Kosningablað Sjálfstæðismanna - 14.07.1933, Síða 1

Kosningablað Sjálfstæðismanna - 14.07.1933, Síða 1
l.Ak. y >AoAl’ I \n i f* n (' f. í) \A J fj &* \y % ,L Kosningablað Sjálfstæðísmanna. Seyöisfiröi, 14. júlí 1933. Kveðja til Seyðfirðinga. Þegar ég kem hingað til Seyð- isfjarðar til þess að bjóða mig fram sem þingmannsefni fyrir kaup- staðinn, er það af ýmsum ástæð- um. — Fyrsta ástæðan er sú, að ég tel að stjórnmálalíf okkar íslendinga sé orðið svo rotið og spilt í hönd- um svonefndra framsóknar- og jafnaðarmanna, aö það sé skylda hvers þess, er.telur sig geta ein- hverju um bætt, að gera sitt ítr- asta til þess að koma í veg fyrir algjöra eyðileggingu þjóðfélagsins, bæði fjárhagslega og siðferðislega, en það myndi afleiðingin ef sjálf- stæðismenn fá ekki tækifæri til þess að taka við stjórn landsins. Önnur ástæðan til þess að ég býð mig fram og að ég geri það hér á Seyðisfirði er sú, að mér er Seyðisfjörður kærastur af öllum stööum á landinu. — Eins og menn munu vita, er ég fæddur og uppalinn á Seyðisfirði. Á meðan ég dvaldi þar var alt með feldu og atvinnulíf í blóma, þótt það síðar lenti í hina mestu niðurlægingu, sem nú er þó von- andi að ræíast úr. — Ástæðurnar til niðurlægingar Seyöisfjarðar eru nokkuð margar, en þó aðallega þrjár. — Fyrstu tvær ástæðurnar eru ein- göngu löggjafarvaldinu að kenna. Á bernskuárum mínum var hinn mesti blómi bæði í sjávar- og sveitaverslun Seyðfirðinga. — En svo tók löggjafarvaldið sig til og samþykti að Ieggja akveg úr héraði niður á Reyðarfjörö, sen: þá var að mestu óbygð, og kipti þannig sveitaversluninni alveg úr höndum Seyðisfjarðar. — þrátt fyrir þetta blómgvaðist Seyðisfjörður — aðallega fyrir fiskkaup af erlendum botnvörp- ungum og verslun við skip. þessum atvinnumöguleika var kipt burtu með fiskiveiðalöggjöf- inni áriö 1922. — Það þriðja, sem að mínu áliti hefur hamlað aö mjög miklu Ieyti eðlilegu atvinnulífi á Seyðisfirði, er hinn æðisgengni rógur Alþýðu- blaðsins og Tímans um hann og stærstu atvinnurekendnr þar og þær illgjörnu og heimskulegu að- farir, sem hafðar voru um hönd í sambandi við lokun og uppgjör íslandsbanka. Það er ekki von, að staður sem eins látlaust hefir verið rægður, sé eftirsóknarverður fyrir menn til að leggja þar fram fé sitt eða starfs- krafta. í mínum augum er Seyðisfjörð- ur einn af þeim stöðum á land- inu, sem hefur best skilyrði frá náttúrunnar hendi tll þess að þar i geti verið almenn hagsæld, og það hefur altaf verið draumur minn, að geta lagt verulegan skerf til þess að svo geti orðið. — Nú á síðustu tímum og þá að- allega á síðasta þingi er þó svo að sjá, að augu löggjafarvaldsins séu að nokkru leyti að Ijúkast upp fyrir því, hve Seyðisfjörður hefir verið afskiftur af þess hálfu og var veitt nokkur upphæð til ak- vegar yfir Fjarðarheiði og ábyrgð- arheimild fyrir láni til síldarverk- smiðju. — Þetta hvorttveggja komst í gegn fyrir ákveöinn stuðning sjálfstæðisflokksins. — En við þetta er það að athuga, að fjárveitingin til Fjarðarheiðar- vegsins er sáralítil og ónóg og við ábyrgðarheimildina til síldarverk- smiðjunnar bundinn sá baggi um ábyrgð bæjarsjóðs, að óvíst er hvort rétt er að leggja út í fyrir- tækið á þessum grundvelli. — Ef laglega hefði verið á málun- um haldið af hálfu þm. Sf. má mikið vera ef ekki hefði verið hægt að komast hjá þessu, eða a. m. k. fá ábyrgðina til muna tak- markaða, því frekar sem ríkið hef- ur án allrar utanaðkomandiábyrgð- ar reist síldarverksmiðjuna á Siglu- firði og nú keypt aðra. — Þar sem sjáanlegt er að jafnað- armenn hljóta að verða — eftir að stjórnarskráin hefur verið sam- þykt — áhrifalaus flokkur á al- þingi, því engar líkur eru til að hann ásamt Hrifluarmi Framsókn- arflokksins verði þess máttugur að mynda stjórn, — álít ég að ég hefði mörg skiiyröi til þess að geta haldið fram hagsmunamálum Seyðisfjarðar á þingi og utan þings, ef Seyðfirðingar sýna mér það traust, að kjósa mig sem þing- mann sinn. — Ldrus Jóhannesson. Kaflar ur frumræðu Lárusar Jóhannessonar á kjósendafundi 10. júlí 1933. Þá vil ég fara nokkrum orðum um fjárhagsmálin og fjármála- stjórnina, því að þessi mál eru á öllum tímum þýöingarmestu mál hverrar þjóðar. — Til samanburöar og yfirlits er fróðlegast að taka fjármálastjórn- ina á tímabilinu 1924—1927, þeg- ar Sjálistæðisflokkurinn fór með völd og hafði Jón Þorláksson sem fjármálaráðherra annarsvegar, og hinsvegar tímabilið