Palestína - 01.07.1975, Síða 4
4 PALESTfNA
Skceruliðasveitirnar
PJÁLFUN OG
BARÁTTA
Palestínumenn hafa lært það af baráttu sinni, að aðeins með vopnaðri bylt-
ingu er hægt að sigrast á ómannúðlegri drottnun síonismans í hinni hernumdi
Palestínu. Einn höfuðþátturinn í starfsemi aðildarsamtaka PLO er í dag
þjálfun skæruliða og skipulagning skæruárása inn í ísrael (hina herteknu
Palestínu). Sérhver aðildarsamtök PLO hafa sínar eigin æfingabúðir og
stjórna skæruliðasveitum sínum, en PLO sér um heildarstjórn og skipulagn-
ingu. Þvf miður gafst okkur félögunum ekki tækifæri til að heimsækja æf-
ingabúðir skæruliðanna og þvf byggi ég kaflann um æfingabúðirnar í eftir-
farandi grein á bðk franska rithöfundarins, Gérard Chaliand, The Palest-
anian Resistance.
Æfingabúðirnar
I æfing'abúðum A1 Fatah, skammt
frá Damascus í Sýrlandi eru 120
menn f þjálfun. Það er tveggja tíma
líkamleg þjálfun á hverjum morgni:
grundvallaræfingar, bardagaþj álfun,
jujitsu og karate. Flestir eru f
mjög góðri þjálfun. Þj álfunarnám-
skeiðið, sem stendur f tvo til þrjá
mánuði er mjög stíft: aginn er
strangur, tfmataflan ströng, áfeng-
isnotkun bönnuð og maturinn borðað-
ur standandi. Matartfminn er stund-
um truflaður með útkalli og hinir
tilvonandi skæruliðar bregðast fljótt
við og koma sér fyrir í sinni stöðu.
Þjálfunarnámskeiðinu lýkur með
löngum næturgöngum í öllum veðrurn
Öll léttavopn, sem eru af sovéskri
gerð og framleidd f Kína, eru vand-
lega smurð og fægð. Það eru nægar
vopnabirgðir og skæruliðaþjálfunin
miðar að því að þjálfa bardagamenn
í notkun flestra skotvopna og
sprengjuvarpa. Það eru líka sérstök
námsskeið undir sérhæfðri þjálfun í
notkun sprengiefna. Flestir hinna
tilvonandi skæruliða eru ungir,
milli 17 og 25 ára, allir Palestínu-
menn, nema tveir Tyrkir og einn
Júgóslavi. Jafnframt hernaðarlegu
þjálfuninni fer fram pólitísk upp-
fræðsla. Það eru fyrir hendi pðli-
tískar bækur, t.d. eftir Maó Tse-
tung o. fl.
A1 Fatah hafa komið upp tveimur
búðum, sem eru aðskildar frá her-
stöðvunum og þjálfunarbúðunum, er
veita pólitískan og hernaðarlegan
undirstöðugrundvöll fyrir unga
drengi - Ashbalana (ljónsungana) -
milli tíu og fjórtán ára gamla. f
öðrum þessara búða, skammt frá
flóttamannabúðunum E1 Bakaah, eru
350 drengir, sem skipt er f tvo
hópa; annan sem kemur á morgn-
anna og hinn seinni part dagsins.
Þeir drengir sem ganga f skóla Sam-
einuðu þjóðanna eru ekki teknir í
búðirnar; þeir verða að halda áfram
náminu. Ashbalarnir eru allir
drengir, sem ekki ganga í skóla.
Þeim er kennt að lesa og skrifa í
búðunum, þar sem þeir eyða mestum
hluta dagsins, áður en þeir snúa
heirn í flðttamannabúðirnar til fjöl-
skyldna sinna til að sofa. Þjálfun
drengjanna heldur áfram þangað til
þeir hafa náð fimmtán ára aldri, en
þá ganga þeir í skæruliðasveitirnar.
Hernaðarlega baráttan.
Hinar stöðugu_skæruárásir Palest-
ínumanna inn f ísrael (Palestínu)
eru fyrst og fremst svar við dagleg-
um árásum bæði flughers og land-
hers fsraelsku síonistanna á varnar-
laust fólk flóttamannabúðanna í Líb-
anon, Sýrlandi og Jórdaníu, jafn-
Palestfnuarabar leggja mikla áherslu á að mennta börn sm, bæði pðlitískt
og hernaðarlega, til að undirbúa þau betur undir baráttuna fyrir frelsi
Palestfnu. Þessi mynd er tekin a æfingu hjá "Ljónshvolpunum".
T þjálfunnarbúðunum eru kennd öll
undirstöðuatriði f hernaði.
Arangur allra aðgerða er ræddur.
framt þvf sem þær miða að þvf að
veikja mátt ísraelshers og veita
stuðning baráttu Palestfnumanna
innan ísraels. A meðan Palestínu-
skæruliðar ráðast eingöngu á hern-
aðarlegá mikilvæg svæði ogherstöðv-
ar f ísrael, beina síonistaherirnir
meginþunga sínum að því að myrða
varnarlaust fólk, konur, börn og
gamalmenni innan flóttamannabúð-
anna með þvf að hella gífurlegu
magni sprengjuefna yfir flótta-
mannabúðir nar.
Fréttastofur vesturlanda hafa verið
iðnar við að tfunda flugvélarán
"palestínskra hryðjuverkamanna" og
önnur svokölluð glæpaverk þeirra.
Fyrir þessu hafa samtök Palestínu-
manna verið borin og gengið svo
langt, að samtökin "Svarti septem-
ber" voru sögð hryðjuverkaarmur
A1 Fatah. Sannleikurinn um þessi
samtök er hins vegar sá, að f raun
hafa þau aldrei verið til sem samtök
heldur aðeins sem nafn eða yfirlýs-
ingar um ábyrgð á flugvélaránum og
líkum aðgerðum. En meðan Palest-
fnumenn hafa verið ásakaðir um
flugvélarán og morð hefur marg-
ftrekuðum yfirlýsingum PLO, eina
lögmæta fulltrúa Palestínumanna,
um að þau fordæmi alla slíkar að-
gerðir verið að mestu stungið undir
stól. Jafnframt hefur varla verið
minnst einu orði á sannleikann um
þúsund morð og misþyrmingar síon-
istaherjanna á saklausu og varnar-
lausu fólki, sem hrakið hefur verið
út úr landi sfnu og lifa í útlegð f
flóttamannabúðum.
Til að fá greinilega fram afstöðu PLO
og allra aðildarsamtaka þeirra til
vopnaðrar baráttu Palestfnumanna f
Evrðpu, spurðum við J. Faisal, yfir-
mann Evrópuskrifstofu PLO og A1
Fatah um afstöðu PLO f þessu máli.
Svar hans hljóðaði svo:
"PLO hefur ekki trú á vopnaðri bar-
áttu Palestínumanna f Evrðpu og
slík barátta er þvf í andstöðu við
PLO og fordæmd af þeim. En þetta
þýðir ekki, að við munum láta það
afskiptalaust, að fulltrúar okkar í
FRAMHALD A BLS. 12