Skák - 01.02.1998, Blaðsíða 21
Heimsmeistaramótið
í Groningen
Ágúst Sindri Karlsson
íslensku keppendurnir þrír f.v. Helgi Áss Grétarsson, Margeir Pétursson
og Jóhann Hjartarson.
Keppni um heimsmeistaratitil-
inn í skák er orðin rúmlega 100
ára gömul og á þeim tíma hefur
keppnin tekið litlum breyt-
ingum. Segja má að eina um-
talsverða breytingin hafi verið
um og eftir stríð þegar Alþjóða
skáksambandið (FIDE) eign-
aðist titilinn, en fram að þeim
tíma hafði hann verið í eigu
heimsmeistarans hverju sinni.
A grundvelli þessa eignaréttar
hefur FIDE haldið heimsmeist-
arakeppni óslitið frá 1948, allt
þar til árið 1993, þegar
Kasparov og Short klufu sig frá
FIDE og stofnuðu sérstakt skák-
samband PCA. Frá þeim tíma
hefur keppni um heimsmeis-
taratitilinn verið ein hringavit-
leysa. Síðustu ár hafa í raun
verið tveir heimsmeistarar í
skák, Karpov sem FIDE meist-
ari og Kasparov sem PCA
meistari. Þar sem PCA er
félagsskapur án nokkurrar
starfsemi væri eðlilegast að líta
þannig á að Karpov væri hinn
raunverulegi heimsmeistari.
Málið er hins vegar langt frá
því að vera svo einfalt og í
reynd hefur Kasparov venjule-
ga verið talinn hinn raun-
verulegi heimsmeistari. Þessu
til staðfestingar getur greinar-
höfundur vitnað til reynslu
sinnar á opnunarhátíð Olym-
píumótsins í Armeníu árið
1996, þegar Kirsan llyumz-
hinov, forseti FIDE, kynnti
Kasparov sem heimsmeist-
arann í skák og lét í engu getið
um FIDE meistarann.
Bein afleiðing af þessari óvissu
hefur verið að undankeppni
fyrir heimsmeistaramót hefur
legið niðri um nokkurn tíma.
Til að mynda höfðu þeir skák-
menn sem áttu rétt til keppni á
millisvæðamótum þurft að bíða
í voninni í allt að þrjú ár og
voru í raun flestir farnir að
afskrifa keppnisréttinn. Ekki
bætti úr skák að forseti FIDE,
nefndur Kirsan Ilyumzhinov,
hafði átt frumkvæði að því á
síðasta Olympíumóti að um-
bylta heimsmeistaramótinu.
Hugmynd Kirsans var að tefla
heimsmeistaramótið með út-
sláttarfyrirkomulagi, með sama
hætti og tíðkast á tennismótum,
og ekki nóg með það heldur
lofaði hann einnig 5 milljón dol-
lara verðlaunapotti. Þessi him-
inháa verðlaunafjárlræð varð
þess valdandi að menn voru
almennt vantrúaðir að mót
þetta færi fram. A miðju ári
1997 kom yfirlýsing frá FIDE að
lítt þekkt rússneskt olíufélag
hefði tekið að sér að greiða
verðlaunaféð. Þessi yfirlýsing
varð ekki til þess að auka traust
manna á að mótið færi fram.
FIDE hélt hins vegar sínu striki
og boðaði þá sem rétt áttu til
taflmennsku til hollenska
bæjarins Groningen og skyldi
taflmennska hefjast 9. desem-
ber 1997. Stóra spurningin
langt fram eftir móti var hins
SKÁK19