Æskulýðsblaðið - 06.03.1949, Page 1

Æskulýðsblaðið - 06.03.1949, Page 1
ÆSK U LY3SBLADIÐ I. árgángur Sunnudaginn 6. marz 1949 1. tölublað Hvað er Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju? Hvað er Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju? Þannig kann einhver að spyrja, sem ekki þekkir þá starfsemi, sem félagið hefir með höndum. — Æskulýðsfélagið er byggt á ferm- ingarheiti hinnar íslenzku kirkju, en það heit er þannig orðað: ,,Ég lofa því af fremsta megni, að hafa Frelsarann Jesúm Krist að leiðtoga í lífi mínu.“ Af þessu leiðir, að ekki eru aðrir félagar í Æskulýðsfélaginu en þeir, sem hafa fermst. Og af þessu heiti er það augljóst mál, að félagið byggir starf sitt á Frelsaranum Jesti Kristi. — Hann er leiðtogi félagsins, og kross,- merkið hans er sigurtákn þess. Oft verður það svo, að æskan lætur kristin- dóminn á hilluna eftir ferminguna, lífið í Kristi verður ekki raunverttlegt, heldur að- eins eitthvað, sem geymist í minningunni um hátíðlega fermingarathöfn og fagrar gjaf- ir. — Æskulýðsfélag Akureyrarkirkju vill sporna við því, að svo verði á þeim stað, sem það starfar. — Æskulýðsfélagið vill að ferm- ingin verði upphafið á þróttmiklu og raun- verulegu kristindómslífi þeirrar æsku, sem hefir unnið heit sitt. — Æskulýðsfélagið vill að Kristur móti allt hugsana- og athafnalíf æskunnar, ekki síður eftir ferminguna en á meðan hún stendur yfir. — Æskulýðsfélagið vill að æskan ræki trú sína, en ekki aðeins játi hana á heilagri og hátíðlegri stund. — Æskulýðsfélagið er því eins konar framhald fermingarinnar, sem á að vara á meðan æfin endist. Hin heilaga glóð hverrar þjóðar er æskan, sem á að taka á móti og ávaxta arf hennar. — í voru landi er mikið kapp á það lagt, að gera hana hæfa því köllunarstarfi. En æskan lifir á hugsjón sinni, ef hugsjónin kulnar, þá fjar- ar tit máttur hennar. Engin hugsjón æsku- mannsins er jafn glæsileg og göfgandi eins og sú að vera höndlaður af Kristi. Sti httg- sjón er fyrst og fremst bundin við hið eilífa líf, en hefir jafnframt áhrif á hið daglega líf og notar það á hinn ákjósanlegasta hátt. Þessi hugsjón er borin uppi af hverjum sönnum æskttlýðslélaga. — Fyrir þessa hugsjón vill Æskulýðsfélagið lifa og starfa. -------- Hvítblái Kristsfáninn Engir litir eru svo einkennandi fyrir ísland sem blátt og hvítt. Er þar átt við „eyjuna hvítu“ með bláa hafið allt í kring og hinn bláa him- in öll-u yfir. — Enda var það svo, að íslenzki fártinn álú upphaflega aðeins að hafa þá tvo liti. N ú hefir verið gjörður bláhvítur fáni með krossmerki Krists, eins og myndin hér sýnir. Er ætlunin sú, að þessi fáni verði félagsfáni þessa fé- lagsskapar, sem á Frelsarann Krist að leiðtoga og vill leiða merki hans til sigurs i hinu bláhvíta umhverfi, sem vér byggjum. Þakkir til bæjarstjórnar Nokkrir góðir borgarar hér í þessum bæ hafa sýnt Æskulýðsstarf- seminni kærkominn stuðning með nokkrum gjöfum til félagsins. Fyrir þær gjafir vill félagið þakka. Einnig hefir bæjarstjórn Akur- eyrar látið félaginu í té styrk til þess að standast hin nauðsynlegustu út- gjöld, sem hafa verið mikil í sam- bandi við prentunarkostnað undan- farið ár. Fyrir þetta viljum vér þakka bæjarstjórninni af heilum huga. Það er vissulega mikill styrk- ur fyrir starf vort, að finna áhuga og fórnarhug einstakra manna og bæjarfélagsins á þvr, sem vér erum að vinna að og starfa fyrir.

x

Æskulýðsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Æskulýðsblaðið
https://timarit.is/publication/2044

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.