenni hans. „Nei, ég er frá Kópavogi," sagði hann drýgindarlegur. „En nú verð ég að flýta mér yfir brúna.“, Um leið lagðist hann niður á fjóra fætur og skreið yfir smáfleka, sem var rétt hjá. Bræðralagssöngurinn og kven- skátasöngurinn voru sungnir. Að lokum gengu allir heim í tjaldbúðirnar, eftir dynjandi lúðra- þyt K. F. U. M. skátanna. Eiíí lítið sliátaljóð% Yndi betra ég ekkerl veii en aiistur á Þingvöll, er skátasveit gefur og þiggur sín góðu heit, þar guð er sjálfur í vigðum reit. Með fjailahringinn sinn fagran kringum og fugla syngjandi auga leit. Þá lyftist í hrifningu hugur minn og hlýju streyma til allra finn. Að vera á stundinni viðbúinn, að vernda systur og bróðurinn. Að lifa og starfa til láns og þarfa, er leiðin greiðust i himinninn. HELGA Starfslið pósts og síma.

x

Ármann

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ármann
https://timarit.is/publication/2021

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.