Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Síða 3

Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Síða 3
Kæru gestir Velkomnir á Afmælismót aldarinnar, sem haldið er til að minnast 40 ára afmælis Einvígis aldarinnar. Einvígisins 1972 á milli Spassky og Fischer sem kom Reykjavík á kortið. Viðburðurinn hefur verið á listum yfir merkilegustu atburði 20. aldarinnar, nreðal annars að mati BBC. Míkil skákbylgja kom í framhaldi af einvíginu, og bytjuðu ungir drengir að tefla kringum einvígið sem síðar urðu stórmeistarar. Það er því tilvalið að halda stórt barnamót nú á 40 ára afmæli mótsins, sem og svokallaðan heiðursflokk mótsins sem er fyrir skákmenn 60 ára plús og eru því af sömu kynslóð og þeir meistarar senr háðu einvígið. Stjórn Skáksambands Islands, undir forystu Guðmundar G. Þórarinssonar, sem og aðrir sem komu að einvíginu, unnu sannkallað þrekvirki á sínum tíma og verður seint þakkað fyrir að landa einvíginu og halda það með þessum myndarbrag. Eg vil þakka öllum þeim sem koma að þessari afmælishátíð. Skákakademíunni, taflfélögum borgarinnar og síðast en ekki síst Reykjavíkurborg sem átti frumkvæðið að hátíðinni og hefur staðið myndarlega á bak við hana. Gens Una Sumus -Við erum ein fjölskylda, Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Islands. Þúsund börn fíY-f Þá er kennsla Skákakademíunnar farin af stað eftir sumarleyfi grunnskólanna Mikil tilhlökkun er í skákkennurunum en samanlagt kenna kennarar Skákakademíunnar rétt yfir 1000 börnum í hverri viku, þar af tæplega 300 á mánudögum! Góð samvinna hefur náðst við grunnskóla borgarinnar og stjórnendur þeirra síðustu árin. Eins og síðasta vetur er lögð áhersla á að skákkennslan fái sinn stað á stundatöflu nemenda — rétt eins og önnur fög. Sífellt fleiri skólar hafa farið þessa leið, sem er rnikið gleðiefni þvi þannig verður umhverfi skákkennslu eins og hvað best verður á kosið. Fleiri og fleiri kennarar, stjórnendur og foreldrar hafa sannfærst um ágæti skákiðkunar fyrir börn. Margar erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif skákkennslu á námsgetu. En ef til vill þarf ekki þessar rannsóknir til að átta sig á góðum áhrifum skákiðkunar á börn. Þær staðreyndir að í skák beita börnin fyrir sig sinni eigin hugsun og sköpunargáfu, bregðast við nýjum aðstæðum eftir hvern leik, sýna andstæðingnum virðingu með því að taka í hönd hans fyrir og eftir skák og tefla á taflborði sem er lítið hnitakerfi, gæti verið nóg til að sannfærast um ágæti skákiðkunar. Með öðrum orðum; það ætti að vera hveijum sem er nokkuð augljóst að skáknám er góð viðbót við verkefni skólabarna. Sérstaklega í hinu nútímalega umhverfi sem er innan skólanna, þar sem óhefðbundnar kennsluaðferðir ryðja sér til rúms svo að allir nemendur fái að njóta sín. Afmælismót aldarinnar er nú haldið til að minnast Einvígis aldarinnar haldið 1972. Árið 1992 þá átta ára gamall fylgdist ég með einvígi Fischers og Spasskys í Sveti Stefan, sem haldið var til að minnast 20 ára afmæli Einvígisins og fékk gríðarlegan skákáhuga — hann hefur haldist síðan. I menntaskóla gerði ég yfir 10 verkefni um Fischer og Spassky eða Einvígið, hvort sem það var að skrifa um frægan mann í ensku eða stór ritgerð í sögu. Og í dag, 15. september 2012, er ég þeirrar gæfu smiður að fá að koma þessu skemmtilega móti, Afmælismóti aldarinnar. Til hamingju með daginn kæru vinir, Stefdn Bergsson,framkvœmdastjóri Skákakademíu Reykjavíkur. Undirbúningsnefnd: Kjartan Magnússon formaður, Óttarr Ólafur Proppé, SóleyTómasdóttir og Diljá Ámundadóttir. Framkvæmdahópur: Stefán Bergsson mótsstjóri, Gunnar Björnsson, Helgi Ólafsson, Vigfús Vigfússon, Gunnar Freyr Rúnarsson, Helgi Árnason, Sigurlaug Regína Friðþjófsdóttir, Hrafn Jökulsson, Róbert Lagerman. Hönnun: Jón Óskar. Prentun: Prentmet. 3

x

Afmælismót aldarinnar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afmælismót aldarinnar
https://timarit.is/publication/2053

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.