Skák - 01.12.2002, Síða 3
&Ö S K A K
. r .
\Ád
Útgefandi:
Skáksamband Islands
Ritstjóri:
Þráinn Guðmundsson
Ritnefnd:
Askell Orn Kárason
Bragi Kristjánsson
Þráinn Guðmundsson
Umbrot:
Áslaug Jósepsdóttir
aslaug@fjoltengi. is
Framkvæmdastjóri:
Ásdís Bragadóttir
Auglýsingar:
Einar H. Guðmundsson
Utanáskrift:
Skáksamband Islands
Pósthólf 8354
128 Reykjavík
tölvupóstur: siks@simnet.is
Sími: 568 9141
Fax: 568 9116
Efni m.a.
Skák mánaðarins
Landskeppni við Katalóníu
Skákárið 2002
Haldið í víking
Rabb
Eg get ekki stillt mig um að byrja þetta seinasta Rabb ársins á því að
óska nýjum Islandsmeistara kvenna í skák, Guðlaugu Þorsteinsdóttur,
hjartanlega til hamingju með titilinn. Endurkoma hennar eftir ára-
tuga fjarveru er mikið gleðiefni fyrir alla sem nálægt íslensku skáklífi
koma.
Barnung varð hún fyrsti íslandsmeistari kvenna í skák, fór til Argent-
ínu í fyrsta Ólympíulandsliði kvenna 1978, varð oftar en einu sinni
Skákmeistari Norðurlanda í kvennaflokki, og þannig mætti lengi telja -
já Gulla var í þröngum hópi þeirra sem ruddu brautina í íslenskri
kvennaskák og var glæsilegur fulltrúi íslands hvar sem hún kom.
Annars einkenndist liðið ár ekki af endurkomum í skákina, heldur
af nýjum vindum sem blásið hafa um íslenskt skáklíf og skekið það all-
verulega. Umsvif Hróksmanna á árinu hafa sannarlega komið blóði
skákmanna, jafnt óbreyttra sem innvígðra, á hreyfingu. Sumir dásama
framtakið - hver skákviðburðurinn að þeirra frumkvæði fylgir öðrum
- og fyrirheit um áframhald á næsta ári liggur í loftinu. Öðrum fmnst
fullhátt flogið eins og gengur og grónum félögum og félagsmálamönn-
um í skákhreyfingunni lítil virðing sýnd af framsæknum og duglegum
Hróksmönnum - og hjá Skáksambandinu liggja nú tvö erfið kærumál
á hið nýja stórveldi til úrlausnar, annað vegna liða Hróksins í Deilda-
keppninni, hitt vegna ótímabærs brotthvarfs úr skákmóti að dómi
kærenda. Ósköp væri það nú gott ef skákmenn færu að læra að leysa
deilumál sín í bróðerni í stað stöðugra væringa.
Það er þó óneitanlega nokkuð sérstætt og hlýtur að vekja viðbrögð,
þegar sigur í íslandsmóti skákfélaga - Deildakeppninni - byggist að
verulegu leyti á erlendu stóirmeisturum en máski er þetta tímanna
tákn. Eg skil samt vel vanþóknun forystumanna og skákmanna ann-
arra skákfélaga og spurn þeirra: „Til hvers erum við þátttakendur í
þessu sjónarspili?“.
Ég ber hins vegar fulla virðingu fyrir viðleitni Hróksmanna til að
glæða íslenska skák lífi og einvígi og skákmótahald þeirra á árinu -
hvað þá fyrirheit um framhaldið - hafa verið glæsileg og skákinni til
vegsauka. Rausnarlegar gjafir skákbókar til skólabarna og erindisrek-
stur Hranfs Jökulssonar í því sambandi er og mjög lofsvert framtak.
Vonandi slakar hann og félagar hans ekki á klónni á nýju ári!
Að íslenskum sið á þessum tíma árs skal lesendum loks óskað árs og
friðar og endurfunda á nýju ári.
og margt fleira
Þráinn Guðmundsson
S K A K
287