Kjördæmablaðið - 19.05.1959, Qupperneq 4
4
Þriðjudaginn 19. maí 1959
Gunnar Dal:
Afnám kjördæmanna er dauðadómur íslenzks lýðræðls
í nafni réttlætis og lýðræðis
hyggjast nú þrír stjórnmála-
flokkar landsins breyta stjórn
arskrá íslands, og leggja nið-
ur öll hin fornhelgu kjördæmi
utan Reykjavíkur. Einmenn-
ingskjördæmin, sem eðli sínu
samkvæmt hljóta að vera
flokksvaldinu helztur Þránd-
ur í Götu, og tryggja því lýð-
ræðið bezt, eiga að leggjast
niður, en í þeirra stað að koma
fá og stór kjördæmi með hlut-
fallskosningum.
Ég fæ því ekki skilið á hvern
hátt slíkar breytingar yröu til
styrktar lýðræðinu.
Lýðræði í hinu fyrsta lýð-
ræðisríki álfunnar, íslandi,
jafnt og í hinum helztu lýð-
ræðisríkjum nútímans, Eng-
landi og Bandaríkjunum, hef-
ur alltaf byggzt á valdi hér-
aða — ákveðinna hagsmuna-
hópa, sem markast af land-
fræðilegum og sögulegum
rétti, — til að velja sér íull-
trúa.
Þetta hefur hingað til ver-
ið talinn sjálfsagður grund-
völlur lýðræðisins bæði í
Bandaríkjunum og í Bret-
landi, þótt fólksfjöldi kjör-
dæmanna sé þar mjög mis-
jafn. í Bandaríkjunum hafa t.
d. fámennustu ríkin alveg jafn
an rétt til öldungadeildarinn-
ar og hin fjölmennustu.
Það er alkunna að höfuð-
borg Bandarikjanna var í upp
hafi valinn staður utan sam-
bandsríkjanna. Ástæðan er
vitanlega sá skilningur Banda
ríkjanna, að ef hún hefði ver-
ið reist í einhverju ríkjanna
mundi það þar með fá mikil
sérréttindi og áhrifavald á
stjórn landsins, sem hin hefðu
ekki. Eftir að Washington óx
fiskur um hrygg þótti af sömu
ástæðum ekki rétt að veita
henni fulltrúa á þingi. — Með
þessu er ekki verið að gefa í
skyn, að Reykjavík eigi eng-
an þingmann að fá kjörinn(!)
göngu á vörum, sem allir
kaupa aðrir en bændur. Ríkis-
stjórnin virðist helzt forðast
að lækka með niðurgreiðslum
verð þeirra vara, sem búand-
lið kaupir jafnt og aðrir lands
menn. Hins vegar stóð ekki á
því að lækka kaup hjá bænd-
um jafnt og hjá launafólki.
Látum svo vera. Bændur hafa
ekki og munu ekki skorast
undan byrðum til jafns við
aðra. En auk þess var lögfest
að beita bændur sérstökum
rangindum í verðlags- og þar
með kjaramálum, aleina
stétta þjóðfélagsins. Það er
hnefahögg, sem ekki gleymist
auðveldlega.
Allt er þetta þó aöeins inn-
gangur, eins konar uppljóstr-
un um hugarfar.
Meira stendur til, þar sem
eru ráðagerðir um niðurskurð
opinberra framkvæmda, sem
á að beina fyrst og fremst að
dreifbýlinu í sveit og við sjó.
Þá er líka og jafnframt ætl-
unin að taka fyrir fjármagn
til framkvæmda í landbúnað-
inum og er búið að senda út
opinbera aðvörun um það
efni.
Þessi áform verður að koma
í veg fyrir. Þessar öfugsnúnu
ráðagerðir og úrtöluraddir
verður að kveða niður með
illu eða góðu, hver svo sem
hefir þær uppi. Hér er um svo
mikið að tefla fyrir alla sem
Ef heruð landsins afsala sér rétti sínum, tákna þær kosningar, er nú fara í hönd,
endalok þeirrar menningar, er hefir réttlætt sjálfstæöa tilveru þessarar þjóðar
— aðeins bent á að það er
réttmætt og heilbrigt vegna
jafnvægis landsbyggðarinnar
að taka nokkurt tillit til sér-
stöðu höíuðborgar.
