Palestína - 01.07.1975, Side 6
j PALESTÍNA_________________________
Saga Pakstínu á pessari Öld
BARÁTTA ÞJÓDAR FYRIR
TILVERURÉTTI SÍNUM
j Þessi grein er byggð á löngu viðtali um rætur baráttunnar gegn síonisman-
■ um og baráttuaðferðir Palestínumanna, sem tekið var við J. Faisal, yfir-
I mann Evrópuskrifstofu PLO í Beirut, þann 24. maís.l. Af öryggisástæðum
l var ekki leyft að taka ljósmyndir með viðtalinu.
’ - Geturðu sagt okkur í nokkrum orð-
um frá því, hvernig og hvenær gyð-
ingar hófu landnám í Palestínu ?
"Uppruna landnáms gyðinga og síon-
ismans má rekja til ársins 1897, er
síonistar héldu sitt fyrsta þing í
Basel í Sviss undii forystuTheodors
Herzl. Þetta þing gerði þá ályktun,
að "markmið síonismans væri að
stofnsetja þjóðarheimili fyrir gyð-
inga í Palestínu". A þessum tíma
var Palestína undir stjórn tyrkja,
en bretar áttu í skærum við þá um
yfirráðin vfir landinu. Alþjóðahreyf-
ing síonista leitaði fulltingis breta
við að fá leyfi til að hefja landnám í
Palestínu og studdi með ráðum og
dáð tilraunir þeirra til að eignast í-
tök fyrir botni Miðjarðarhafs. Um
síðustu aldamót voru fbúar Palestínu
um 700 þúsund, og aðeins 8% íbú-
anna voru gyðingar, og þeir áttu 2,5%
jarðnæðisins. En strax um aldamót-
in hófst landnám gyðinga, þó að í af-
arlitlum mæli væri til að byrja með.
Arabar tóku þessum fyrstu innflytj -
endum mjög vel og aðstoðuðu þá til
að hefja nýtt líf f nýju landi. "
- Hvaða áhrif hafði heimsstyrjöldin
fyrri á þróun mála í Palestínu ?
"Bretar sáu gullið tækifæri til að ná
yfirráðum fyrir botni Miðjarðarhafs,
þegar stríðið braust út. Þá stóðu
tyrkir með þjóðverjum, svo landvinn-
ingastríð á hendur þeim var tilvalið.
Bretar lofuðu arabalöndunum sjálf-
stæði að strfðslokum, ef arabar
tækju þátt í baráttunni gegn tyrkjum.
Þetta varð til þess að 1917 gerðu
palestínuarabar uppreisn gegn Otto-
manveldinu og gengu í lið með
bandamönnum. Auðvitað sviku bret-
ar öll loforð, sem þeir gáfu aröbum,
en skiptu í stað þess arabalöndunum
milli sín og fraldca, og gerðu þau
að nýlendum sínum. En síonistar
höfðu mikil áhrif á stríðsrekstur
breta í gegnum Rotschild, sem
studdi þá með fé. Þannig tókst þeim
að fá loforð breta fyrir stofnun sér-
staks gyðingaríkis í Palestínu með
yfirlýsingu frá Balfour utanríkisráð-
herra þ. 2. nóv. 1917."
- Ilver var þróun mála á millistríðs-
árunum ?
"I kjölfar Balfour-yfirlýsingarinnar
hófst mikill innflytjendastraumur
gyðinga til Palestínu, þó hann væri
ekki í nálægt slfkurn mæli sem síon-
istar höfðu vonað. Gyðingar fluttu
yfirleitt ekki nema nauðbeygðir til
Palestínu, eins og t. d. er þeir flýðu
undan ofsóknum fasismans í Evrópu.
A tfmabilinu 1918-1948 fjölgaði gyð-
ingum f Palestínu um 600. 000, þann-
ig að við stofnun Israelsríkis voru
þeir 33% fbúanna og áttu 5,67% alls
jarðnæðis (tölur frá bresku nýlendu-
stjórninni).
Þegar við sáum að breska nýlendu-
stjórnin gekk á rétt palestínuaraba
og jók stöðugt aðstoð sína við inn-
flytjendur og lög og réttur voru not-
uð til að stela jarðnæði og híbýlum
til handa gyðingum og að Balfour-
yfirlýsingin var greinilega orðin að
stefnu breta í Palestínu, hófum við
uppreisn. Fyrsta uppreisnin stóð
árin 1919-1921 en var þá barin nið-
ur. Öll millistríðsárin geisaði bar-
átta milli okkar og breta og gyðinga.
