Nefndarálit

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Nefndarálit - 31.12.1944, Qupperneq 3

Nefndarálit - 31.12.1944, Qupperneq 3
NEFNDARÁLIT ATVINNUMÁLANEFNDAR 3 uguni stað í bænum, t. d. vestur í bæ. Slíkt myndi gera börnunum hægara að sækja skóla, enda viðurkennt í framkvæmdinni hjá stærri bæjarfélögum, að betra sé að ha'fa fleiri en eitt skólahús, t. d. í sitt hvor- um enda bæjarins, en eitt skólahús, sem rúmaði öll skólaskyld börn staðarins. Leikfiinishús bæjarins eða barnaskólans cr fyrir löngu orðið of lítið, og háir það íþróttakennslu og starfsemi íþróttafélag- anna. Bygging nýs og fullkomins íþrótta- húss, þarf því að verða skjótlega. Bygging bátaha'fnar með öllu tilheyrandi er mjög mikið hagsmunamál fyrir Hafnar- fjörð. Vaxandi vélbátaútvegur er takmark, sem ber að keppa að, en til þess að nokkur von eigi að vera til að því takmarki verði náð, verður allur aðbúnaður stórum að batna hér í bæ (að vélbátaútveginum). Bryggjur þær, sem er hér, eru, sem nöfn þeirra benda til, hafskipabryggjur; eigi gerðar fyrir vélbáta, enda mjög óhentugar fyrir þá, og þótt reynt hafi verið að bæta úr því með því að setja krana á þær, þá er slíkt ekki nærri eins hentugt fyrir smærri skip og bátabryggjur. Enda er það svo að allstaðar annars staðar, þar sem vélbátaút- gerð er einhver liður í atvinnulífi, að báta- bryggjur hafa verið byggðar. Jafúhliða bátabryggju þarf að koma upp verbúðum eins og t. d. Reykjavíkurbær hef- ur byggt, og með tilliti til þeirrar reynslu, sem af þeim hefur fengizt. Frystihús til geymslu á beitusíld og ann- arrar beitu er einnig nauðsynlegt með vax- andi vélbátaútvegi, en jafn'hliða væri rétt að hafa það svo stórt, að það rúmaði mat- væli, sem bæjarbúar vildu geyma þar, en á slíku hefur verið vöntun. Yæru það sann- arlega aukin þægindi og myndi leiða til betra mataræðis hjá almenningi, að hafa aðgang að frystihúsi og geta geymt þar nýmeti til vetrarins. Bygging bátaha'fnar er nauðsynleg frá sama sjónarmiði og bygging bátabryggju, því fullkomin not af bátabryggju verður eigi fyrr, en bátahöfn hefur verið gerð. Að bærinn girði land sitt í Krísuvík er sjálfsagt, enda nú þegar búið að afla hluta hins nauðsynlega girðingarefnis, sömuleiðis þarf bærinn að hefjast handa um fram- kvæmdir þar syðra, svo sem tök eru á. Svo sem vikið er að áður hér að framan, er Hafnarfjörður sjávarútvegsbær, sem á alla sína framtíð undir því, sem sjórinn gefur. Tæki þau, sem nú eru til í þessum bæ til þess að afla verðmæta úr sjónum, eru aðallega togararnir, en þeir eru orðnir gaml- ir og úr sér gengnir og hefur þar að auki fækkað um 3 skip frá því, sem þeir voru flestir. Styrjaldarárin hefur ekki verið hægt að endurnýja þessi skip með því að fá ný skip í þeirra stað, en strax að styrjöldinni lokinni opnast möguleikar á slíku. Enda er nú þegar farið að bera á háværum rödd- u m um endurnýjun skipaflotans (togara- flotans), samanber samþykkt síðasta þings Fiski- og Farmannasambandsins, sem setti fram kröfu um 75 nýtízku togara, og nú hefur í málefnasamningi þeim, sem gerður hefur verið á milli þeii-ra stjórnmálaflokka, er standa að núverandi ríkisstjórn, vcrið gert ráð fyrir að 200 milljónum króna vcrði varið til endurnýjunar togaraflotans. Hafnarfjörður þarf nú þegar að hefja nauðsynlegan undirbúning að því, að fá byggða fyrir sig erlendis að minnsta kosti 4 til 6 nýtízku togara. Að aukningu vélbátaútvegsins er vikið að á öðrum stað hér á undan, en því til við- bótar skal það sagt, að aukning vélbáta- útvegsins þýðir fleiri vélbáta en nú eru. Bærinn þarf því að láta byggja að minnsta kosti 6—8 vélbáta af stærðinni 50 smál., en sú stærð er viðurkennd heppilegust hér og gcrir t. d. Atvinnumálanefnd Hafnar- fjarðar ráð fyrir þeirri stærð vélbáta í til- lögum sínum um aukningu vélbátaútvegs- ins. Sjálfsagt er að skipasmíðastöðvar hér í bænum njóti vinnunnar við byggingu þess- ara báta, enda bezta tryggingin fyrir gæð- uin þeirra, að þeir séu byggðir hér. Bygging fiskimjölsverksmiðju eða verk- smiðju, sem vinnur úr fiskúrgangi, cr fyrir löngu orðin brýn nauðsyn hér, því árlega fer mikið verðmæti forgörðum, og mesti óþri'fnaður cr af fiskúrgangi, sem látinn er hingað og þangað í