Þá er einnig alkunna, að á
þingi Sameinuðu þjóðanna
hafa þjóðirnar (að stórveld-
unum undanskildum) jafnan
rétt þrátt fyrir mjög mismun-
andi íbúatölu. Ég efast um að
nokkur íslendingur teldi það
réttmætt, að Danir t. d. (sem
eru 25 sinnum fjölmennari en
íslendingar) ættu þar 25 full-
trúa á móti einum fulltrúa ís-
lands. Eða hver er sá íslend-
ingur, sem kallaði það rétt-
læti að Bretar fengju á al-
þjóðlegri ráðstefnu um land
helgismál 325 fulltrúa gegn
hverjum einum fulltrúa ís-
lands?
Höfðatölureglan er eins og
sjá má af þessum dæmum,
engan veginn algild í sam-
skiptum lýðræðisþjóða. Þvert
á móti er þar jafnan tekið til-
lit til hins landfræðilega og
sögulega réttar ákveðins sam
íélags.
Með þessu er ekki sagt, að
kjördæmaskipunin þurfi engr
ar endurskoðunar með. En hér
sem annars staðar er meðal-
hófið mezt og skaðlegt að rasa
um ráð fram. Nauðsynlegar
leiðréttingar er hægt að gera
án þess að fremja það glap-
ræði að leggja niður ein-
menningskjördæmin og hin
fornu kjördæmi landsins og
brjóta þannig niður sjálf-
an grundvöll þess lýðræðis,
sem bezt hefur reynzt með
vestrænum þjóðum.
Það verða að teljast grunn-
færir menn, sem trúa því í al-
vöru að fá og stór kjördæmi
með hlutfallskosningum yrðu
til styrktar lýðræði og heil-
vilja hag og heill sveita og
sj ávarplássa, að það verður að
setja ofaý öllum þeim flokks-
sjónarmiðum, sem hingað til
hafa ráðið.
Kosningarnar í vor snúast
um kjördæmamálið eitt
í fyrstu lotu ber að gera
allt, sem unnt er, til að koma
vitinu fyrir stjórnmálamenn-
ina og fá þá ófan af því á-
formi, að legja kjördæmin
niður.
Þaö á ekki að þurfa að mis-
takast, ef nógu margir þekkja
sinn vitjunartima. Kveðjið
ykkur hljóðs, hvar í flokki sem
þið standið, og látið fulltrúa
ykkar og forystumenn vita ó-
tvírætt að þið samþykkið
aldrei slíkt réttindaafsal, sem
afnám kjördæmanna er. Láti
þeir sér ekki segjast að held-
ur og verði kosið um þetta
mál, má enginn láta blekkj-
ast. Þá verður ekki um neinar
vanalegar kosningar að ræða.
Þar verður um tilverumögu-
leika dreifbýlisins að tefla í
nútíð og framtíð. Hvaða flokki
sem við kynnum annars helzt
fylgja endranær, þá yrði það
í það sinn kosið um það eitt,
hvort þetta yrði í síðasta sinn,
sem menn mættu kjósa sér
þingmann fyrir sitt kjördæmi.
Játvarður Jökull Júlíusson.
brigðu stjórnarfari í þessu
landi.
Augljóst er, að með þessu
yrði val frambjóðandans ekki
lengur á valdi kjósandans. Fá-
mennur hópur manna í innsta
hring flokksins mundi þá fá
hina ákjósanlegustu aðstöðu
til að ota sínum mönnum
fram sem þingmannsefnum og
verða einráður innan flokks-
ins. — í fyrstu mundu vafa-
laust rísa hér upp margir smá
flokkar, sem kæmu manni á
þing, eins og raun hefur á orð-
ið í Frakklandi t. d. og annars
staðar, þar sem svipað fyrir-
komulag hefur komizt á.
