Nefndarálit - 31.12.1944, Page 4

Nefndarálit - 31.12.1944, Page 4
4 NEFNDAIIÁLIT ATVINNUMÁLANEFNDAR leirinn þar, þrunginn af bætandi efnum fyr- ir gigtveika og aðra sjúka. Víða erlendis eru slík hressingarheimili og sumarhótel mjög mikið sótt, og er eigi ólíklegt að svo myndi einnig verða með sumarhótel og hressingar- heimili, sem stæði við suðurenda Kleifar- vatns. Fiskirækt í Kleifarvatni getur mjög sennilega orðið til þess að veiði úr vatninu verði arðvænlegur atvinnuvegur þegar tím- ar líða fram. En eins og kunnugt er, er eigi annað um fisk í vatninu nú en horn- síli. Til mála gæti komið að flytja fisk (vatnafisk) hingað erlendis frá og setja hann í Kleifarvatn. Væri það eigi lítið hag- ræði Hafnfirðingum að geta veitt í Kleifar- vatni gnægð af allskonar vatnafiski, sem þar væri orðinn til vegna fiskiræktar, en fiskirækt víða um land hefur gefið svo góðan árangur, að eigi er ástæða til annars en ætla, að hún mundi heppnast vel í Kleifarvatni. Nefndin gerir sér fulla grein fyrir því, að greinargerð þessi er hvergi nærri nægilega ýtarleg, þar scm um svo víðtækar tillögur er að ræða og hér hafa verið settar fram, en nefndin telur sig ekki hafa tök á að ha!fa greinargerðina svo fullkomna, sem yfirráð yfir fjárhagslegri og verkfræðilegri séíþekkingu myndu gera kleift, og lætur því nægja það, sem hér á undan, að því við- bættu, sem nefndin setur fram sem sína ósk, að alda sú, sem nú er risin, til við- reisnar og eflingar atvinnulítfinu (samanber málefnasamning stuðningsflokka núverandi ríkisstjórnar), megi ná til Ilafnarfjarðar í sem ríkustum mæli. Háfnarfirði, 25. október 1944. ATVINNUMÁLANEFND „HLÍFAR“ Helgi Sigurðsson, Grímur Kr. AncLrésson, Bjami Erlendsson, Bergsteinn Björnsson, Sigurbjöm Guðmundsson, Þorleifur Guð- mundsson, Ilermann Guðmundsson. P. S. Einn nefndarmanna, Bjarni Erlendsson, vill taka það fram, að hann er mótfallinn því, að bærinn kaupi Víðistaðina, þar sem hann sein eigandi, vill ekki selja staðinn. 0\(0 ■vtr fólki heim sanninn um Reynslan að þessi verzlunarsamtök voru trygging fyrir betri lífsafkomu. yðar eigin verzlunarsamtök á nýja árinu því að verzla jafnan í VlKINCSPRENT H.F.

x

Nefndarálit

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nefndarálit
https://timarit.is/publication/2062

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.