Skák


Skák - 01.02.1998, Page 18

Skák - 01.02.1998, Page 18
Þriðja Guðmundar Arasonar mótið Guðmundur Sverrir Jónsson Guðmundur Arason leikur fyrsta leik ískák Braga Þorfinnssonar við Þröst Þórhallsson. Þriðja alþjóðlega Guðmundar Arasonar - mótið var sett í Alfafelli, Iþróttahúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði, laug- ardaginn 13. desember 1997 kl. 18:00. Mótið var fyrst haldið fyrir jólin 1995 og er því farin að myndast hefð fyrir því að halda mót á þessum tíma árs, þótt reyndar hafi tímasetningin verið gagnrýnd í þetta skipti vegna þess að rnargir þátt- takenda voru í prófum á sama tíma. Hugmyndin með mótinu var að veita ungum og efni- legum skákmönnum færi á að spreyta sig gegn eldri og reynd- ari meisturum. Þessi hugmynd hefur sennilega blundað í mönnum árum saman en eftir glæsilegan árangur íslensku sveitarinnar sem varð í fyrsta sæti á Olympíumóti barna og unglinga 1995, gekk Margeir Pétursson fram fyrir skjöldu í því að gera drauminn að veruleika. Hann fékk Guð- mund Arason, fyrrverandi forseta SI, til liðs við sig og var fyrsta mótið haldið í Hafnar- firði fyrir jólin 1995, eins og áður segir. I fyrstu tveimur mótunum hafði árangur hinna yngri íslensku skákmanna valdið nokkrum vonbrigðum, þótt vissulega hafi Jón Viktor Gunnarsson náð góðum árangri. En nú litu menn bjartari augum til mótsins því tveir Islendingar áttu möguleika á því að ná sér í lokaáfanga að titli alþjóðlegs meistara, þeir Jón Viktor og Jón Garðar Viðarsson. Það var því með það í huga að ákveðið var að tefla samkvæmt hinu svokallaða Scheveningen - kerfi sem bygg- ist á því að keppendum er raðað niður í tvo hópa og raðað í hópa með stig í huga. Þannig var A-hópurinn sterkari svo að keppendur í B-hópi gætu teflt upp á stórmeistaraáfanga. Hópaskipanin var annars þessi: A - hópur Þröstur Þórhallsson Island SM 2510 Jesper Hall Svíþjóð AM 2460 Mikhael Ivanov Rússland SM 2445 Jakob Aagaard Danmörk AM 2435 Heikki Westerinen Finnland SM 2410 16 SKÁK

x

Skák

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.