Kosningablað Sjálfstæðismanna - 14.07.1933, Qupperneq 3
ekki ríkisstjórn, heldur flokks-
stjórn framsóknar og jafnaðar-
manna. —
Fylttu hlutdrœgni var beitt í
embæítaveitingum. — Nægir í því
sambandi að benda á veitingu
sýslumannsembættanna í Baröa-
strandarsýslu og Snæfellsnessýslu,
rektorsembættisins við Mentaskól-
ann, skólastjórastarfans við nýja
Barnaskólann í Reykjavík, svo að
ekki séu nefnd önnur eins hneixl-
ismál og skipun Áfengisverslunar-
forstjórans, útvarpsstjórans og
bankastjóra Útvegsbankans.
í einu og öllu höfðu flokks-
menn og stuðningsmenn stjórnar-
innar forgangsrétt til allra hlunn-
inda, og bitar og bein voru óspart
réttir að þeim undir ótrúlegasta
ylirskyni, t. d. utanfararstyrkur
Magnúsar Torfasonar og Halldórs
Kr. Júlíussonar og 2000 krónur
sem réttar voru að Gísla Guð-
mundssyni ritstjóra, til undirbún-
ings kvikmyndalöggjafar.
Það var orð'n atvinna að fylgja
stjórninni og átti þetta má'alið
ekki litinn þátt í þeirri atkvæða-
aukningu, sem flokkurinn fékk.—
En andstæðingarnir — þeir voru
ekki einasta útilokaðir frá eðlileg-
um störfum og embættum í þágu
þjóðfélagsins og að saklausu rekn-
ir úr embættum og sýslunum,
heldur voru þeir bókstaflega oft-
lega ofsóttir á alla enda og kanta.
„Réttvísin" svokallaða, ákæru-
valdið — nauðsynlegasta, en um
leið hættulegasta vald hvers þjóð-
félags — var nú tekið í flokks-
þjónustu á svipaöan hátt og á sér
stað í Rússlandi.
Jafnframf því, sem hlífiskildi var
haldið yfir grófustu glæpum flokks-
manna (t. d. sjóðþurðarmálið á
Vífilsstöðum, sjóðþurðarmálið við
Áfengisverslunina í Hafnarfirði,
vörufals og svikamál Áfengisversl-
unarforstjórans, hnuplmál útvarps-
stjórans, svo að aðeins séu nefnd
nokkur þekt dæmi), var þessari
gæsalöppuðu „Hrifluréttvísi“ sigað
á saklausa andstæðinga. — Nægir
að benda á Shellmálið, málið gegn
föður mínum, læknamálin, Behr-
ensmálið, Kvöldúlfsmálið o. fl. og
altaf vildi það svo til, að ef hinn
reglulegi dómari hafði ekki þegið
embætti af Hrifluréttvísinni, eins
og t. d. lögreglustjórinn í Reykja-
vík, þá var skipaður sérstakur
dómari í málinu, sem ekki einasta
fákk konunglega borgun fyrir
málsmeðferðina, heldur sem þar
að auki stóð í þakklætisskuld við
Hrifluvaldiö.
Sem betur fór var minna skaö-
ræði aö þessu en til var stofnað,
vegna þess, að tekist hafði að búa
«vo um lokadómstól þjóðarinnar,
Hæstarétt, að töf varð á því, að
honum, frá því aö vera einasti
öryggisventill þjóðfjelagsins, yröi
breytt í flokkstæki Framsóknar-
manna.
Það vantar þó ekki, aö tilraun-
ir hafi verið gjörðar margar og
miklar í þessa átt, enda heföi það
verið lokahjallinn í einræðisbrölti
Jónasar frá Hriflu, ef honum hefði
tekist að veikja sjálfstæði Hæsta-
réttar. —
Þing eftir þing kom hann fram
með frurnvarp sem miðaði í þá
átt, að gera æösta dómstól þjóö-
arinnar að ósjálfstæöu verkfæri í
höndum ráðandi stjórnar og vlð
lá að honum tækist það með til-
styrk jafnaöarmanna. —
En þá gripu hans eigin flokks-
menn, Jón frá Stóradal og Guð-
mundur í Ási í taumana og björg-
uðu sjálfstæði réttarins og um
Ieið íslandi frá að verða skrílland.
Jafnhliða tilraunum sínum tfl
þess með lögum að gera dóms-
valdið að undirlægju framkvæmda-
valdsins, hófu blöð Framsóknar-
manna hinar grimmilegustu árásir
á Hæstarétt, sem auðvitaö berg-
máluðu í blððum jafnaðarmanna.
