Skák


Skák - 15.01.1958, Blaðsíða 9

Skák - 15.01.1958, Blaðsíða 9
HVERJU MUNDIRÐU LEIKA? Nokkur dœmi um afleiki og leikfléttur frá mótinu í Wageningen i. Orbaan—Ivkoff Hvítur lék Bg2. Hverju svaraði svartur? II. Ivkoff—Kolaroff Hvítur opnaði sér hrókslínu með 1. a4 bxa4 2. Hxa4. En nú kom svartur honum i opna skjöldu. Hvernig? III. Svartur drap síðast peð á d5. En nú ásannast orð Nimzowitsch, að þeim sé flest fært, er ræður sjöundu röðinni. Hvernig vann hvítur? IV. Ivkoff var að fórna hrók á e3, andstæðing sínum og áhorfend- um til mikillar furöu. Lindblom hugsaði sig lengi um, en lagði ekki í að taka hrókinn. En hverju hefði Ivkoff svarað - fxe3? Reynið að finna framhaldið. V. Hánninen hugðist notfæra sér það, að drottningin hefur tveimur skyldum að gegna og lék 19. Bxd6. Hann taldi sig búinn að rekja mannakaupin nógu rækilega, en Szabó hafði reiknað dæmið öðru vísi og vann fljótt. Hvernig lék hann? VI. Svartur á leik. Hvað á hann að gera? VII. Stáhlberg—Donner Svartur á skiptamun yfir, en viðsjárveröa kóngsstöðu. Hann lék því síðast h5, til að hrekja ridd- arann burt. En hvítur vill eðli- lega fá eitthvað í staðinn fyrir skiptamuninn og vinnur nú 1 nokkrum leikjum. Hvemig varð áframhaldið? (Lausnir á bls. 12). S KÁ K 7

x

Skák

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.