Skák


Skák - 15.01.1958, Side 12

Skák - 15.01.1958, Side 12
SKÁK MÁNAfí AltlNS Eftir Ur. M. Euwc Þegar svæðiskeppninni í Wageningen lauk lögðu þeir þrir keppendur, er efstir urðu, af stað áleiðis til Bandaríkja Norður-Ameríku, til þess að reyna vopnfimi sína við þá gamalgrónu stórmeistara Res- hevsky og Najdorf; við Evans og Yanofsky, er telja má fulltrúa yngri kynslóðarinnar vestan hafs, og við júgóslafneska stórmeistarann Gligoric, sem ein- mitt nú á síðasta !ári hefur unnið athyglisverð af- rek. Ovenjulega fróðlegt og skemmtilegt mót! Vopnaviðskiptin urðu sízt ómerkilegri en vonir stóðu til. Reshevsky og Gligoric sigruðu eftir harða baráttu, og skiptu með sér fyrstu og öðrum verð- launum. Larsen og Szabó urðu jafnir i þriðja og fjórða sæti. Það kom nokkuð á óvænt, að Yanofsky varð fimmti og ofan við Priðrik Ólafsson, en þeir Najdorf og Evans ráku lestina. Einkar ánægjuleg er frammistaöa Yanofskys, hins geðþekka taflmeistara frá Kanada, er' sýndi það, að hann á fyllilega heima í þessum félagsskap. Najdorf og Evans brugðust að nokkru vonum, en báðir tefldu þó mjög vel á köflum. Friðrik Ólafsson fór vel af stað, í annarri umferð vann hann sigur á Reshevsky, sem annars má kalla nærri ósigr- andi, og um skeið var hann í fylkingarbroddi. En undir lokin lækkaði hann flugið; sennilega hefur ofþreytan gert honum grikk. Séu skákmótin í Wag- eningen og Dallas tekin í einu lagi, leikur enginn vafi á, að Friðrik Ólafsson verðskuldar nafnbót stórmeistara fyllilega. Yanofsky sýndi hvað í honum bjó þegar í fyrstu umferð: hann vann Friðrik í fallegri sóknarskák. íslendingurinn valdi afbrigði, sem er beggja handa járn, og til allrar óhamingju fyrir hann kom í ljós, aö einmitt þarna voru Yanofsky allar götur kunn- ar. Friðrik komst í meiri og meiri vanda, að lokum var kóngur hans að máti kominn og mátti hann þá gefast upp. Skák nr. 638. DALLAS 1957. Hvítt: Yanofsky. Svart: Friðrik Olafsson Sikileyjar-vörn. 1. e4 c5 2. Rf3 Rc6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 d6 6. Bg5 Nýjustu niðurstöður um Rauser- afbrigðið eru ekki sérlega hug- hreystandi fyrir svart. Af þeim sökum forðast ýmsir þessa leið og velja heldur kerfi Najdorfs. 6. — e6 Aðrir leikir koma varla til greina. 7. Dd2 Þessi liðsskipan er væn- legust til árangurs. 7. — a6 Líklega er öruggasta leiðin 7. - Be7 8. O—O—O 0—0 9. f4 Rxd4. 8. 0—0—0 Bd7 9. f4 Hc8 Þessi leikur er lítt reyndur enn, þó virð- ist hann ekki betri en 9. - h6 10. Bh4 Rxe4 eða 9. - Be7 10. RÍ3 b5, en þessar leiðir eru báðar þaul- kannaðar. 10. Rf3 Þetta er heppilegasta leiðin: ógnunin e4-e5 er óþægileg fyrir svart. 10. — Da5 í fréttablöðum móts- ins mælir Kashdan með 10. - Dc7. Lítum á tvo möguleika: 1) 11. e5 dxe5 12. fxe5 Rd5 (12. - Rxe5? 13. Rxe5 Dxe5 14. Bxf6 og vinnur) 13. Rxd5 exd5 og svartur heldur sínu (14. Dxd5? Rb4!). 2) 11. f5 Be7 12. Bxf6 Bxf6 13. Dxd6 Dxd6 14. Hxd6 Bxc3 15. bxc3 Ke7 og meirpeð hvits hefur ekki mikið gildi. 11. Kbl Ekki ber 11. e5 árang- ur, vegna Il.-Rb4! (Il.-dxe5? 12. Bxf6 og vinnur mann) og nú: 1) 12. exf6 Hxc3 13. Rd4 Ha3! og svartur nær sókninni. 2) 12. a3 Re4! (Kashdan) 13. Rxe4 Hxc2f 14. Dxc2 Rxc2 15. Kxc2 dxe5 og horfurnar eru betri hjá svarti. 11. — b5 Samkvæmt áætlun, en hún virðist full djörf. Reyndar er vafamál, hvort svartur á völ á betra; 11. - Rb4 svarar hvítur einfaldlega með 12. a3. megnugir, eins og komið hefur í ljós í nýlegum skákum frá Sovét- ríkjunum. 12. — b4 Eina ráðið til þess að komast hjá því að verða liðfærri þegar í stað; t. d. 12. - Rd5 13. Rxd5 Dxd2 14. Hxd2 exd5 15. Hxd5 Be6 16. Hd2! og hvítur held- ur sínu peði yfir. Ennfremur strandar 12,- dxe5 á 13. Bxf6. 13. exf6 bxc3 14. fxg7 Bxg7 Um þennan leik hugsaði Friðrik rúmlega hálftíma. Skák milli Ly- mans og Minevs á stúdentamót- inu í Uppsölum 1956 hélt áfram á þessa leið: 14. - Hb8 15. Bc4? Hxb2t 16. Kal Hxa2t 17. Bxa2 Rb4 og hvítur gafst upp. Siðar hefur komið í ljós, að hvítur átti að leika 15. b3! (í stað Bc4?). Þá er svartur með tapaö tafl eða þar um bil, t. d. 15. - Bxg7 16. Dxd6 Hb7 17. Re5! Bxe5 18. fxe5 Dxe5? 19. Dxc6! Svipað ber á góma i skákinni sjálfri. 15. Dxd6 Hc7 16. Re5! Góður leikur á réttri stundu. 16. — Bxe5 Nærri því tilneydd- ur, t. d. 16. - Bf8 og nú: 1) 17. Rxc6? Db6! og svartur vinnur. 2) 17. Rc4! Þá verður svartur að skipta drottningum, en tafl- !□ SKÁKÍ

x

Skák

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.