úthverfi bæjarins. Með aukinni útgerð verður þörfin á verk- smiðju, er vinnur úr fiskúrgangi enn ríkari. Sú ósvinna hefur hér viðgengist í mörg ár, að keyra allt lýsi héðan í burt til Reykjavíkur, í stað þess að vinna það hér á staðnum. Lýsisvinnsluverksmiðja þarf að rísa sér upp og vera sameign allra þeirra, er útveg hafa með höndum héðan úr bæn- um. Akurnesingar hafa fyrir löngu komið auga á nauðsyn á því tvennu, að ha'fa á staðnum bæði verksmiðju, er vinnur úr fiskúrgangi og lýsisvinnsluverksmiðju, og hafa þeir starfrækt um lengri tíma verk- smiðju, sem cr hvorttveggja í scnn, lýsis- vinnslustöð og fiskimjölsverksmiðja. At- hugandi væri hvort við ættuni ekki (bær- inn) að fara að dæmi Akurnesinga í þessu efni. Bygging niðursuðuverksmiðju er mikið hagsmunamál fyrir bæjarfélagið, því fyrir utan atvinnuaukningu, sem sú starfræksla hefði í för með sér, þýddi það verðmætari vöru framleidda úr sjávarafurðum, sem hér kæmu á land. Það ástand hefur verið hér ríkjandi að öll þau skip, sem þurft hafa viðgerðar við eða hreinsunar fyrir neðan sjólinu, hefur orðið að fara með til Reykjavíkur og konia þeim þar í dráttarbraut. Slíkt er mikið ó- hagræði útgerðinni og stórfcllt atvinnutap fyrir iðnaðarmenn og verkamenn. Bygging dráttaijbrautar er öryggi fyrir sjávarút- veginn og stórfelld atvinnuaukning. Slík dráttarbraut þarf að vera það stór að hún geti tekið upp stærstu skip, sem héðan eru gerð út. Að bærinn hefji nýtingu á landi sínu í Krísuvík er bæði eðlilegt og sjálfsagt, nú, þegar vegasamband er að komast þangað eða komið. Það sem er næsta viðfangsefn- ið í því sambandi er að bærinn hefji stór- fellda ræktun, ræsi fram mýrarnar og fleira. Síðan verði komið þar á stofn stóru og myndarlegu kúabúi, svo að hægt vcrði að fullnægja frá því þörf Hafnfirðinga á mjólk- urafurðum. Um nauðsyn slíks kúabús þarf eigi að fjölyrða. Ástand ]>að sem nú ríkir í mjólkurmálum hér, ætti að vera næg hvatning til þess að bærinn setti kúabú á stofn, þegar bærinn er mjólkurlaus að meira eða minna leyti mánuð eftir mánuð. Skyr og rjómi fæst ekki hvað sem í boði eða veði er, og íslenzkt smjör hefur ekki sést hvað þá fengizt mánuðum saman. Að Hafnfirðingar verði sjálfum sér nægir um þessar nauðsynjavörur, er takmark sem bærinn sjálfur á að keppa að og ná, með stofnun og starfrækslu á kúa'búi. Virkjun hveraorkunnar í Krísuvík cr annað viðgfangsefni bæjarins þar syðra, orka, sem þar er hægt að beizla er stór- kostleg, og má auka ótakmarkað með jarð- borunmn. Orku jiessa má nota til ]>ess að 'framleiða ráfmagn, sem leiða mætti til Haifnarfjarðár og nota til ljósa, hita og auk- ins iðnaðar og til iðnaðar á staðnum, eins og t. d. vinnslu á brenuisteini og flciri efn- um, sem þar mundu fást úr jörðu og lofti. Þó að við Háfnfirðingar fáum rafmagn frá Soginu, er það vitað áþreifanlega, að það rafmagn, sem bærinn fær þaðan, er allt of lítið, og litlar líkur til þess að það auk- ist, því að reynslan hefur sýnt, að þótt nýj- araflvélar komi við Sogið, þýðir það ekki annað, en að fleiri- staðir, sveitir og kaup- tún verða tengd við rafmagnskerfi Sogs- ins og fá þaðan rafmagn, en ekki aukið raf- magn til þeirra staða, sem áður voru fyrir tengdir við Sogið. Nóg rafmagn frá eigin orkuverum Hafn- arfjarðar, er takmark, sem vel er þess vert að keppa að. Vinnsla á brennisteini í Krísuvík var hér áður fyrr stunduð, en lagðist niður, meðal annars vegna flutningscrfiðleika. Nú, þegar vegurinn er kominn þangað suður og nægi- legt rafmagn, er mjög líklegt að vinnsla á brennisteini borgi sig vel. Bygging gróðurhúsa í Krísuvík og rækt- un ávaxta og grænmetis, sem hægt er að rækta við þau skilyrði er þar má skapa, er mjög mikið hagsmunamál. Má til dæmis benda á, að Danir, sem verða að kynda sín gróðurhús upp með kolum og mó, fram- leiddu fyrir stríð grænmeti og ávexti fyrir lö milljónir króna í gróðurhúsum. Bygging og rekstur sumarhótels og hress- ingarhælis við suðurenda Kleifarvatns, virðist ekki vera nein fjarstæða. Náttúru- fegurð er mikil þar syðra ög hverirnir og

x

Nefndarálit

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nefndarálit
https://timarit.is/publication/2062

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.