Skák


Skák - 15.01.1958, Side 7

Skák - 15.01.1958, Side 7
Framhaldið varð 1. Hd7f Hxd7 2. Hxd7+ Kb6 3. Hxh7? og nú geta sjálfsagt flestir fundiö leik Clarkes, er knúði Bent til tafar- lausrar uppgjafar. Fjórða dæmið frá Wageningen er enn af öðru tagi. Þar er ekki um að ræða afleiki, heldur fróð- lega og skemmtilega vinningsleið. Clarke kemur hér enn við sögu, hann hefur hvítt gegn Trifunovic. 5 Trifunovic Ciarke Tafllok með mislitum biskupum þykja oftast jafnteflisleg. Hér hefur svarti þó tekizt að nota frekingja sinn og biskup til þess að króa hvíta hrókinn inni, svo að hvítur er í allmiklum vanda. Hann má einkum gæta sín við tveimur hættum. Sú fyrri er að svartur fórni hróknum fyrir bisk- upinn, hirði peðið á d6 með kóng- inum og ryðjist síðan inn á hvít yfir e4 eða e4. Dæmi um þetta er framhaldið 1. Kd2 Hxf4 2. gxf4 Kxd6 3. Ke3 Kd5 og vinnur. En hvítur getur leikiö betur: 3. Hxc2 bxc2 4. Kxc2. Svartur nær þá að vísu andspæni úr fjarska með Kc6, en það nægir ekki til vinn- ings. Hin hættan er því alvarlegri, en hún er sú, að svartur láti hrók- inn gæta frelsingjans á d6 og ferðist með kóng sinn yfir c6-b5- b4 til a3 eða c3. Þá er hætt við að hvítur komist í þrot. Clarke tók því það ráð, er fleiri mundu hafa valið í hans sporum: hann fórnaði skiptamun til þess að losa hrókinn úr kvínni, í von þess að biskupinn og frelsinginn gætu haldið í horfinu gegn hróknum. Skákin tefldist á þessa leið: 1. Hxb3 Bxb3 2. Kxb3 Hd4 3. Kc3 Hdl 4. Kc4 Kc6 5. Be5 Hd2! 6. Bf4 Hd5 Nú verður kóngurinn að láta undan síga. Vinningsvon svarts er í því fóígin, að hann geti hrakið hvíta kónginn yfir á jaðar borðsins og komið hvít í leikþröng. 7. Kb3 Kc5 8. Kc3 Kb5 9. Kb3 Hd3+ 10. Kc2 Kc4 11. Be5 Hd5 12. Bf4 Hd4 13. Kb2 (13. Be5 Hd3 14. Bf4 Hd5 kemur í sama stað niður). 13. — Hd3 14. Kc2 Hd5 15. Kb2 Kd3 16. Kb3 Hb5+ 17. Ka4 Kc4 18. Ka3 Kc3 6 19. Ka2 Ila5+ 20. Kbl KL3 og hvítur gafst upp. Hvers vegna? Lítum aðeins á stöðuna. Hvítur á varla nema einn leik: 21. Kcl, en þá leikur svartur Hd5. Nú er hvítur í leikþröng og hlýtur að tapa. Snoturt bergmál getur kom- ið fram, ef hvítur leikur 19. Ka4 í stað Ka2 í þeirri stöðu, sem á myndinni sést. Þá svarar svartur aftur Hd5 og vinnur á sama hátt og fyrr. Snotur endir! Síðasta dæmið að þessu sinni eru nokkrir viðbótarþankar við tafliok, er birtust hér i tímaritinu fyrir nokkru: Botvinnik—Najdorf, 7. hefti Skákar, bls. 82. Ég býst við að fleirum en mér hafi þótt fróðlegt og skemmtilegt að sjá, hve léttilega og snoturlega Bot- vinnik vann þessi tafllok, en þau hafa síðar orðið tilefni talsverðra athugana og skrifa. Fyrst benti Aronin á nýjan varnarmöguleika, en Botvinnik sýndi vinningsleið gegn þeirri vörn í skýringum sín- um við skákina. Nýtt mat á mál- inu kom svo fram í langri grein Kopajeffs í rússnesku skáktíma- riti, þar sem hann finnur mikils- verða endurbót á vörn Aronins og kemst að þeirri niðurstöðu, að hvítur geti ekki unnið. Loks kem- ur yfirmat frá dr. Euwe, sem bendir á, að athuganir Kopajeffs hafi mikla fræöilega þýðingu, en finnur jafnframt nýja vinnings- leið fyrir hvít. Hér er ekki rúm til að rekja þessar athuganir nema i aöaldráttum, en þeir nægja þó til þess að sýna, að þessi tafl- lok eru langtum fróðlegri en menn óraði fyrir! Lítum fyrst á þá stöðu, er telja má vegamót í tafllokunum: 7 Najdorf Botvinnik Þessi staða kemur upp, ef svart- ur leikur 67.-Ha7!, eins og Ar- onin stakk upp á, í stað 67. - hx g5, eins og Najdorf lék. Þá rekur Botvinnik skákina til vinnings á þessa leið — hann notar hrókinn til þess að valda e-peðið frá hlið, en kónginn til þess að sækja síð- asta peð svarts: 68. gxh6 gxh6 69. Hb5 Hc7 70. Hb6 Hc5f 71. Kg6 Hg5+ 72. Kxh6 Hgl 73. Kh7 Hg2 74. h6 Ilgl 75. Kh8 Hg2 76. h7 Hgl 77. Hb8 Kxe6 78. Hg8 Hhl 79. Kg7 Hgl+ 80. Kf8 og hvítur vinnur. En víkjum nú að endurbót Kopajeffs. Hann vikur frá leið Botvinniks í 71. leik svarts: 71. — He5! 72. Kxh6 Kf6! 8 Hugmynd Kopajeffs er semsé sú, að nota kónginn og hrókinn saman til þess að króa hvíta S KÁK 5

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.