Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 16.05.2002, Qupperneq 4

Bæjarblaðið Jökull - 16.05.2002, Qupperneq 4
Frambjódandahjal. Senn líður að sveitastjórnar kosningum hér í Snæfellsbæ eins og annars staðar á land- inu. Ég var nú alveg salla ró- legur yfir þessari staðreynd fyrir nokkrum vikum síðan og var með hugann við allt annað en kosningar. Eins og góðum bónda sæmir var kominn í mig vorhugur og ég farinn að undirbúa mig and- lega og líkamlega undir sum- arið. Þegar það var orðað við mig að taka sæti á J lista nýstofn- aðra bæjarmálasamtaka Snæ- fellsbæjar samþykkti ég það fljótlega eins og mér hættir til þegar ég er beðinn um að taka að mér eitthvert starf sem tengist félagsmálum. Þannig er nú forsagan að því að ég er farinn að hugsa eins og sveitastjórnarmaður (sem allt veit). Snæfellsbær er fyrir margra hluta sakir merkilegur. Tveir þéttbýlisstaðir norðan jökuls og blómlegar sveitir sunnan megin. Þessi svæði tengir svo hundleiðinleg Fróðárheiðin saman. Þetta er nú blanda sem ætti að öllu jöfnu ekki geta gengið, sem sagt að Óls- arar, Sandarar og sveitavarg- urinn geti myndað saman öfl- ugt sveitarfélag en þetta hefur samt tekist alveg þokkalega. Snæfellsbær er kannski ekki mjög öflugt sveitarfélag en hann á þó að vera full fær um að sinna sínu hlutverki og veita íbúum sínum alla þá þjónustu sem þeir eiga rétt á. En góðan bæ má alltaf gera betri og hvernig er það best gert? Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör en mín skoðun er sú að það eigi að byrja á grunninum eins og verklagnir menn gera yfirleitt og í þessu bæ eru það börnin og unglingarnir sem eru grunnurinn. Þeirra málum þarf að sinna betur og leita leiða til að þeim líði alltaf sem best bæði innan skólanna og í sínum frítíma. íþróttahúsið glæsilega í Ólafsvík gefur okkur mörg tækifæri í þessu sambandi sem við þurfum að nýta. En aldrei hefur mér þó langað meir að bora i gegnum heiðina en þegar börnin úr sveitunum komast ekki vegna veðurs og ófærðar á æfingar í íþróttahúsinu. Sem betur fer hefur fólki fjölgað í Snæfellsbæ en betur má ef duga skal. Það er ekki nóg að vera dugleg í rúminu við verðum að gera bæinn fjölskylduvænni og meira að- laðandi fyrir fólk sem vill fly- tja til okkar og ekki síður til að halda því fólki sem fyrir er. Meiri fjölbreytni þarf í at- vinnulífið og þar held ég að ferðaþjónustan sé sá þáttur sem við eigum mestu mögu- leikana í. Þá kemur þessi ögrandi spurning? Hvar á að fá peninga til að gera þetta. Þá versnar í málinu , ég undirrit- aður ásamt öðru j lista fólki höfum verið að setja okkur inn í fjármál bæj- arins síðustu daga með hjálp góðra manna og satt best að segja fór töluverður vindur úr okkur við það verk. Staðan er alls ekki góð. Yfir 80 % af tekjum bæjarins fara í bein- hörð rekstrargjöld og afborg- anir af lánum.Það sem eftir stendur dugar varla fyrir vöxtum. Þetta þýðir það að allar nýjar fram- kvæmdir verður að fjármagna með lánsfé. Þetta ber allt að sama brunninum, við verðum að auka tekjur bæjarfélagsins til þess að geta farið að gera eitthvað i málunum. Það hefur verið skondið að fylgjast með umræðunni hér í bæ eftir að listarnir tveir sem í boði eru komu fram. Fólk er að spá í hvort það skipti máli hvar menn búa í Snæfells- bænum og hvort réttlætinu hafi þar verið fullnægt að öllu leiti. Sennilega eru þetta leifar af gamla góða rígnum. Mín skoðun er sú að þetta skipti ekki höfuðmáli eftir átta ára súrsæta sambúð. Einn gamal- gróinn Ólsari sagði við mig um daginn að það hefði nú mörgum fundist það mikil fórn fyrir þéttbýlið að setja sveitamann í annað sæti J list- ans. Einn fulltrúi af sjö í bæjar- stjórn (vonandi) er nú kanns- ki ekki mikil fórn og reyndar held ég að bæjarstjórnin verði sterkari fyrir bragðið. Eina fórnin sem við getum talað um í þessu sambandi er sú fórn sem væntanlegir bæjar- fulltrúar færa sjálfir. Þeir eru að fórna sínum frítíma og þeim tíma sem þeir gætu annars eytt með fjölskyldum sínum. Þetta held ég að sé hollt fyrir fólk að hafa hug- fast. En þetta breytist nú allt þegar Páll frá Höllustöðum leiðréttir kjör bæjarstjórnar- manna og fólk bíður í röðum eftir því að komast í bæjar- stjórn. Kosningar snúast hvað sem hver segir um völd og áhrif en líka um fólk og áherslur. J listinn býður fram nýtt afl í komandi kosningum. Listinn samanstendur af ungu og bar- áttuglöðu fólki í bland við reynda sveitarstjórnarmenn. Þetta fólk er tilbúið að axla þá ábyrgð sem fylgir því að stjór- na sveitarfélaginu. Baráttan mun klárlega standa um fjórða sætið og ef við lítum á hvernig listarnir tveir eru skipaðir þá sýnist mér ljóst að meiri þörf sé fyrir Ijósmóður- ina en framkvæmdarstjórann í bæjarstjórn. Með vorkveðju úr Staðar- sveitinni Kristján Þórðarson bóndi og frambjóðandi Ölkeldu. KæliVélar KÆLIVÉLAVERKSTÆÐI S: 587-45-30 GSM: 893-19-06 Skipstjórnarmenn Snœfellsnesl Ndmskeið í notkun á hinum vinscela skipstjórnarbúnaði MaxSea verður haldið í Grundarfirði dagana 23-24 maí. Skróning fer fram hjó Mareincfog Radiomiðun í símum'- 438 6611 og 511 1010 radiomiðun Mareind hafsjór nýrra möguleika ! Siglinga og fiskileitartæki

x

Bæjarblaðið Jökull

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.