Skák


Skák - 15.01.1958, Qupperneq 6

Skák - 15.01.1958, Qupperneq 6
Guömundur A rnlaugsson: VANDTEFLD ERU HRÓKATAFLLOK Minnisstæð hafa mér lengi þótt lokin á 16. einvígisskák þeirra Al- jekhins og Euwes frá 1935. Stað- an er þessi: 1 Aljekhin hafði svart og leikar féllu á þessa leið: 1. — Ha2 2. Hf8f Kg2 3. Hg8f Kfl 4. Hf8i (Hh8, h3!) Kgl 5. Hg8t Hg2 G. Hh8 Hg3t 7. Ke4 h3 8. Kf4 Kg2 9. Ha8 Hf3f og Euwe gafst upp. En hvað er þá merkilegt við þessa leikjaröð? Hér eigast við tveir heimsmeistarar í tafllokum, sem mega teljast til frumatriða: hrókur og peð gegn hrók. Og þó leika snillingarnir af sér á vixl. Aljekhin missir af vinningi með fyrsta leik sínum, en Euwe glatar jafnteflinu jafnharðan úr hönd- um sér með svarleiknum. Eftir 1.-Ha2 2. Hh8! er skákin ekki nema jafntefli. Hinsvegar gat Al- jekhin unnið með því að leika 1. - h3, eins og rússneski tafllokasnill- ingurinn Grigorieff sýndi fram á. Vinningurinn er reyndar ekki fljótrakinn, því að möguleikarnir eru margir, ég læt nægja að rekja eina leið: l.-h3 2. Hf8t Kg2 3. Ke2 Kglt 4. Kel Ha2 5. Hg8t Hg2 6. Hf8! Hg7 7. Hflt Kg2 8. Hf2t Kg3 9. Kfl Ha7! og vinnur. Þetta litla dæmi sýnir ljósar en langt mál, hve erfið tafllok af þessu tagi eru. Þótt efniviðurinn sýnist fábreyttur og staðan ein- föld, leynast hætturnar þó alls staðar, eins og jarðsprengjur í óvinalandi. Og hætt er við, að einhvers staðar viðar sé pottur brotinn, úr því aö þetta getur komið fyrir á jökultindi frægðar- innar. Enda eru dæmin deginum ljósari, gömul og ný, nú síðast nokkur frá því magnaða móti i Wageningen. Þar kom fram þessi staða: 2 Clarke Hér má svarti kóngurinn ekki hreyfa sig; hins vegar geturhrók- urinn ekki haldið hvíta kóngin- um inni, hann hlýtur að komast út, alla leið til b6 og valda peðiö. Er nokkurt ráð til við því? Skákin tefldist á þessa leiö: 1. — Halt 2. Kf2 Ha2f 3. Kc3 Ha4 4. Kd3 og nú gafst Clarke upp — i jafn- teflisstööu! Það er að vísu rétt, að hann getur ekki hindrað það, að kóngurinn komist á b6, en hann þarf ekki annað en standa þá með hrókinn neðst á a-línunni og hrekja kónginn frá peðinu með skákum, leika hróknum síðan aftur á a-línuna! Annaö átakanlegt dæmi kom fyrir í skák tveggja Norðurlanda- búa í sama móti: 3 Lindbiom Hér urðu lokin þessi: 1. Kc3 Hxc7 2. bxc7 Kd7 3. Kc4 Kxc7 4. Kd5 e4 5. fxe4 fxe4 6. Kxe4 Kd6 7. Kf4 Ke6 8. Kff5 Kf7 og jafntefli. Hvað er athugavert við þetta? Litiö sem snöggvast á upp- hafsstöðuna og athugið, hvort þið finniö ekki betri leið en Finninn. Þriðja dæmið frá sama móti er afleikur af öðru tagi. Bent Larsen er ekki öfundsverður af tafli sínu gegn Clarke, hann á peði minna og lakari stöðu. En hann hefur hugsað sér að vinna peðið aftur, og Clarke gengur að því með glöðu geði, því að hann hefur séð ögn lengra fram. 4 Clarkc 4 S KÁK

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.