frá 1928—1931 þegar Framsóknarmenn fóru með völd með stuðningi jafnaðarmanna. Skal þá fyrst lýst fjárhagsástandi ríkisins eins og það var í árslok 1923, en þá var fjármálaráðherr- ann Framsóknarmaður og Fram- sókn bar ábyrgð á fjármálunum. (Magnús Jónsson frá 2/s 1922— 18/í 1923 og Klemens Jónsson frá 181* 1923 til 22 js 1924 = 2 ár og 2 mán.). — Ástandið var þá þannig: Verk- legar framkvæmdir ríkisins voru með öllu stöðvaðar. í ríkissjóði voru um 60 þúsund krónur eða 2ja daga þarfir í þá daga. Skuldir ríkissjóðs voru um lSmiljónirog 62 þúsund krónur, þar af lausa- skuldir 4,5 miljónir, þ. e. skuldir, sem fallnar voru í gjalddaga og ríkissjóður gat ekki greitt. — Oþ- inberir sjóðir, þ. á m. landhelgis- sjóður voru uppjetnir og fjármála- ráðherra varð að vera á þönum til þess að útvega smálán til dag- legra útgjalda. — En þrátt fyrir þetta ástaud virt- ist svo sem að Framsóknarflokk- urinn hefði ekki hugmynd um hverni komið var. — Fjérmála- ráðherrann (KI. J.) sagði í þing- ræðu að tapið á ríkisbúskapnum árin 1920—1923 væri 51/*—81/* miljón krónur, eftir því, með hvaða tölum væri reiknað. — En það sýndi sig nokkru síðar, þegar Jón Þorláksson tók sig til og gerði upp fjérhagsafkomu áranna, að hvorug þessi tala var nálægt hinu rétta, því að tapið nam kr. 11.301.- 603,00. Þetta var viðskilnaður fyrri Framsóknarstjórnarinnar við fjár- mál ríkisins í árslok 1923. í ársbyrjun 1924 tók Jón Þor- láksson við fjármálastjórn ríkisins og hafði hana á hendi fram í ágúst 1927. — Á þessum 4 árum urðu tekjur ríkissjóðs samtals kr. 53.460.000, eða að meðaltali á ári ca. 13 milj. 365 þús. kr. Af þessum tekjum var 8.4 milj. varið til skuldagreiðslu og sjóðs- aukningar, svo að skuldir ríkissjóðs lækka úr 18.1 miljón niður í 11.3 miijónir og sjóðseign hækkar úr 1.7 miljón og upp í 3.3 miljónir, eða um 1 miljón og 600 þús. kr. — En sjóðseignin breyttist að auki eigi alllítið við það, að nú voru f sjóði eigi annað en pen- ingar eða bankainneignir, í staö þess aö sjóðseignin áður voru kvittanir fyrir útborgunum sem síðar áttu að greiðast, en sem höfðu verið greiddar fyrirfram af pólitískum ástæöum. — Til annara útborgana en afþorg- ana af skuldum var því eytt ll1/* miljón kr. árlega að meðaltali og hagur ríkissjóðs batnaöi um 8 milj. og 400 þús. kr. og vextir af ríkisskuldum leekkuöu úr 1239 þús. kr. árið 1924 niður í 701 þús. kr. árið 1927. — Þó höfðu tollar verið Iækkaöir, svo sem 25% gengisviðaukinn á vörutollin- um, sem var afnuminn, og lækk- aðir tollar á nauðsynleguin fram- Ieiðsluvörum, svo sem kolum, salti og olíu, og meira var variö til verklegra framkvœmda m nokkru sinni áður. Þessa meðferð á fjármálum rík- isins launuðu kjósendurnir þannig, að veita andstæðingum Sjálfstæð- ismanna — Framsóknarmönnum og jafnaðarmönnum — sigur f kosningunum 1927. — Ráðuneyti Jóns Þorlákssonar hlýddi að sjálfsögðu skipun kjós- enda og sagði af sér, og til valda kom Framsóknarflokkurinn með stuðningi jafnaðarmanna. — Aðkoma Framsóknarflokksins að fjármálunum var glæsileg. — ( kosningarbaráttunni hafði hann lofað Iækkun skatta og lækkun skulda og að gæta hins ítrasta sparnaðar við rekstur þjóðarbús- ins. — En flokkurinn var ekki búinn að sitja lengi við stjðrn, þegar þaö sýndi sig, að öil hans góðu kosningarloforð höfðu frekar ver- ið gefin til þess að afla kosninga- fylgis, en til þess að ætla sér að standa við þau. — Eitthvert fyrsta verk hans á því þingi, sem hann ásamt jafnaöar- mönnum hafði meirihluta, var að leggja á þjóðina nýja skatta, sem sé verötoll og koiatoll, sem nému á aðra miljón króna. Nú komu 3 einstök góðæri í röð, svo að ríkistekjur fóru lang- samlega fram úr áætlun fjárlaga. Ríkistekjurnar 1928—1930 námu kr. 47.865.254,00, eða að meðal- tali kr. 15.995.085, en í fjárlög- um höfðu þær verið áætlaðar kr. 35.264.000,00. — Stjórnin fékk því til umráða á þessum 3 árum utnfram það, sem fjárlög gerðu ráð fyrir, 14 miljónir og 600 þús. krónur. Nú hefði mátt ætla, að þessar verulegu umframtekjur nægðu til þess aö greiða verulega af göml- um skuldum, til þess að halda uppi sæmilegum ríkisbúskap, og umfram alt til þess að verjast al- gjörlega nvrri skuldasöfnun. En hver varö útkoman? /

x

Kosningablað Sjálfstæðismanna

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kosningablað Sjálfstæðismanna
https://timarit.is/publication/2046

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.