Vegna þess öngþveitis, sem við
þetta skapaðist, er afar lík-
legt að einn flokkur, sennilega
Sjálfstæðisflokkurinn, næði
að lokum hreinum meirihluta.
Það er á allra vitorði, að
valdamestu menn Sjálfstæðis-
flokksins og þeir, sem skipu-
leggja flokksstarfsemina öðr-
um fremur, eru öfgamennirn-
ir lengst til hægri, mennirnir,
sem áður fyrr gengu erinda
Nazismans, og þótt þeir hafi
nú afklæðzt einkennisbún-
ingnum, er innrætið enn hið
sama, og þekkingin á skipu-
lagningu og beitingu flokks-
valdsins hefur jafnvel ávaxt-
azt með aukinni reynslu. —
Meirihlutastjórn Sjálfstæðis-
flokksins mundi því ekki mark
ast af frjálslyndi og húmanisk
um lífsviðhorfum Gunnars
Thoroddsen og f ylgj enda
hans. Þvert á móti mundi
flokkseinræði hins svartasta
afturhalds leggjast eins og
myrkur yfir þjóðina. Fyrsta
verk þess yrði efling ríkis-
valdsins, því að án hers inn-
lends eða erlends, mundi það
aldrei geta stjórnað íslend-
ingum.
Meirihlutastjórn Sjálfstæð-
flokksins — hvernig svo sem
hún yrði — hlyti að knýja öll
hin mörgu brot vinstri flokk-
anna til að sameinast — á
annan hátt yrðu þau dauða-
dæmd. —
En vegna hinnar nýju kjör-
dæmaskipunar yrði jafnvel
sigur þeirra engan veginn
hættulaus lýðræðinu. Stærst-
ur vinstri flokkanna og bezt
skipulagður, yrði þá ef til vill
r Dal
„Alþýðubandalagið“.
Innsti kjarni þess flokks er
eins og menn vita, fámennur,
og járnharður hópur Moskvu-
kommúnista, sem haldið hef-
ur völdunum i flokknum gegn-
um þykkt og þunnt, þótt önn-
ur flokksbrot og foringjar hafi
verið' innbyrtir. Ekkert er lík-
legra, en að þessir menn gerðu
völd sín að skilyrði fyrir
vinstri einingu.
Þótt vinstri öflin sigruðu
hin íhaldssömu einræðisöfl,
byði það því aðeins nýjum
hættum heim. Lýðræðið væri
þar jafnt í veði.
Þannig leiddi þessi bylting
á kjördæmaskipuninni, afnám
hinna fornu kjördæma lands-
ins, fyrst til upplausnar, sem
gæfi síðan einræðisöflunum
lengst til hægri og lengst til
vinstri, byr undir báða vængi,
og fyrirheit um lokasigur ann
aðhvort kommúnismans eða
íhaldseinræðis, sem stutt yrði
innlendu eða erlendu vopna-
valdi.
Þetta er ástæðan til að ein-
ræðisöflin í „Alþýðubanda-
laginu“ og Sjálfstæðisflokkn-
um sækjast svo ákaft eftir
þessum þjóðhættulegu breyt-
ingum, sem vega fyrst og
fremst að lýðræðinu í landinu.
Hjá Sósíalistum hefur verið
ákaft deilt um þetta mál. Hin-
ir lýðræðissinnaðri þingmenn
flokksins vildu fresta öllum
breytingum á þessum málum.
Moskvumennirnir voru þessu
mótsnúnir og sigruðu hér sem
endranær. — Svo þýðingar-
mikil er hin fyriihugaða breyt
ing kjördæmanna í þeirra aug
um, að jafnvel dauði Alþýðu-
flokksins gat ekki freistað
þeirra til að eiga neitt á hættu
með, að hinn nýi grundvöllur
flokksræðis og einræðis yrði
lagður.
