Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 16.08.2007, Qupperneq 5

Bæjarblaðið Jökull - 16.08.2007, Qupperneq 5
Nemendur Fjölbrautarskóla Snæfellinga Gleðilegt nýtt skólaár. Námsbækurnar fyrir haustönn 2007 eru komnar. Skiptibókamarkaður er hafinn fyrir þær bækur sem kenndar eru á haustönninni. opið 11-18 virka daga og 13 -15 á laugardögum. Hrannarstíg 5 - Grundarfirði - sími 4386725. Sárt Víkingar og Gríndvíking- ar áttust víð í hörkuleik í Ólafsvík síðastliðið föstu- dagskvöld. Miklar breyt- ingar voru á byrjunarliði Víkinga frá því í leiknum gegn Njarðvíkingum. Vík- ingar voru án Ragnars Mars og Jón Péturs þar sem þeir tóku báðir út 1 leiks bann. Ellert eins og flestum er kunnugt var far- inn erlendis til að leggja stund á nám. Tryggvi og Aljaz voru báöir meiddir þannig að stórt skarð var höggvið í liðið sem undan- farna 7 leiki var taplaust. Grindvíkingar byrjuðu leikinn af miklum krafti og áttu Víkingar í vök að verj- ast til að byrja með. Ljóst var að Grindvíkingar vildu reyna skora snemma í leiknum en sterk vörn Vík- inga stóð vaktina með miklum sóma. Josip Marosevic kom Víkingum síðan yfir með lúmskri aukaspyrnu. 1-0 var staðan í hálfleik og staðan því væn tap fyrir heimamenn. Seinni hálfleikur fór af stað með álíka miklum látum og sá fyrri. Grindvíkingar voru meira með boltann og sóttu stíft upp báða kant- anna. Grindvíkingar náðu svo að jafna eftir rúmlega 50 mínútna leik og svo að komast yfir stuttu seinna. Víkingar voru ekki lengi að svara íyrir sig og aftur var á ferð Josip með stórglæsi- legu skoti úr aukaspyrnu. Á 90. mín dróg svo til tíð- inda að dæmd var víta- spyrna á Víkinga. Einar varði spyrnuna vel en eitt- hvað sá aðstoðardómari leiksins athugavert við markvörslu Einars og lét Grindvíkinga endurtaka spyrnunna. Grindvíkingar létu þetta tækifæri ekki úr hendi sleppa og skoruðu af mildu öryggi. 2-3 því lokastaða og Víkingar í 7. sæti deildarinnar með 16 stig eins og Stjarnan sem er í 6. sæti. FASTEIGNASALA SNÆFELLSNESS Á heimasíðu Fasteigna- og skipasölu Snæfellsness fasteignsnae.is er að fínna upplýsingar um allar eignir á skrá hjá Fasteigna- og skipasölu Snæfellsness. Pctur Kristinsson hdl. löggiltur- fasteigna- og skipasali sími 438-1199 FJÖLBRAUTASKÓLI SNÆFELLINGA FJÖLTÆKNISKÓLI ÍSLANOS TÆKNI VÉLAR SIGLINGAH ÚTVEGUR 30 brúttólesta réttindanám Skipstjórnarnámskeið í samstarfi Fjölbrautaskóla Snæfellinga og Fjöltækniskóla íslands Vegna mikillar eftirspurnar hefur verið ákveðið að halda annað námskeið á Snæfellsnesi til að öðlast 30 brúttólesta skipstjórnarréttindi í haust. Námskeiðið er 60 kennslustundir og verður kennt í lotum í ágúst og september: 1. lota: 18.-19. ágúst í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 2. lota: 8. - 9. september í Fjöltækniskóla fslands 3. lota: 16. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga 4. lota (próf): 23. september í Fjölbrautaskóla Snæfellinga Námskeiðsgjald: 70.000 kr. Hámarksfjöldi: 23 Áhugasamir eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið solberg@fsn.is eða hafa samband við skrifstofu Fjölbrautaskóla Snæfellinga í síma 430-8400, í síðasta lagi 17. ágúst 2007. Vakin er athygli á því að þann 1. janúar 2008 taka ný lög gildi og við tekur nýtt nám sem gefur réttindi á 12m skip og styttri. Þeir sem þurfa réttindi á stærri skip verða eftir 1. janúar 2008 að sækja eins árs nám í Fjöltækniskólanum, en það nám veitir réttindi á 24m skip og styttri. Skólameistarar i VÉLSTJÓRNARNÁM - VÉLSTJÓRNARBRAUT 2. STIGS i Fjölbrautaskóla Snæfellinga í samvinnu við Fjöltækniskóla íslands Fyrirhugað er að bjóða upp á nám á vélstjórnarbraut 2. stigs, sem veitir 750 kW réttindi, í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í samvinnu við Fjöltækniskóla (slands, ef næg þátttaka fæst. Námið samanstendur af bóklegum og verklegum áföngum og verða bóklegu áfangarnir kenndir í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði, en verklegu áfangarnir í Fjöltækniskóla íslands í Reykjavík. Námið er skipulagt í lotum í þrjá annir, hefst í september 2007 og lýkur í desember 2008. Kennt verður um helgar, laugardaga og sunnudaga, tvisvar sinnum í mánuði. Skráning fer fram í Fjölbrautaskóla Snæfellinga til 31. ágúst. Síminn er 430-8400 og netfang fsn@fsn.is. Skráningargjald fyrir námið í heild er kr. 22.000 og þarf það að greiðast í síðasta lagi 31 .ágúst. Nemendur greiða einnig efnis- og verkstæðisgjald, en það gjald er ákveðið fyrir hverja önn fyrir sig. Athugið að nauðsynlegt er að nemendur skuldbindi sig til að mæta í a.m.k. 80% bóklegra tíma og alla verklega tíma. Skólameistari

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.