En þó kastaði fyrst tðlfunum,
þegar sjálfur dómsmálaráðherrann
leyfði sér úr ráðherrasæti að ráð-
ast á æðsta dómstól þjóðarinnar
og meðlimi hans og bera þeim á
brýn rangdæmi, aö þeir litu póli-
tiskum augum á mál þau, er fyrir
þá \orulögð o. s. frv.
Allir lögfræðingar óska þess, að
Hæstiréttur verði styrktur meö
mannfjölgun. Þeir óska einnig
margir annara smábreytinga á fyr-
irkomulagi hans, t. d. opinber
dómsatkvæði o. fl.
En ef það verður samþykt, verð-
ur líka að verja rétiinn og dóm-
ara hans fyrir órökstuádum og
ófaglegum árásum.
Engin verk eru eins vanþakklát
og vandasöm eins og dómara-
starfið. — Aðiljar eru altaf 2 eða
fleiri og venjulegn trúa þeir á að
málsstaður þeirra sé réttur.
Ég hef flutt mikið á annað
hundrað mál fyrir Hæstarétti og
unnið og tapað á víxl. En mér er
óhætt að fuilyrða það, að ég hef
aldrei haft ástæðu til þess að ef-
ast um að dómararnir dæmdu
eftir bestu vitund og þekkingu.
Og ég get bætt því við, að þeg-
ar ég seinna eftir bardagann hef
rifjað upp þau mál, sem ég hefi
tapað, hef ég venjulega séð að ég
hefi litið of einhliöa á málið, en
dómur réttarins verið réttur.
Mitt álit skiftir auðvitað litlu
máli, og þori ég þó óhræddur að
leggja mína þekkingu á lögum á
móti hverjum einasta af þeim rit-
höfundum, sem mestu aurkastinu
hafa varpað og mest að því unn-
ið, að grafa undan virðingu rétt-
arins. —
Ég veit aö „kollegar" mínireru
sömu skoðunar. Einróma fundar-
samþykt er til fyrir því.
En þaö sem mestu er um vert
er það, að Hæsúréttur nýtur rnik-
ils og verðskuldaðs trausts eriend-
is, þrátt fyrir alt aðkastið.
í sambandi við bresk-íslenska
samninginn í vetur var því opiri-
berlega lýst yfir af ensku stjórn-
inni, að Hæstiréttur nyti fylsta
trausts hennar og s. 1. vetur dæmdi
rétturinn í mjög vandasömum
málum, sem ég flutti, þar sem ís-
lenskir og danskir hagsmunir ráku
sig verulega á (Tang & Riis málin).
Ég vann þau mál gegn hagsmun-
um Dana og nú hefur komið fram
uppástunga frá Dönum um að af-
gera slík mál milli Norðurlanda.
með ríkjasamningi, eftir þeim lín-
um, sem Hæsriréttur þar dró upp.
— Ég er nú orðinn ærið lang-
orður, enda er miklu af að taka.
Því þaö gildir einu, frá hvaða
sjónarmiði litið er á stjórnarfar
Framsóknai og jafnaðarmanna.
Það hefir í öllum greinum orðið
þjóðinni til ósóma og skaða, og
það er ekki ofsagt þótt sagt sé
að meginþungi þeirrar kreppu,
sem nú rlkir hér á landi, eigi
beinlínis rót sína að rekja til fjár-
málaóstjórnar Framsóknar og
jafnaðarmanna.
—o—
j Við þessar kosningar eiga kjós-
endur að velja um það, hvort þeir
yilja heldur sterka og gætna rík-
isstjórn Sjálfstœðismanna, eða
vanmáttuga og óhæfa flokksstjórn
Framsóknar, ef til vill studda jafn-
aðarmönnum.
Ég segi vanmáttuga Framsókn-
arstjórn, því ég býst viö því, að
það yröi erfitt fyrir Framsókn að
mynda stjórn, þótt svo ótrúlega
tækist til, að hún kæmi með
hreinum meirihluta út úr kosn-
ingunum, og tæplega myndi það
auka starfhæfni hennar, ef hún
þyrfti að kaupa stuðning jafnað-
armanna.
Framsóknarflokkurinn er svo
sundurleytur og innbyrðis andvíg-
ur, að sérhver stjórn, sem hann
reyndi að tiidra upp, væri and-
vana fædd. — Flokkur, sem hat-
ast og rífst innbyrðis, er á falianda
fæti og það mun sýna sig við
þessar. kosningar, jafnvel þó að
hann hafi meira og minna kosn-
ingabándalag við jafnaðarmenn í
sumum kjördæmum.
