Palestína - 01.07.1975, Síða 3
°> 5 - ■>/ PALESTlNA IXI
Hvernig hefur svo alþýða Palestínu
sýnt vilja sinn til að styrkja PLO?
Við sjáum greinilega stuðning Pal-
estínuaraba við PLO ef við lítum á
starfsemi þeirra sarrfaka og flokka,
sem Palestfnumenn hafa stofnað.
Slík samtök eru:
t Fjöldasamtök: Hagsmunasamtök,
sem grundvallast á atvinnu og ann-
arri hópamyndun, s.s. verkalýðs-
félög, kvenfélög, stúdentasamtök,
listamannasamtök o. s. frv.
t Andspyrnuhreyfingar, sem virkja
pólitíska og hernaðarlega virkni
palestínsku alþýðunnar.
Félagar palestínsku fjöldasamtak-
anna kjósa leiðtoga sína í frjálsum
kosningum. Sérhagsmunir fjöldasam-
takanna eru settir fram milliliðalaust
á þjóðþingi PLO. Þessi samtök
senda reglulega á þingið sendinefnd-
ir, en fjildi fulltrúa fer eftir stærð
samtakanna. Uppbygging allra sam- .
taka palestínsku alþýðunnar gefur
þeim sérstakt mikilvægi þar sem þau
gefa ljósasta heildarmynd af vilja
palestfnsku þjóðarinnar. Öll þessi
samtök hafa lýst yfir, að "PLO eru
eini lögmæti fulltrúi Palestfnuaraba,
hvar sem þá er að finna".
Palestínsku andspyrnuhreyfingarnar
eru skipulagðar sem hernaðarlegt og
pólitískt afl palestínsku alþýðunnar.
Sameinuðu þjóðirnar hafa viðurkennt
grundvallarlegan rétt Palestínuaraba
til vopnaðrar baráttu. A 28. þingi
Sþ var samþykkt ályktun nr. 3070,
en itvö af sex atriðum hennar hljðða
svo:
2.atriðj : "Allsherjarþingið ítrek-
ar einnig rétt baráttu alþýðunnar
fyrir frelsi undan erlendri kúgun og
nýlendukúgun og samsvarandi
ástandi með öllum tilrækum ráðum,
og þar með talið vopnaðri baráttu."
6»atriði : "Allsherjarþingið for-
dæmir allar ríkisstjórnir, sem
eldci styðja réttinn til sjálfsákvörð-
unar og sjálfstæðis þjóða, einkum
þjðða Áfríku sem enn búa við ný-
lendukúgun, og palestínsku þjóðar-
innar."
Palestínsku andspyrnuhreyfingarnar
hafa tekið þátt f starfsemi PLO frá
upphafi, en þátttaka þeirra varð
formleg á 4. þjóðþingi Palestínu í
júlí 1968. Allar andspyrnuhreyfing-
arnar, sem taka þátt í starfsemi
PLO hafa lýst yfir stuðningi við þjóð-
arsáttmála palestínsku þjóðárinnar
og grundvöll PLO.
FRAMHALD A BLS. 11
Ösigur Araba f stríðinu 1967 hafði
gífurleg eftirköst meðal Palestínu-
araba. Með honum brustu endanlega
vonir margra Palestfnuaraba um að
Arabaríkin myndu frelsa heimaland
þeirra undan síonismanum, og þeir
lærdómar, sem frelsishreyfingarn-
ar drðgu af ósigrinum, léiddu til
deilna um hvaða bardagaaðferð
skyldi beitt, Annars vegar voru
þeir sem ekki vildu breyta um bar-
dagaaðferð og stjórnlist og neituðu
að horfast í augu við þá staðreynd,
Stofnun PLOmarkaðiupphafiðaðskipulagðri, pólitískri og hernaðarlegri baráttu
palestfnumanna, gegn sfonistumf fsrael - PALESTfNSKU BYLTINGUNNI.
Yasser Arafat - formaður PLO
"Gamla PLO".
PLO var upphaflega stofnað á fundi
Arabarfkja í Alexandríu árið 1964.
Það var þá algerlega háð stjórnum
Arabaríkjanna um alla fyrirgreiðslu,
fjármagn og aðstöðu, og her PLO,
Frelsisher Palestínuaraba (PLA),
var skipulagður sem hluti af her
Arabaríkj anna. Fyrir Arabaríkjun-
um var PLO aðeins hugsað sem
varnagli, "tæki til að hafa hemil á
Palestínuvandamálinu" eins og em-
bættismaður einn í Kairo orðaði
það. Þar sem samtökin voru þá
slitin úr tengslum við palestfnsku
alþýðuna, var ekki hægt að líta á
þau sem pólitískan eða hernaðarleg-
an fulltrúa hennar.
að stefna þeirra hafði sýnt sig ger-
samlega ómegnuga um að færa Pal-
estfnumenn feti nær heimalandi
sínu. Hins vegar voru þeir sem
dregið höfðu lærdóma af ósigrinum í
strfðinu og eftirköstum hans. Þeir
sýndu réttilega fram á, að samkvæmt
þáverandi skipulagi var PLO ekki
annað en þunglamalegt skriffinnsku-
bákn, en mynda yrði heildarsamtök
Palestfnuaraba, sem grundvölluð
væru á því, að frelsun Palestfnu
yrði að vera verk Palestínumanna
sjálfra. Því yrði að gefa PLO sjálf-
stætt skipulag og fjárhagsgrundvöll,
sem gera myndi samtökin óháð mis-
viturri stefnu ríkisstjórna Araba-
ríkjanna, og um leið óumdeilanlegan
fulltrú palestínsku alþýðunnar.
5. Þjóðþing Palestfnu í Kairo 1969
markaði fullan sigur hinna framsýnu
afla, sem þýddi stórt stökk fram á
við í frelsisbaráttunni.
PLO í dag.
Grundvöll PLO í dag má draga sam-
an í þrjár lykilsetningar:
1. Palestfna er föðurland Palestínu-
araba.
2. Frelsun Palestínu færir Palestínu-
manninum aftur heiður, stolt og
frelsi.
3. Palestínsk alþýða hefur óskoraðan
rétt til að frelsa og stjórna landi
sínu.
Það sem felst í þessum setningum er
á núverandi þróunarskeiði grundvöll-
ur þjóðlegrar vitundar Palestfnuar-
aba og tjáning á vilja þeirra. Þannig
hafa Palestínuarabar meðtekið PLO
sem óumdeilanlegan fulltrúa sinn, og
PLO byggir á þeim grundvelli sem
allir Palestínuarabar geta stutt og
styðja, jafnt þjóðlegir borgarar,
smáborgarar,verkamennsem mennta-
menn.
f ár, á 10 ára afmæli palestínsku byltingarinnar, eru bjartari vonir en áður
bundnar við árangursrík úrslit baráttunnar fyrir endurheimtingu heima-
landsins, Palestínu, úr höndum Zionismans. í hinu sjálfstæða Palestínu-
ríki munu Palestínuarabar, Palestínugyðingar og aðfluttir gyðingar lifa sam-
an á jafnréttisgrundvelli, með trúfrelsi og öll önnur lýðréttindi.
Tvímælalaust má segja, að það sé barátta PLO - Frelsissamtaka Palestínu-
manna - jafnt meðal palestínu alþýðunnar sem á alþjóðagrundvelli, jafnt
pólitískt, hernaðarlega og menningarlega, sem sé grundvöllur þessara
björtu vona.
PLO-Eini löglegi fulltrúi
Palestínuaraba,
hvar sem þá er að finna