Við gerðum uppreisnir árin 1929,
1934, 1936, 1947 og 1948, sem allar
voru brotnar á bak aftur. Bretar
settu palestínuaraba undir herlög
sem bönnuðu öll almenn lýðréttindi,
s.s. málfrelsi, fundafrelsi og prent-
frelsi. Öll vopnaeign var bönnuð,
og t.d. var gefin út sérstök reglu-
gerð um hvernig borðhnífar okkar
skyldu vera, þannig að ekki væri
hægt að nota þá sem vopn. Ef menn
brutu vopnaeignabannið, var refs-
ingin tafarlaus líflátsdómur. Þau
30 ár, sem bretar réðu landinu kost-
uðu okkur mikið:
- 196 íöðurlandsvinir voru hengdir.
- 300 föðurlandsvinir voru dæmdir
til ævilangrar þrælkunarvinnu.
- Þúsundir palestínuaraba voru sett-
ar í fangabúðir.
- 50. 000 arabar voru drepnir af bret-
um í þessi 30 ár.
Mestum árangri náðum við í uppreisn-
inni 1936. Þá réðum við stórum
hluta Palestínu í 6 mánuði, og um
alla Palestínu var allsherjarverkfall
í 6 mánuði til að mótmæla stjórn
breta. Er síðari heimsstyrjöldin
braust út, gerðum við hlé á barátt-
unni gegn bretum, því við fengum
loforð frá Abdullah konungi um, að
er stríðinu lyki, yrði reynt að leysa
málin okkur f hag. Líka gengu kon-
ungar Saudi-Arabíu og Egyptalands
á milli og lofuðu lausn að stríðinu
loknu.
Með stríðinu kom mikil alda innflytj-
enda til Palestínu. Flestir þeirra
komu því þeir höfðu engan annan
stað að fara til. Flest lönd Vestur-
Evrópu og Ameríku sem ekki voru
undir hernámi nasista neituðu að
taka við gyðingum, sem flýðu undan
ofsóknum nasismans. Bandaríkja-
menn tóku aðeins þá sem voru mennt-
aðri og sem þeir þörfnuðust, Kanada
meinaði öllum gyðingum aðseturs,
Astralfa líka, svo það var ekki um
marga staði að ræða."
- Hvernig undirbjuggu síonistar
stofnun Israelsríkis á árunum 1945
- 1948?
"A þessum árum var um að ræða
samsæri síonista og breta gegn pal-
estínuaröbum. Við hófum uppreisn-
ir gegn bretum og síonistum, sem
voru miskunnarlaust barðar niður.
Síonistar hófu sýndaruppreisn gegn
bretum, sem í raun var stefnt gegn
palestínuaröbum. Nýlendustjórn
breta hvatti til og stuðlaði að stofn-
un pólitískra og hernaðarlegra sam-
taka gyðinga, en leysti upp öll sam?
tök okkar, jafnt pólitísk, hernaðar-
leg og menningarleg. En hin svo-
kallaða uppreisn gyðinga gegn bret-
um fékk aðrar viðtökur en okkar bar-
átta: Þeir fengu öll sfn vopn frá
bretum, þeir voru þjálfaðir af bret-
um, gyðingar sem verið höfðu í
breska hernum á stríðsárunum voru
hvattir til að flytja til Palestínu,
allt var gert til að auka innflytjenda-
strauminn og styðja við bakið á síon-
istunum. Fram til 1947 réðumst við
ekki gegn gyðingum; meginbarátta
okkar var gegn bretum en ekki þeim.