Ef athugaðar eru gjörðir síðasta
þings, sést það, að enda þótt Fram-
sóknarflokkurinn vegna hinnar
ranglátu kjördæmaskipunar og
ótrúlega sniðugra kosningabeitu,
hafi haft meiri hluta þings eða
23 þingmenn, en Sjálfstæðisflokk-
urinn aðeins 15 þingmenn, pá
hafa Sjálfstæðismenn þó komið
fram hverju stórmálinu á fætur
öðru i þinginu — og það jafnvel
þeim málum, sem Framsókn not-
aði sem átyllu til þingrofsins 1931.
Fyrsta þrifaverkið var að koma
Jónasi Jónssyni frá Hriflu úr rík-
isstjórninni og þar með stöðva þá
spillingu, hlutdrægni og fjársóun,
sem þeim manni fylgir trúrra en
hans eigin skuggi. —
Þá var stjórnarskrármálið leitt
til Iykta við sæmileg málalok,
þrátt fyrlr öll stóryrði Framsókn-
armanna við kosningarnar.
Þá var samþykt frumvaip um
virkjun Sogsins, nákvæmlega eins
og það var borið fram af Sjálf-
stæðismönnum 1931, nema að nú
er frjálst, hvort Efra eða Neðra
Sogið er virkjað. — Við kosn-
ingarnar 1931 var þetta mál stór-
kostlegt árásarmál af hendi Fram-
sóknarflokksins á Sjálfstæðisfnenn
og þótti svo miklu skifta að hefta
framgang þess, að jafnvel þótti
nauðsynlegt að rjúfa þing til þess.
Um ríkislögregluna má segja
það, að hún sé komin á fyrir til-
styrk jafnaðarmanna og kommun-
ista, því að eftir hamfarir þeirra
á bæjarstjórnarfundinum í Reykja-
vík 9. nóv. s.l. gat engum lengur
dulist það, sem Sjálfstæðismönn-
um var ljóst frá upphafi, að eitt-
hvert vald verður að vera til þess
nú halda uppi lögum og reglum
í ríkínu þegar mest á reynir, þ. e.
þegar óeirðir eru svo almennar,
að hin reglulega Iögregla fær eigi
rönd við reist. —
Lausn kreppumálanna á síðasta
þingi gefur ekki tilefni til sérstakra
deilna — þar voru ailir flokkar
sammála, nema helst um það,
hvort stjórn sjóðsins skyldi heldur
gæta hagsmuna bændanna sjálfra,
eða skuldheimtumanna þeirra.
Sambandið vildi fá stjórn sjóðs-
ins í sínar hendur, en Sjálfstæðis-
menn björguðu því með aðstoö
Ásgeirs Ásgeirssonar og Tryggva
Þórhallssonar, sem nú voru sjálf-
ir farnir að óttast skuldahelsisvald
Sambandsins. — Eg hygg að lausn
sú, er fékst, sé eftir atvikum sú
skásta, sem völ var á, þótt mér
ekki dyljist hitt, að útgáfa kreppu-
lánsbréfanna sem í raun og veru
eru ekki, eflir ákvæðum þeim, sem
um þau gilda, annað enn rentu-
berandi seðlar, geti liqvidikt bank-
anna, og þá sérstaklega Lands-
bankans, í allverulega hættu.
—o—
Að lokum vil ég geta þess, sem
raunar allir vita, að Sjálfstæðis-
flokkurinn er einasti landsmála-
flokkurinn, sem nú er hér á landi.
Hinir flokkarnir eru stéttaflokkar
— flokkar, sem eru að reyna að
skapa stéttamuninn eftir erlendum
fyrirmyndum og skara eld að sín-
um flokksmönnum. Með þessu er
þó ekki sagt að þeir vinni þessum
„stéttum" nokkuð gagn, ogreynsl-
an virðist sýna það, að meiri
áhersla sé lögð á hagsæld og vel-
liðan foringjanna, en hinna óbreyttu
liðsmanna.
Þessir flokkar — eða réttara
sagt foringjar þeirra, vilja slíta
einstakar stéttir þjóðfélagsins út úr
eðlilegu samhengi þeirra við þjóð-
félagsheildina, en Sjálfstæðisflokkn-
um er ljóst, að eins og manni
getur því aðeins liðið vel, að all-
ur líkaminn sé hraustur, eins er
Þeð nauðsynleg undirstaða farsæls
þjóðfélags, að öllum einstaklingum
þess líði vel, hvaða nauðsynja-
vinnu sem þeir vinna í þjóðfélag-
inu. —
Þessvegna berst Sjálfstæðisflokk-
urinn fyrir samstilling og velferð
allra stétta þjóðfélagsins. Enda er
ekki nokkur sú stétt til innan þess,
hvert sem litið er, aö hann eigi
ekki fleiri eða færri stuðningsmenn
innan hennar.