Palestína - 01.07.1975, Side 9

Palestína - 01.07.1975, Side 9
PALESTtNA ■> ' Rauði hálfmáni Palestínu - eitt af baráttu tækjum palestínsku þjóóarmnar Það var árið 1969 sem í iyrsta skipti í sögu palestínsku þjóðarinnar var sett á laggirnar stofnun sem annast skyldi heilsugæslu - Rauði hálfmáni Palestínu. Forgöngu um stofnun hans hafði PLO og var hún liður f að gera Palestínuaraba sjálfstæða á sviði heilsugæslu, og sem slík, þáttur f frels- isbaráttunni. Frá þeim tíma að Palestfnuarabar voru gerðir útlægir frá heimalandi sínu árið 1948, veittu alþjðða Rauði krossinn og hjálparstofnanir í Arabalöndun- um þeim alls kyns hjálp, t.d. alla nauðsynlegustu læknisþjónustu, nauðsyn- leg búsáhöld f tjöldin o.s.frv. Arið 1950 tók UlíRWA (Hjálparstofnun SÞ) yfir þetta hlutverk. En læknishjálpin sem UNRWA veitti var aldrei full- nægjandi fyrir þarfir Palestínuarába. Hún var aldrei annað en bráðabirgða- ráðstöfun. Þíirí' á breytingu var orðin mjög knýjandi. Rauði hálfmáni Pal- estfnu opnaði sína fyrstu deild f Kuwait 1969 og viðbrögðin urðu undraverð. ^Stuttu seinna voru deildir opnaðar vfða um Arabalöndin. ^ Starf RHP að heilsugaeslu og læknis- þjónustu Sem andsvar við þörfum allrar pal- estínsku þjóðarinnar hefur RHP reynt allt frá upphafi að auka fjölbreytni í þjónustu sinni og víkka út starfssvið sitt. Þar með eru talin hlutverk sem í öðrum löndum eru í höndum sér- stakra ráðuneyta og stofnana, t. d. félagsleg hlutverk, heilbrigðiseftir- lit o.þ. h. Svo að í dag eftir 6 ára starfsemi sér RHP um endurhæfing- arnámskeið fyrir særða og fatlaða, alls kyns upplýsingajijónustu og starfs- þjálfun auk læknisþjonustunnar. Eitt af markmiðunum á sviði heilsugæsl- unnar er að setja á stofn sjúkrahús í hverjum flóttamannabúðum, sem hafa 20. 000 íbúa eða fleiri, og þá jafnt með almennri læknisþjónustu, handlækningadeild og skurðstofu. Þó að árangurinn af starfi stofnunar- innar hafi verið gífurlegur á hún enn langt í land í s júkrahúsmálunum. Nokkrar flóttamannabúðir hafa enn engin sjúkrahús, og víða eru of fá sjúkrarúm og ófullkomin fæðingar- hjálp. Það sem helst háir RHP á þessu sviði er fjármagnsskortur. Mörgum sjúkraskýlum hefur verið komið á stofn til að þjóna búðunum. Vandamálin eru mörg, því ýmsir skæðir sjúkdómar eru útbreiddir sökum þéttbýlis og ills aðbúnaðar. Þótt fjöldi lækna, hjúkrunarfólks, lyfjafræðinga og annars starfsfólks á þessu sviði haldist nú stöðugur, er þörf á fjölmennara starfsliði því hvert sjúkraskýli þarf a. m.k. 3 lækna auk annars starfsliðs, og sjúkraskýlin eru alls rúml. 70 tals- ins. RHP þjálfar slíkt starfslið í skólum sem hann rekur víða um ar- abalöndin. Nemendunum er |jar kennt hvernig eigi að takast a við það ástand sem þeir eru líklegastir til að starfa við. Skólarnir þurfa að út- skrifa það marga, að nægt starfslið sé í öllum sjúkraskýlunum, tann- lækningastofunum, læknamiðstöðv- unum, sjúkrahúsunum og ferðasjúkra- húsunum. Efling RHP á sviði læknavísinda hef- ur leitt af sér náið samstarf við op- inberar stofnanir í arabalöndunum hvað varðar læknisfræðilegar rann- sóknir. Allt samstarf við arabalönd- in er talið mjög mikilvægt, því þann- ig er oft hægt að ná betri árangri. T. d. vinna þeir nú með Almanna- tryggingum hinna ýmsu arabaríkja að stofnun sam-arabískrar hjálpar- miðstöðvar. Arangur þessa er, að RHP vimiur ekki aðeins fyrir palest- ínuaraba, heldur þjónar á sam-arab- ískum grundvelli. og hermenn sem hafa bæklast. Mik- ilvægur hluti starfsmannanna búa inni á herteknu svæðunum, u.