Við byrjuðum ekki að ráðast gegn
þeim fyrr en þeir hðfu hryðjuverka-
árásir gegn alþýðu Palestínu. 1
þessum árásum beittu sfonistar
fyrir sig þremur litlum hryðjuverka-
herjum, Irgun, Haganah og Stern-
Gang. Markmiðið með árásunum var
að skapa upplausn meðal araba,
hræða þá burt af jörðum sínum og út
úr Palestínu. Eitt illræmdasta
hryðjuverk sem þeir frömdu og sem
varð þekkt um heim allan, sökum
þess að það var starfsmaður Alþjóða
rauða krossins, sem afhjúpaði það,
en er þó ekki einstakt, voru fjölda-
morðin við Deir-Yasseen. Þann 8.
apríl 1948 réðist hópur Irgun manna
inn í bæinn Deir-Yasseen og drápu
með köldu blóði alla fbúa hans, jafnt
karla, konur sem börn, alls 349
manns. Mörgum árum síðar fann
ísraelskur herdómsstóll foringja
Irgun-hópsins sekan um stríðsglæp,
og hann var dæmdur til að borga 1
(eitt) ísraelskt pund í sekt! Þessi
verknaður og aðrir svipaðir ollu
mikilli skelfingu meðal alþýðu okk-
ar, því hvað getur vopnlaust fólk
gegn morðingjum .með hríðskota-
byssur (þú manst, að lög breta mein-
uðu fbúum Palestínu meira að segja
að eiga borðhnffa) og fjöldi palestínu-
araba flýði land. Þess má kannske
geta hér, að meðal þekktustu yfir-
maima í hryðjuverkaherjum síonista
voru þeir Moshe Dayanog Shanon"
(yfirmaður stórs hluta herafla Isra-
els í 6daga-stríðinu/aths. ÖI).
RALESTlNAŒ}
- Hvernig brugðusi palestínuarabar
við, er Ben Gurion lýsti yfir stofnun
Israelsríkis 1948?
"Bretar ákváðu mjóg skyndilega að
draga sig út úr Palestínu, og gerðu
það þann 15. maí 1948. Þá var land-
ið í upplausn, mikil ringulreið og
hræðsla meðal pal^stínskrar alþýðu,
sökum undangengú®ar hryðjuverka-
herferðar síonista, Sfonistar lýstu
yfir stofnun Israelsríkis þann sama
dag, en höfðu nokktum klukkustund-
um áður ráðist með her sínum gegn
okkur í Jerúsalem °g vfðar um land-
ið. Herir frá Jórcíaníu, Sýrlandi og
Egyptalandi komu okkur "til hjálpar",
en það var lítil hjálp í því. Við verð-
um að hafa í huga, að á þessum tíma
voru þessi lönd unúir breskri og
franskri stjórn, og herir þeirra gerðu
lítið annað en að skipuleggja undan-
hald og jafnvel aftxa olckur frá því að
berjast. NiðurstöSur árásar síon-
istanna gegn okkur 1948 urðu þær, að
78% Palestínu voru lögð undir Isra-
elsríki, 20,5% koniust undir stjórn
Jórdaníu og Egyptaland tók Gasa-
svæðið. 750. 000 palestínuarabar
voru gerðir landlaiisir flóttamenn,
og urðu að leita halis í nágranna-
löndunum. "
- Hvernig fór baráttan fram af hálfu
palestínUmanna eftjr 1948 og fram
til 1965, er Al-Falah var stofnað?
"Við vorum algerloga hindraðir í að
hafa nokkuð forræði um okkar eigin
mál. Sáttasemjari Sameinuðu þjóð-
anna, Bernadotte greifi, rannsakaði
ástandið og lagði þ, 17. september
1948 fram tillögu ''m framtíð Palest-
ínu, sem fólst í þvf að 3/5 hlutar
landsins skyldu tilkeyra palestínu-
mönnum og 2/5 fsiaelsríki, og enn
fremur skyldi okk r bættur missir
landa og fasteigna, sem gyðingar
höfðu tekið yfir. Hann var myrtur
daginn eftir af hermönnum úr fsra-
elsher, og tillagan aldrei rædd. En
SÞ samþykktu I nóvember sama ár
tillögu sem fól í scr skiptingu Pal-
estínu, þar sem róeira en 50% lands-
ins skyldu tilheyra gyðingum, og
brutu þannig jafnt inannrétcindayfir-
lýsingu sjálfs.sfn og gerðu að engu
rétt okkar til sjálftákvörðunar. All-
ar götur síðan og }>ar til á síðasta
ári hafa SÞ kosið í ð lfta á spurning-
una um Palestínu íinungis sem flótta-
mannavandamál. I' dag er þetta að
breytast, er þriðji heimurinn er að
koma fram sem st/rkara afl á al-
þjóðavettvangi."
- En hvernig var kbmið fram við
ykkur í hinum aralalöndunum - var
litið á palestínuartba sem þjóð?
