Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Page 5

Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Page 5
mikilvægara var að halda andliti Sovétríkjanna á öðrum sviðum — svo sem eins og á skáksviðinu! Því allt skipti máli í áróðursstríðinu sem stórveldin háðu, eins og fýrr er getið. I Sovétríkjunum réði ríkjum Leóníd Brézhnev. Hann var þá kornungur og sprækur miðað við það sem síðar varð, ekki nerna 66 ára gamall. Brézhnev og stuðningsmenn höfðu ýtt Krústjov frá völdum tveim árum eftir Kúbudeiluna af því þeim sveið sárt sú „niðurlæging“ sem þeim fannst að Sovétmenn hefðu þar þurft að sætta sig við. Þeir voru að vísu engir ævintýramenn og hefðu alls ekki viljað kjarnorkustyrjöld, en fannst að Krústjov hefði beygt sig fulldjúpt í duftið fyrir Bandaríkjamönnum þegar þeir féllust skilyrðislaust á að flytja eldflaugar sínar frá Kúbu. Þá líkaði þeim líka illa sú staðreynd að Sovétríkin höfðu beðið algjöran ósigur fýrir Bandaríkjunum í kapphlaupinu til tunglsins.Til að vega upp á móti þessum óförum öllum hófu Brézhnev og menn hans gríðarlega hernaðaruppbyggingu sem átti að enda með því að Sovétmenn stæðu Bandaríkjunum jafnfætis, bæði á sviði kjarnorkuvopna og venjulegs herafla. Sú hernaðaruppbygging var einnritt í fullum gangi árið 1972. Endirinn varð sá að Sovétmenn náðu vissulega aldrei Bandaríkjamönnum en kostuðu svo miklu til að algjör stöðnun varð á öðrum sviðum í landinu. Það var þó enn ekki orðið ljóst sumarið 1972 þegar hernaðaruppbygging Sovétríkjanna stóð sem hæst og þau seildust til aukinna víða um heim, til dæmis í Miðausturlöndum. Brézhnev taldi sig vera í mikilli sókn, og vildi umfram ekki þurfa að snúa vörn í sókn. Þess vegna gramdist honum stórlega þegar Nixon fór til Kína og rak með því fleyg í blokk kommúnistaríkja í heiminum — þó andúð hefði að vísu ríkt milli Sovétríkjanna og Kína urn skeið. Og þess vegna var mikilvægt að Sovétmenn töpuðu ekki andlitinu á nokkru sviði, hvorki í pólitík né annars staðar. Og heldur ekki við skákborðið. Það er sennilega erfitt fýrir ungt fólk nú á dögum að átta sig á hve einvígi Spasskís og Fischers var mikilvægt af pólitískum sjónarhóli. Sovétmenn höfðu lengi haft algjöra yfirburði í þessum mjög svo virta kima íþróttamenningarinnar. Að heimsmeistaratitillinn í skák væri nánast einkaeign sovéskra stórmeistara sýndi að þeirra mati að sovéskt þjóðskipulag hafði yfirburði yfir samfélög annarra þjóða. Sovéskir skákmenn réðu bersýnilega yfir betri gáfum, skipulagshæfileikum og um leið sköpunarkrafti en stórmeistarar annarra. Þannig hafði það verið í nærri aldarfjórðung. Skák naut gífurlegrar hylli í Sovétríkjunum, allir þekktu heimsmeistarana og stjórnarherrar landsins fýlgdust með þeim af mikilli velþóknun. Það yrði því voðalegt áfall ef sovéskur heimsmeistari tapaði titilinum og það í hendur erkióvinarins, Bandaríkjanna, sem Sovétmenn litu á sem sinn aðal keppinaut á öllum sviðum. Þótt Bandaríkjamenn hefðu alls ekki jafn mikinn áhuga á skák, þá áttuðu þeir sig líka á áróðursgildi skáklistarinnar, og þess ef bandarískur stórmeistari knésetti hina sovésku „skákvél". Þess vegna stóð Henry Kissinger aðal utanríkismálasérfræðingur Nixons, í sambandi við Fischer og hvatti hann eindregið til að fara til Reykjavíkur og berjast um titilinn. Það yrði kærkomin áróðurssigur fýrir Bandaríkjamenn, og myndi auk þess draga athyglina um stund frá Víetnamstríðinu sem hafði reynst Nixon og fýrirrennurum hans nrjög þungt í skauti. Bandaríkin höfðu herjað íVíetnam í meira en áratug og lagt mikið undir til að kommúnistar kæmust ekki til valda í landinu, en með engum árangri. Þegar þarna var komið sögu sumarið 1971 var ljóst að Bandaríkjamenn voru á leiðinni burt fráVíetnam, og jafn ljóst að burtfor þeirra yrði heldur sneipuleg. Kommúnistar myndu fara með sigur af hólmi. Því yrði sigur Fischers gegn Spasskí kærkomið mótvægi, þótt á öðru sviði væri. Klækjarefurinn Nixon. Gamla brýnið Brézhnev. 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 Points Boris Spassky (USSR) 1 1 0 '/2 0 0 V2 0 V2 0 1 Vz 0 V2 y2 1/2 y2 y2 y2 y2 0 8y2 Bobby Fischer (USA) 0 - 1 V2 1 1 V2 1 V2 1 0 V2 1 V2 y2 1/2 y2 y2 y2 y2 1 i2y2 Sovéski skákskólinnn var gallerí af snillingum. Botvinnik, Petrosjan, Smyslov.Tal og Spassky urðu allir heimsmeistarar. Mesti sigur Fischers varað leggja sovéska skákskólann að velli.

x

Afmælismót aldarinnar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afmælismót aldarinnar
https://timarit.is/publication/2053

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.