Skák - 15.01.1958, Page 3
SKÁK
Ritstj.: og útgef. Birgir Sigurðsson - Ritn.: Ingi R. Jóhannsson, Fnörik Ólafsson, Freysteinn Þorbergsson, Pétur E.riksson
og Arinbjörn Guðmundsson - Blaðið kemur út 8 sinnum á ári. 12—16 bls. í hvert sinn - Áskriftarverð kr. 65,00 - Einstölc
blöð kr. 10,00 - Gjald.di.gi 1. janúar - Utanáskrift: SKÁK, lósthólf 1179, Reykjavík - Prentað í ísafoldurprentsmiðju h.f.
ALÞJÓÐASKÁKMÓTIÐ í TEXAS
1 2 3 4 1 6 7 8 V.
1. S. Gligoric (Júgóslavia) . . V2V2 0 % 1 1 % y21 V2 Vs % 1 8V2
2. S. Reshevsky (Bandaríkin) .... .. V2V2 V2V2 V2V2 % 0 0 1 1 1 1 1 8V2
3. L. Szabó (Ungverjaland) .. 1 y2 V2V2 — V2V2 % % 01/2 V2V2 1 % 7%
4. B. Larsen (Danmörk) .. y2 0 V2 % V2V2 — 1 % 0 1 1 0 1 % 7y2
5. A. Yanofsky (Kanada) .. oy2 V2 1 V2V2 0 y2 1 0 V2V2 % 1 7
6. Friðrik Ólafsson .. y2 0 1 0 % 1 1 0 0 1 — V2V2 0 V2 6 V2
7. M. Najdorf (Argentína) .. V2V2 0 0 Vz Vz 0 1 V2V2 v^ % — % 0 5V2
8. L. Evans (Bandaríkin) .. v^ 0 0 0 0 v^ 0 v^ V2 0 1 y2 % 1 — 5
„Farnir a'ö tefla skák í Texas! meðan á því stóð. Tefld var tvö- féll á tíma á móti honum í gjör-
Ja, sem ég lifandi, eitthvað er
þeim fariö' að förlast þarna westra“
sagði einhver við mig daginn áður
en ég lagði upp í reisu mína til
Vesturheims. Ja, ekki veit ég, hvað
um veldur, en í borginni Dallas
í Texas, þessu víðfræga landi kú-
rekamenningar og olíukónga, var
í vetur boðað tii skákmóts, sem
ekki á sinn líka í sögu Banda-
ríkjanna síðastliðin 20 ár. Boðið
var eingöngu þeim skákmeisturum,
sem á undanfömum árum hafa
eitthvað komiö við sögu skáklist-
arinnar, og var ég svo „heppinn"
að teljast þar á meðal.
í upphafi mun hafa verið mein-
ing þeirra Texasbúa að hafa þetta
12 manna mót, en af ýmsum óvið-
ráðanlegum orsökum varð að lækka
töluna niður í 8. Á setningardegi
mótsins voru því mættir þarna 8
skákmeistarar, sem að virðingar-
stigum skiptust í 6 stórmeistara
og 2 alþjóðlega meistara, þeir
Reshevsky og Evans frá Banda-
ríkjunum, Szabó Ungverjalandi,
Gligorie Júgóslavíu, Larsen Dan-
mörku, Najdorf Argentínu, Yan-
ofsky Kanada og ég undirritaöur.
Mótið var til húsa í Hótel Adolp-
hus, stærsta hóteli borgarinnar,
en þar bjuggum við jafnframt,
föld umferð, þannig að hver kepp-
enda tefldi tvær skákir við hvern
hinna, og urðu því umferðirnar
alls 14. Ekki nenni ég að rekja
úrslit hverrar umferðar, því að
það yrði of langt mái hér upp a'ð
telja, heldur vil ég leitast við að
lýsa taflmennsku hvers keppanda,
eins og hún kom mér fyrir sjónir,
því að sú hlið málanna gefur ætið
bezta heildarmynd af einstakl-
ingnum.
Eins og kunnugt er urðu jafnir
í efsta sæti með 8% vinning, þeir
Gligoric og Reshevsky. Eigi ég að
gera upp á milli þessara tveggja
manna, er ég ekki í nokkrum vafa
um, að Gligoric átti heiðurinn
betur skilið. Hann tefldi af mikl-
um þunga og öryggi og komst
hvergi í taphættu, nema á móti
Szabó, enda tapaði hann þeirri
skák. Á stundum reyndist hann
hins vegar heldur friðsamur og
gerði það gæfumuninn, þegar
fram í sótti. Um Reshevsky skipt-
ir allt öðru máli, því að ekki var
misjöfn taflmennska hans til þess
fallin að vinna verðlaun. Það
gerði aftur á móti útslagið, að
gæfan reyndist honum drjúgum
hliðholl, og minnist ég þá helzt
þess atburöar, er kappinn Najdorf
unninni stöðu og átti þó einungis
eftir að leika einn leik á einni
mínútu. En það er víst eins og
máltækiö gamla segir, heppnin er
þeim sterka ætíð hliðholl. Þeir
Szabó og Larsen skiptu svo á milli
sín 3. og 4. verölaununum og tel
ég þau hafa komið þar í réttan
stað, því að báöir sýndu þeir á-
gæta taflmennsku. Szabó virtist
þó heldur með daufara móti, sé
miðað við hin fjölmörgu jafntefli
hans, en þess ber að gæta, að
gæfan var honum heldur mót-
snúin, t. d. var hann óheppinn
að vinna ekki báðar jafnteflis-
skákir sínar við Reshevsky. Lar-
sen var „energiskur“ að vanda og
lét mótlæti það, sem hann hafði
um miðbik mótsins, lítið á sig fá.
Flestar skáka hans voru ágæta
vel tefldar og var hann vel að
vinningum sínum kominn. — 5.
sætið féll svo Yanofsky í skaut
og var hann áreiðanlega sá kepp-
andinn, sem mest kom á óvart,
því að honum var spáð neðsta
sætið fyrir mótið. Hann byggði
yfirleitt skákir sínar rólega upp,
en lét svo hart mæta hörðu, ef
andstæöingurinn gerðist nærgöng-
ull. — Um minn eiginn árangur
get ég sagt, að hann er ágætur
s KÁK 1