Bæjarblaðið Jökull


Bæjarblaðið Jökull - 16.05.2002, Blaðsíða 6

Bæjarblaðið Jökull - 16.05.2002, Blaðsíða 6
Framhaldsskóli Snæfellinga Undirritaður á sæti í fram- haldsskólanefnd Snæfellinga sem í umboði Héraðsráðs Snæfellinga hefur unnið að stofnun okkar eigin fram- haldsskóla. Var undirritaður tilnefndur af bæjarstjórn Snæsfellsbæja, auk þess eiga sæti í nefndinni Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar og Ey- þór Benediktsson, aðstoðar- skólastjóri og formaður bæj- arráðs Stykkishólmsbæjar. Niðurstaða okkar er í meg- inatriðum sú að slíkur mögu- leiki er raunhæfur kostur ef a.m.k. 7 af hverjum 10 nem- endum er útskrifast úr grunnskólum Snæfellinga innriti sig þar í nám ár hvert. Umtalsverðri vinnu er nú lokið við gerð áætlunar um skipan slíks skólahalds. Fór sú vinna fram í samráði við starfsmenn framhaldsskóla- deildar Menntamálaráðu- neytisins. Þá nutum við sér- fræðiaðstoðar Sölva Sveins- sonar, skólameistara Fjöl- brautaskólans við Ármúla. Stefnt er að því að uppbygg- ing skólans verði hvort tveg- gja í senn, hefðbundin og óhefðbundin, þ.e.a.s. skóla- starfið taki mið af nýjum möguleikum upplýsinga- tækninnar. Þannig fari nám- ið fram á hefðbundinn hátt í kennslustofum skóla er stað- settur yrði í Grundarfjarðar- bæ, miðsvæðis á starfssvæði skólans til að jafna aðgengi nemenda af öllu Nesinu. í>óra auglýsirí Þessa dagana eru vorvörurnar að koma inn. Buxur og bolir á telpur st. 120 - 150. þessi dress eru ekki bara fyrir þcer grönnu. Snið fyrir allar stelpur. Peysur og skyrtur fyrir stráka. Við erum komnar í sumarskap. Björt nóttin - fermingar og kosningar framundan. semsagt skemmtilegheit og börnin í fallegum fötum frá Póru. Verslunin Þóra Ólafsvíh Þangað yrði nemendum ekið flesta daga vikunnar. Jafn- framt stunduðu nemendur nám heima á innraneti skól- ans, í fjar- og dreifnámi með fistölvu er skólinn léti nem- endum í té. Á þennan hátt kæmi skólinn til með að hafa sérstöðu og byði því upp á fjölbreytt námsumhverfi sem tryggði að námsframboð yrði við allra hæfi skv. nýrri nám- skrá framhaldsskóla. Enn- fremur yrði aðgengi nem- enda á iðn- og starfsbrautum tryggt að verknámsaðstöðu annarra skóla. Staða málsins í dag er í fæstum orðum sú að fráfar- andi menntamálaráðherra, Björn Bjarnason, lét það verða eitt af sínum síðustu verkum að samþykkja áætl- un okkar um starfsskipan skólahaldsins.fagleg mark- mið og inntak, að fenginni umsögn sérfræðinga ráðu- neytisins. Nú vinnum við að því með aðstoð þingmanna og ráðherra að núverandi ráðherra menntamála sam- þykki að setja skólann inn á fjárlög næsta árs svo ráða megi skólameistara strax í haust til að hefja undirbún- ing að upphafi skólahalds haustið 2003. Til þess að svo megi verða eigum við íbúarnir á Snæ- fellsnesi síðasta orðið um hvort af þessu getur orðið. Það gerum við með þvi að halda áfram þeirri öflugri samstöðu sem sveitarfélögin hafa flaggað fram að þessu í þessu eina merkasta byggða- máli Snæfellinga hin síðari ár. Þetta er einfaldlega spurning um lífskjör og þjónustu á svæðinu, atriði sem skiptir miklu máli um framþróun búsetuskilyrða hér á Nesinu. Rúsínan í pylsuendanum blasir hins vegar við okkur núna strax á maídögum þessa vors. Nefnilega sú að til að tryggja ofantalin mark- mið í sessi, - og til að sann- færa ráðherrann nýja um nauðsyn þessa máls,- þarf að tryggja starfsemi framhalds- deildar FV hér í Snæfellsbæ og Stykkishólmi næsta skóla- ár því einn útgangspunkta rekstursleyfis hins nýja skóla er það að í hann sæki strax fyrsta starfsári nemendur 1. og 2. árs. Því skiptir tilvera deilda FV hér við upphaf haustannar 2002 úrslitamáli. Við tryggjum starfrækslu deildarinnar hér hjá okkur best með nægu aðgengi nem- enda (a.m.k. 12 nemendur) með innritun þeirra til undir- ritaðs nú á næstu dögum. Ef allt gengur eftir þá ættu þeir hinir sömu möguleika á að halda framhaldsskólanámi sínu áfram á öðru ári, haust- ið 2003, þá í Framhaldsskóla Snæfellinga. Stöndum sam- an og tryggjum þennan ávinning í sessi! Skráum nemendur strax í FVSn, helst á morgun! Sveinn Þór Elinbergsson, skstj. FVSn. Sendum fermingarbörnum í Snœfettsbce ocf fjötskytctum fteirra hamingjuóskir á ferminqardaqinn. TÆKJA- OG TÖLVUBÚÐIN Ólafsbraut 19 - Ólafsvík - sími 436 1050

x

Bæjarblaðið Jökull

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bæjarblaðið Jökull
https://timarit.is/publication/1894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.