"Já, það var komið fram við okkur
sem þjóð, en sem þjóð án réttar til
sjálfsákvörðunar. Okkur var bannað
að berjast gegn ísrael, engin vopn
leyfð, engin þjálfun, búðirnar voru
alltaf umkringdar her og lögreglu og
okkur var haldið í algeru volæði. Sú
kenning var sett fram að arabalönd-
in myndu sjá algerlega um öll okkar
mál gagnvart Israel, og við skyldum
bara vera rólegir og híma í búðunum
án atvinnu og án nokkurrar framtfð-
ar. Allar tilraunir til að mótmæla
voru barðar niður, og í Jórdaníu var
raunverulega komið fiiam við okkur
sem skepnur. Við höfðum aldrei
nein mannréttindi þar. Þannig var
ástandið hjá okkur allt fram til 1965,
þegar við lýstum yfir upphafi palest-
ínsku byltingarinnar. Þá kom Al-
Fatah fram í dagsljósið og vonin um
nýja framtíð í Palestínu fékk byr und-
ir báða vængi."
- En viðhorfið til palestfnuaraba
hefur breyst í arabalöndunum ?
"Vissulega, en emxþá eru viss araba-
rfki að reyna að finna lausn fyrir
okkur, en sá er munurinn, að í dag
og allt frá 1965 höfum við verið að
reyna að leysa palestfnuvandamálið
sjálfir, og það mun enginn leysa það
fyrir okkur. Fyrir 1965 var engin
rödd, sem talaði fyrir okkur. I
hverju einasta arabalandi voru fang-
elsin full af palestínuaröbum sem
reynt höfðu að berjast, og það átti
sérstaklega við um Jórdaníu.
Auðvitað vorum við að mestu leyti
neðanjarðar og unnum mest inni á
herteknu svæðunum. Þannig var á-
standið fram til 1967 er síonistar
réðust gegn arabalöndunum. Þá
brotnuðu herlið arabalandanna saman
þvf þeir voru ekki reiðubúnir. Þetta
á sérstaklega við um her Jórdaníu,
sem einfaldlega flýði á öllum vfg-
stöðvum. Þetta sést best á því að
Jórdanir misstu aðeins 300 manns.
Hermenn Jórdaníu höfðu úrelt vopn
og lélega stjórn og hermennirnir
einfaldlega yfirgáfu vígstöðvarnar
og fóru heim. Heimspressan vildi
láta þetta líta út sem stórhernaðar-
sigur Israels, en staðreyndin var sú,
að þeir mættu engri mótspyrnu. I
Jerúsalem voru 12 jórdanskir her-
menn til varnar svo að það varð fsra-
elsmönnum auðveldur biti. Það tók
jórdanska herinn 1 ár að ná sér eftir
þetta áfall, og þá komum við upp á
yfirborðið í Jórdaníu, og frelsisher-
inn tók að safna liðsmönnum þar.
En árás sfonistanna hafði þær afleið-
ingar að 400. 000 palestínuarabar
urðu að flýja, og sumir þeirra í
annað sinn frá 1948. Það er stefna
síonistanna að hafa sem fæsta araba
innan landamæra "Stór-Israels.""
- Hvenær var fyrsta stðr-orrustan
sem skæruliðar palestínuaraba háðu
við ísraelsher ?
"Það var þ. 23. mars 1968 við Al.
Karami flóttamannabúðirnar. Við
börðumst þar á móti miklum herafla
ísraelsmanna, sem höiðu stórskota-
lið og flugvélar sér til fulltingis.
Okkur tókst að sigra og óvinurinn
varð að hörfa við mikið mannfall,
1.200 manns fallnir og særðir, en
við misstum aðeins 108 manns. Við
þennan atburð varð Al- Fatah eina
raunverulega aflið í Jórdanfu. Þetta
var f fyrsta skiptið sem arabar höfðu
mætt fsraelsmönnum f bardaga og
sigrað, og þetta þýddi f arabaheim-
inum, að við og frelsishermenn oldx-
ar, fedayeenarnir, vorum viður-
keimdir sem ail."
- Nú byrjar frelsishreyfingin að
safna liðsmönnum opinberlega 1968.
Hvaða erfiðleikum mætti hún f sam-
bandi við þjálfun, aga o.þ.h. ?
"Sérhver bylting hefur sfnar eigin
reglur og sérhver byltingarher verð-
ur að hafa reglur og aga til að geta
þjónað markmiðum byltingarinnar.