þ.b. 3.000, en aðrir eru dreifðir um ar- abalöndin. Félagsmáladeildin reynir eftir megni að kenna fötluðu fólki og þurfandi fjölskyldum einhverja iðn við þeirra hæfi. Hún iðmnenntar fólk á her- teknu svæðunum svo það geti verið sem mest óháð framleiðsluskipulagi óvinanna, hjálpar þeim sem særst hafa til að framfleyta sér, og að- stoðar fjölskyldur pólitískra fanga, og á allan hátt að hækka fjárhags- stöðu palestínskra fjölskyldna. Iðn- þjálfun er margs konar, og menn geta valið á milli útvarps- og raf- virkjanáms og tungumálanáms. Aprfl 1975 - Rauði hálfmáni Palestfnu bregður skjott við. Hér er verið að sinna einu af fórnarlömbum ógnarárása Falangista f Beirút, Libanon. Starf RHP að félagsmálum Innan félagsmálanefndar RHP er starfrækt deild, sem sér sérstaklega um að menningu palestínuaraba sé viðhaldið. Víða eru sýningar haldn- ar á handiðnaði alþýðunnar. Þar er að finna tréskurðarmyndir, teppi, út- saum o. fl. Heiðurssætið á þessum sýningum skipar safn af útsaumuðum kjólum frá hinum ýmsu héruðum Palestfnu. Hvert hérað hefur sín sérstöku munstur og liti. Einn af fulltrúum félagsmálanefndarinnar, Umm Walid, skýrði tilgang sýnirg- anna þannig: "Það er algjörlega nauðsynlegt fyr- ir okkur að leggja rækt við iðkun palestínsku alþýðulistarinnar, því brottrekstur okkar frá heimalandi okkar, og hversu við dreifðumst víða leiddi til hnignunar á henni. Sjálfur brottreksturinn gerir söfn- un og skýringu á listinni mjög erf- iða. Þó að ég hafi kynnt mér al- þýðulistina í 10 ár, verð ég oft að leita til eldra fólksins til að fá skýringar á ýmsu, t. d. sniði og munstri á kjólum." Tilgangur sýninganna er ekki ein- göngu menningarlegur, þær skapa launuð störf fyrir u. þ. b. 8 þúsund manns, því þær gera það mögulegt að koma handiðnaðinum í sölu. Flestir starfsmennirnir eru konur, Nefndin þakkar erlendum vinum víða um heim fyrir að hafa gengist fyrir sýningum á palestfnskum handiðnaði, þvf slíkar sýningar kynna sögu fólks sem hefur orðið að þola það að láta óvini sfna stela menningu sinni og jafnvel gera hana að sinni eigin. Einn liður í þvf hjálpar- og uppbygg- ingarstarfi sem RHP og PLO vinna, er SAMED ("Synir píslarvottanna"). SAMED er félagsskapur sem sér um rekstur verksmiðja og verkstæða og dreifingu afurða þeirra. SAMED einbeitir sér að því að veita fjöl- skyldum sem misst hafa meðlimi, feður eða mæður í frelsisbaráttunni launuð störf, og tryggja þeim þar með efnalega afkomu. Verksmiðjur þessar og verkstæði eru starfrækt við flestar fíóttamannabúðirnar. Þær framleiða allar tegundir fatnað- ar, og tryggja öllum palestínuaröbum fatnað á verði, sem ákvarðast af tekjum fólksins, þannig að enginn er klæðlaus sökum þess að hann hafi litlar tekjur. Framleiðsla SAMED er líka seld um öll arabalönd og jafnvel víðar. SAMED sér einnig um starfrækslu handiðnaðarverkstæða innan flóttamannabúðanna. SAMED er rekið á samvinnugrundvelli, og er mikilvægur liður f að skapa þjóðar- vitund og anda samvinnu. Þannig er verkafólk SAMED pólitískir og þjóð- félagslegir baráttumenn. FRAMHALD A BLS. 11

x

Palestína

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Palestína
https://timarit.is/publication/2048

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.