Þessir menn ættu sízt að
hampa fána lýðræðisins. í
hjarta sínu vita hinir greind-
ari stjórnmálaforingjar vel að
afnám kjördæmanna felur í
sér dauðadóm yfir því lýðræði,
sem íslendingar urðu fyrstir
þjóða til að skapa. — Þeir
fylgja dæmi Loka Laufeyjar-
sonar, sem fékk hinum blinda
goða mistilteininn í hendur,
og lét hann í blindni sinni
vega að því, sem bezt var með
ásum. í hlutverki hins blinda
goða eru svo hinir óbreyttu
fylgismenn þeirra, sem unna
frelsi og lýðræði -— en vega
samt að því í blindni sinni.
Ef flokksblindan fær íbúa
þessa lands og þá ekki sízt þá,
sem búa utan Reykjanesskag-
ans — til að koma á kjör-
dæmabyltingunni með at-
kvæði sínu, verður afleiðing-
anna skammt að bíða. Áhrif
allra byggða utan Reykjanes-
skagans fara að sjálfsögðu
stórlega minnkandi, og lands-
byggðin afsalar sér völdum,
sem hún getur aldrei endur-
heimt. Hagsmunir Reykjavík-
ur og Suðurnesja mundu þá
mestu ráða, og dregið verður
úr öllum framkvæmdum út
um land. Þetta mun aftur
valda nýjum og auknum fólks
flutningum til Reykjanes-
skagans og raska enn jafn-
væginu í byggð landsins.
í þessu fellst mikil og aug-
ljós hætta ekki aðeins fyrir
héruð landsins, heldur einnig
fyrir Reykjavík. Þeir tímp’-
hljóta að koma, að íslending-
ar geta ekki lengur lifað á
hermangi og erlendum lánum,
heldur verða að byggja líf sitt
/á sinni eigin framleiðslu. Hætt
er þá við, að dansinn kringum
gullkálfinn í Reykjavík og á
Suðurnesjum verði að lokum
hrunadans, þar sem þúsundir
manna verða atvinnulausar
og bíða efnahagslegt skipbrot.
Að stuðla að þessari þróun, er
bví vafasamur areiði við höf-
uðborgina. — Með því að reka
þjóðina í einn hnapp á Suð-
urnesin, er ekki aðeins menn-
lingu okkar stefnt í voða, held-
ur fellst einnig í því framtíð-
arhætta fyrir efnahagslegt
sjálfstæði landsins.
Við erum vaxandi þjóð og
verðum því fyrst og fremst að
rækta landið og nytja auð-
lindir þess. Því má ekki binda
starfsorku íslendinga við dauð
og ónýt störf, hvorki á Keíla-
víkurflugvelli né skrifstofu-
báknum Reykjavíkur.
Þannig yrði hin fyrirhugaða
bylting á kjördæmaskipun-
inni sízt til að leysa vanda
atvinnuveganna, þar sem þær
mundu enn auka á misræmið
í byggð landsins og draga enn
fleiri hendur frá framleiðsl-
unni að dauðum störfum.
Þá ætti það atvinnuleysi,
sem sívaxandi fólksflutning-
ar til höfuðborgarinnar hljóta
fyrr eða síðar að skapa, að
vera Reykvíkingum lítið til-
hlökkunarefni.
Hin geigvænlegasta hætta í
sambandi við afnám kjör-
dæmanna er þó sú eins og
fyrr segir, að hún felur í sér
dauðadóm hins íslenzka lýð-
ræðis og gerir að engu áhrif
dreifbýlisins á stjórn lands-
ins.
Því verður þess vegna ekki
trúað, fyrr en í lengstu lög, að
íslenzkir bændur og íbúar
sjávarþorpanna dragi nú
svefnhött flokksblindninnar
yfir höfuð sér og íylgi böðl-
um sínum eins og þæg og
hlýðin fórnardýr.
Ef héruð landsins afsala sér
lífsrétti sínum, tákna þær
kosningar, sem nú fara í hönd,
fall og endalok hinnar ís-
lenzku bændamenningar,
þeirrar menningar, . sem ein
hefur réttlætt sjálfstæða til-
veru þessarar þjóðar.