Við námum hugmyndafræði Al-Fatah,
reynslu annarra þjóðfélagsbyltinga,
lærðum af eigin resmslu f gegnum
gagnrýni, og agi var strangur til að
geta gefið byltingarsinnað fordæmi.
Öllum hermönnum okkar er skylt
að vera tilfyrirmyndar í hegðun og
reglusemi, og neysla áfengis er ekki
leyfð. En þegar við vorum allt í
einu orðnir jafn réttháir og jórdanska
lögreglan, sem hafði kúgað okkur og
pínt í 25 ár er oft erfitt að halda ag-
ann. Fyrir 1968 var ekki einn ein-
asti af mínum jafnöldrum og jafnvel
yngri mönnum (Faisal er um 45 ára
/aths. ÖI), sem ekki hafði verið
barinn og pfndur af jórdönsku lög-
reglunni. Ég var sjálfur næstum
barinn til óbóta 1967. Þannig kom
oft til smáárekstra milli okkar og
yfirvalda f Jórdanfu, þegar við
reyndum að hefna okkar. Þetta var
eitt af þvf, sem Hussein-afturhaldið
notfærði sér þegar hann réðist gegn
okkur árið 1970. En raunverulega
ástæðan var sú, að við gáfum for-
dæmi fyrir kúgaða alþýðu Jórdaníu
um, hvernig hægt er að losa sig
undan kúgun og áþján, og að Huss-
ein var með þessu að losa sig út úr
framlínunni gegn ísrael, sem hann '
viðurkennir hálft f hvoru. Þegar
hann réðist gegn okkur var það á
tfma, þegar aðgerðir okkar gegn
Israel voru í hámarki. Flestar að-
gerðirnar voru unnar frá vestur-
bakka Jórdan, og eitt af markmiðum
Hussein var að afvopna okkur -
sjálfum sér og Israel til góða. Einn-
ig var hann að berjast fyrir því, að
hann yrði viðurkenndur sem eini
fulltrúi palestínuaraba innan Jórdan-
fu."
- Gæti atburður sem september 1970
átt sér stað f dag með jafn alvarleg-
um afleiðingum?
"Nei. 1 fyrsta lagi eru flestar að-
gerðir okkar gegn ísrael unnar innan
frá, svo að 'rás gegn okkur af hálfu
einhvers arabalands gæti ekki haft
sömu lamandi afleiðingarnar og 1970.
I öðru lagi hefur PLO í dag náð við-
urkenningu á heimsmælikvarða sem
eini löglegi fulltrúi palestfnuaraba
og staða okkar er miklu sterkari en
þá. Og í þriðja lagi er samúð allrar
alþýðu í arabalöndunum með okkur
það sterk að engin ríkisstjórn gæti
ráðist gegn okkur eins og Hussein
gerði 1970. Þetta hafa falangistarnir
verið að reyna hér í Líbanon undan-
farna tvo mánuði, en niðurstaðan er
sú að þeir eru algerlega einangrað-
ir, farið hefur verið í allsherjar-
verkfall gegn þeim, og 90% þjððar-
innar styður málstað okkar í þessu
máli."
- Hvað eru margir palestínuarabar
flóttamenn f dag ?
"Palestfnuarabar eru f dag um þrjár
og hálf milljón talsins. U.þ.b. helm-
ingur þjóðarinnar lifir undir kúgun
ísraels og síonistanna en tæpar tvær
milljónir eru flóttamenn. Síonistar
segja að Israelsríki sé ávöxtur þess
að landlaus þjóð hafi komið til lands
án þjóðar. Golda Meir sagði þ. 15.
júnf 1969: "Það eru ekki til neinir
palestínuarabar, og þeir hafa aldrei
verið til." En við erum vissulega
til, ogjiegar heil þjóð er risin upp
til barattu getur ekkert stöðvað hana.
Það er lærdómur sem draga má af
sögunni, það er lærdómur sem í dag
er að sannast um heim allan eins og
t.d. í IndóKfna, og það er lærdómur
sem sfonistar eiga eftir að læra.
Hversu mjög sem þeir ljúga, geta
þeir aldrei þröngvað lyginni upp á
raunveruleikann. Ég tek undir orð
Yasser Arafats: Þegar strfð brýst
út í Palestínu verður markað
upphafið að friði í Palestfnu."
-/01 )