Afmælismót aldarinnar - 01.09.2012, Side 6
Fréttir frá Helli:
Fjölbreytt og skemmtilegt starf
Taflfélagið Hellir er með aðstöðu sína
að Alfabakka 14a í Mjóddinni þar
sem megin hluti starfsemi félagsins fer
fram þótt einstaka viðburðir geti verið
annars staðar. Umsjón nreð starfmu hefur
Vigfús O.Vigfússon en auk þess munu
reyndir skákmeistarar koma að þjálfun
félagsmanna sem sýna góða ástundun.
Megin uppistaðan í barna- og
unglingastarfi Hellis eru hinar vikulegu
mánudagsæfmgar sem byija kl. 17.15 og
lýkur um kl. 19. A æfingunum eru tefld
stutt fimm umferða mót með 7 eða 10
mínútna umhugsunartíma og skoðuð
skákdæmi, þrautir og fleira eftir því
sem tími vinnst til. Æfingarnar hófust
3. september sl. og standa yfirleitt út
maí. A lokaæfingunni er pizzuveisla þar
sem veittar eru viðurkenningar fýrir
veturinn: fyrir árangur, mætingu og
framfarir. A þessum vetri munu þeim
félagsmönnum sem mæta mjög vel á
æfmgarnar standa til boða einkatímar
hjá reyndum skákmönnum sem hæfa
þeirra styrkleika. Æfmgarnar síðasta vetur
voru mjög vel sóttar en femstir i flokki
á æfmgunum voru Dawid Kolka,Vignir
Vatnar Stefánsson og Felix Steinþórsson
en þar voru líka margir ungir og efnilegir
skákmenn að hefja sinn feril og munu
þeir eflaust velgja þeim eldri undir uggum
ef þeir æfa sigjafn vel framvegis eins og
þeir gerðu síðasta vetur. Félagið er einnig
með kvöldæfingar flest mánudagskvöld
sem byrja kl. 20 og eru þær æfmgar opnar
fýrir alla. Þær æfingar geta verið upplagt
tækifæri fýrir börn og unglinga sem
eru lengra komin til að tefla við reynda
skákmenn.
Páskaeggjamót félagsins fer fram
mánudaginn 25. mars þegar skammt er tii
páska. Um er að ræða sjö umferða mót
með 7 mínútna umhugsunartíma þar sem
allir tefla saman í einurn flokki en veitt eru
aðskilin verðlaun fýrir 12 ára og yngri og
svo 13-15 ára.
Unglingameistaramót félagsins fer fram
29. og 30,október. Mótið er 7 umferðir
og teflt á tveimur dögum. Mótið er opið
öllum en titilinn getur aðeins félagsmaður
í Helli unnið. Núverandi unglingameistari
Hellis er Dawid Kolka en sá sem hefur
unnið titilinn oftast eða firnm sinnum er
Hjörvar Steinn Grétarsson.
Jólapakkamót Hellis er á dagskrá
22. desember. Um er að ræða eitt
fjölmennasta barna mót hvers árs.Veitt eru
verðlaun í 4-5 aldursflokkum fyrir drengi
og stúlkur og í verðlaun eru jólapakkar
eins og nafn mótsins gefur til kynna.Auk
þess er happdrætti með jólapökkum bæði
í hverjum flokki og svo fýrir allt mótið.
Félagið sendir barna- og unglingasveitir
til leiks bæði á Islandsmóti skákfélaga og
Islandsmóti unglingasveita þar sem yngri
félagsmönnum gefst tækifæri til að tefla
saman í sveitum sem eflir hðsandann og
samheldnina og auk þess sem það hentar
sumum betur að taka þátt í sveitakeppni
heldur en einstaklingskeppni.Yngri
sveitum félagsins hefur oft vegnað afar
vel á þessum mótum og hefur Hellir t.d.
unnið Islandsmót unglingasveita í fimm af
þeim átta skiptum sem mótið hefur verið
lialdið.
Fréttir frá Fjölni:
Vikulegar skákæfingar og vegleg barnaskákmót!
Vikulegar skákæfingar Skákdeildar
Fjölnis fýrir börn og unglinga hófust
laugardaginn 15. september og verða
þær framvegis alla laugardaga í vetur
frá kl. 11:00 til 12:30. Æfingarnar eru í
Rimaskóla og er gengið inn um íþróttahús
skólans. Arangur þeirra barna sem sótt
hafa reglulega skákæfmgar Fjölnis hefur
verið mjög góður á undanförnum árum
og skákdeildin hlotið mörg verðlaun og
viðurkenningar fýrir árangursríkt starf.
Fjölnismenn eiga nánast
alla Islandsmeistara í barna-og
unglingaflokkum í skák og á Islandsmóti
unglingasveita 2011 vann A-sveit Fjölnis í
fýrsta sinn Islandsmeistaratitilinn.
Foreldrar áhugasamra barna í Grafarvogi
og á höfuðborgarsvæðinu öllu eru hvattir
til að nýta sér þessar frábæru skákæfmgar
Fjölnis sem bjóðast ókeypis. Nauðsynlegt
er að foreldrar yngstu barna fylgi þeim
á æfmgarnar frá kl. 11:00 - 12:00.
[ AFMÆLISMÓT
ALDARINNAR
=Skák er skemmtileg!=
Reynt er að hafa æfmgarnar fjölbreyttar
og skemmtilegar, kennsla og skákmót til
skiptis. Boðið er upp á ávexti og vatn
á hverri æfingu og öllum skákmótum
lýkur með verðlaunaafhendingu. Meðal
leiðbeinenda í vetur verður ungt afreksfólk
í skáklistinni sem á síðustu árum hefur
sótt kennslu og æfingar í úrvalsflokki
Skákskóla Islands og unnið til fjölda
verðlauna jafnt á íslandi sem erlendis.
Má þar nefna Ingvar Ásbjörnsson, Sigríði
Björgu Helgadóttur og Hjörvar Stein
Grétarsson sem öll urðu Islandsmeistarar
og Norðurlandameistarar með skáksveitum
Rimaskóla. Skákdeild Fjölnis verður í
samstarfi við Skákakademíu Reykjavíkur
og munu kennarar frá akademíunni mæta á
nokkrar æfingar skákdeildarinnar í vetur.
Skákdeild Fjölnis heldur líkt og fýrri
ár vegleg barnaskákmót á starfsárinu
svo sem Torgmót, páskaeggjaskákmót
og sumarskákmót Fjölnis í kringum
sumardaginn fýrsta. Skákdeildin hefur
einnig skipulagt og haldið utan um
Skákmót Árnamessu í Stykkishólmi. Síðast
en ekki síst ber að nefna að Skákdeild
Fjölnis mun í samstarfi við Skákakademíu
Reykjavíkur og Skákskóla Islands efna
til æfingbúða að Ulfljótsvatni helgina 20.
- 21. október n.k. Þetta verður í annað
sinn sem efnt er til skákbúða á vegum
deildarinnar en í fýrra tókst einstaklega
vel til með skákbúðir í Vatnaskógi þar sem
skákkennsla, leikir, fijáls tími, kvöldvaka
og skákmót voru á þéttskipaðri dagskrá.
Einstakt og nauðsynlegt tækifæri fýrir
áhugasama skákkrakka. Skákbúðirnar með
nákvæmri dagskrá verða auglýstar í byrjun
október.Umsjón með skákæfmgum Fjölnis
í vetur hefur Helgi Arnason formaður
skákdeildarinnar.