Skák


Skák - 01.12.2002, Qupperneq 7

Skák - 01.12.2002, Qupperneq 7
einnig hótelgistingu til jafns á við aðra. Skákmenn er jafnan afar viðkvæmir fyrir að- stöðumun af þessu tagi og nauð- synlegt að akkúrat þarna sitji menn við sama borð. Að öðru leyti má svo hver éta úr sinni skál. Sú skák sem hér er tekin til með- ferðar varð strax og henni lauk all umtöluð og almennt talin einn af hápunktum mótsins, eins og það var orðað í Morgun- blaðinu sem aldrei lýgur. Það gerði sigurinn sætari að and- stæðingurinn var Ivan Sokolov einn fremsti stórmeistari heims um þessar mundir. Þó Snorri Bergsson hafi skýrt þessa skák lítillega í síðasta tbl. Skákar þá var það greinilega ekki markmið hans að kryfja hana til mergjar og því er hún skýrð hér aftur: Selfoss, 7. umferð: Hvíttdvan Sokolov Svart: Helgi Ólafsson Nimzoindversk vörn 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 (Áður hefur Ivan leikið 3. Rf3 gegn mér.) 3. - Bb4 4. Dc2 (Þetta er það afbrigði nimzoind- versku varnarinnar sem ég hef haft mest kynni af. Ivan hefur teflt fjölmargar skákir í því og með frábærum árangri. Sam- kvæmt minni samantekt fyrir þessa viðureign voru þær 59 tals- ins, 31 sigur, 8 töp og 20 jafn- tefli jafntefli. Meðal fórnar- lamba hans hafa verið Salov, Kortsnoj, Almazi, Dautov. Jó- hann Hjartarson og Beljavskij. En höfuðóvinurinn Garrij Kasparov mátti einnig lúta í lægra haldi fyrir Sokolov en það var í klassísku afbrigði Nimzoindversku varnarinnar sem hefst með 4. e3. Það er eins gott að vera sæmilega þefvís á „- réttu“ leiðina gegn 4. Dc2. Eins og framhaldið leiðir í ljós villtist ég inn í afbrigði sem ég hafði ekki ætlað að tefla. En meir um það síðar.) 4. - 0-0 (Fræðilega séð stendur 4. - d5 5. cxd5 Dxd5 6. Rf3 Df5!? nokkuð vel. Eg hef stundum beitt þessari leikaðferð sem Oleg Romanis- hin kom fram með árið 1993 og einnig 4. - c5 sem gefur góða möguleika á tafljöfnun. Vandinn er sá að leiðir sem samkvæmt bókinni eiga að leiða til jafnrar stöðu duga skammt gegn Ivan sem yfirleitt hefur á takteinun- um sitt eigið persónulega fram- lag, byggt á rannsóknum og stundum viðamikilli reynslu. Þá má geta þess að á ólympíuskák- mótinu í Bled nokkrum vikum síðar lék Jonathan Speelman 4... d6 gegn mér) 5. a3 Bxc3+ 6. Dxc3 b6 (Það er full ástæða til að geta um leikinn 6. - d6 sem Viktor Kortsnoj beitti gegn Indverjan- um Sasikiran á Ol í Bled. Þessi glæsilega skák er lýsandi dæmi um kraftinn og æskufjör Kortsnojs sem er 71 árs að aldri: 7. f3 c5 8. dxc5 dxc5 9. Bg5 Rc6 10. e3 e5 11. Bd3 Da5 12. Re2 e4 13. fxe4 Rg4 14. Bf4 Be6 15. Hdl f6 16. h3 Rge5 17. Bxe5 fxe5 18. Dxa5 Rxa5 19. Hcl Hfd8 20. Hc3 Hab8 21. b3 b5 22. cxb5 Rxb3 23. a4 Hd6 24. Kf2 Hbd8 25. Bc2 c4 26. Hel Hd2 27. Kg3 Hf8 28. Bdl Rc5 29. Bc2 Rd3 30. Bxd3 cxd3 31. Rcl Hff2 32. Rxd3 Hxg2 33. Kh4 Bd7 34. Rxe5 g5 35. Kh5 Be8 36. Kh6 Hd6 - og Sasikiran gafst upp.) 7. Bg5 Bb7 8. e3 (Sennilega gefur þessi leikur hvít betri möguleika en 8. f3 sem áður var vinsælasti leikurinn í stöðunni. ) 8. - d6 9. f3 c5?! (Fyrir þessa skák hafði ég m.a. undirbúið framhaldið 9. - Rbd7 10. Bd3 c5 11. Re2 Hc8 sem hefur margsinnis komið fyrir í skákum Ivan. Hann hefur leildð 12. b4 eða 12. Db3 með góðum árangri (því má bæta að í sum- um tilvikum hefur verið skotið inn leikjunum -h6 og - Bh4) - Sjá viðauka. Þó undirbúningur minn hafi verið all viðamikill; umferðin hófst kl. 17 og því var nægur tími til stefnu. Atvikin höguðu því svo að í hressingar- skyni undirbjó ég mig einnig með því að leika níu holur á golfvelli þeirra Selfyssinga ásamt nokkrum landsliðsnefndar- mönnum KSI sem dvöldu á Hótel Selfossi. Tölvufróðleikur, sem ég taldi býsna fastan í minni, lak út þarna á grænum grundum við bakka Olfusár og ég víxlaði leikjum; 9. - dxc5 er að mínu mati ekki jafn góður leikur og 9. - Rbd7 þó hann fyr- irfinnist í fræðunum. En þó að þekkingin hafi horfið þá sat nú samt hyggjuvitið eftir - og golf- félagar mínir á áhorfendabekk að viðbættum gömlum TR-ingi, Eyjólfi Bergþórssyni.) 10. dxc5 dxc5 (10. - bxc5 er afar hæpið vegna 11. 0-0-0 De7 (11. - e4 12. S K A K 291

x

Skák

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skák
https://timarit.is/publication/2036

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.