Húsgangur - jul 1997, Qupperneq 2
2
Húsgcingur - Júlí 1997
Um augn- og sjónvernd
J'
kvæöi 9. gr. reglugerðar nr.
498/1994 um skjcávinnu hljóðar
orðrétt svo:
1. Starfsmenn skulii eiga rétt á að
hcefur aðili próf atigu þeirra og sjón
á viðeigancli hátt:
- áður en skjávinna hefst,
- með jöfnu millibili eftirþað,
- ef fram koma vandk\>œði tengd
sjón sem gætu átt rót að rekja til
skjávinnu.
2. Starfsnienn skalu eiga rétt á
skoðun hjá augnlækni ef niðurstöður
prófsins sem uin getur 11. mgr. gefa til
kynna að þess þurfi.
3. Sjá verður starfsmanni fyrir
sérstökuni biinaði til iirbóta seni hæfir
því starfi sem um er að ræða ef
niðurstöóur prófsins eða skoðunar-
innar seni uni getur í 1. og 2. mgr.
sýna að það sé nauðsynlegt og ekki er
hægt að nota venjuleg gleraugu,
snertilinsur eða þvíumlíkt.
4. Ráðstafanir sem gerðar eru
samkvæmt þessum reglum mega aldrei
hafa í för með sér aukakostnað Jyrir
starfsmenn.
Haft hefur verið samband við Vinnu-
efitirlit ríkisins um þetta mál. Vinnu-
eftirlitið hefur lagt til að stofnunin
setji sér reglur um hvernig ofangreint
ákvæði er framkvæmt. Landsbókasafn
hefur því tekið saman eftirfarandi
leiðbeiningar og eru þær að miklu
leyti sniðnar eftir vinnureglum sem
fjármálaráðuneytið hefur sett sér í
þessu efni. Auk þess var haft samráð
við Vinnueftirlitið og öryggisnefnd
safnsins:
1. Stofnunin fer eftir Reglum um
skjávinnu nr. 498/1994 sem félags-
málaráðuneytið hefur gefið út.
2. Ákvæði 9. gr. um augn- og sjón-
vernd starfsmanna á við um þá starfs-
menn sem iðulega nota skjái við
umtalsverðan hluta vinnu sinnar.
3. samræmi við ákvæði 9. gr. greiðir
stofnunin augnskoðun hjá augnlækni
gegn framvísun kvittunar frá lækni.
Starfsmaður skal þó tilkynna slíka
skoðun til starfsmannahalds bóka-
safnsins áður en skoðunin fer fram.
4. Miðað er við að augnskoðun fari
fram á um það bil þriggja ára fresti.
Þetta tímabil getur þó orðið styttra ef
sérstakar ástæður liggja til þess.
5. Þurfi starfsmaður nauðsynlega á
Starfsmannahald
agnheiður Síeunn Aðalsteins-
dóttir hóf störf í bókasafninu 1.
júni. Verður hún að hálfu í útlánum
á 3. hæð og að hálfu í aðfangadeild
við frágang tímarita á sömu hæð.
Sögunetið (Mellon-verkefnið) er
nú að fara i gang. Björn L. Þórðarson
heíúr verið ráðinn í fúllt starf frá 16.
maí 1997 til að vinna við þróun
tölvukerfa vegna þessa verkefnis. Þá
hafa tveir starfsmenn verið ráðnir
tímabundið í sumar til þess að vinna
við þau handrit sem tekin verða fyrir.
Það eru þau Svava Rut Ólafsdóttir
nemi í íslcnsku og Þórður Ingi
Guðjónsson M.A. í íslensku og hófú
þau störf í handritadeild 1. júní.
Guðlaugur Guðlaugsson byrjaði
starf sem vaktmaður 2. maí og verður
í afleysingum í sumar. Brjánn Birgis-
son starfar cinnig hjá okkur í sumar
við afleysingar í fatahengi, símavörslu
o.fl. Hann hóf starf 9. júní. Þá er þess
að geta að Rósfríður Sigvaldadóttir,
sem starfar hjá okkur í hálfu starfi,
verður í fúllu starfi í sumar.
Regína Eiríksdóttir hefur sagt
starfi sínu í bókasafninu lausu, en hún
hefur verið í launalausu leyfi undan-
farin tvö ár. Sveinn Rúnar Sigurðsson
lét af störfúm í safninu 1. júní og Hel-
mut Lugmayr þann 6. júní.
Við þökkum þeim starfsmönnum
sem nú hverfa á braut samvinnuna og
vel unnin störf í þágu bókasafnsins og
bjóðum jafnframt nýja starfsmenn
velkomna til starfa.
Þórir Ragnarsson
búnaði til sjónleiðréttingar að halda
vegna skjávinnu sérstaklega, að mati
augnlæknis, skal vinnuveitandi leggja
honum til slíkan búnað, þ.á m. sérstök
gleraugu. Búnaðurinn telst eign
vinnuveitandans.
6. Starfsmanni ber að snúa sér til
vinnuveitanda áður en ráðist er í kaup
hjálpartækja, svo sem gleraugna, og
hlíta fyrirsögn hans um það hvernig
skuli að slíku staðið. Að öðrum kosti
ber vinnuveitanda ekki skylda til þess
að taka þátt í kostnaði.
7. Greiðsla fyrir gleraugu verður
ákveðin í samráði við starfsmanna-
skrifstofú fjármálaráðuneytisins og fer
eftir vinnureglum ráðuneytisins í
þessu efni. Varðandi kostnaðarþátt-
töku hefur ráðuneytið sett sér þá
meginreglu að greiða fyrir þann lág-
marksbúnað sem unnt er að komast af
með. Ef til kaupa á búnaði kemur,
lætur bókasafnið athuga fyrirfram
hver kostnaðarþátttaka ríkisins
verður.
13. júní 1997
Skrifstofa landsbókavarðar
Kjarasamningur
Félags háskólakennara
O amningurinn var imdirritaður 9.
júní sl. með fyrirvara um
samþykki félagsmanna. Atkvæða-
greiðsla um hann stóð í nokkra daga og
lauk mánudaginn 23. júní með
yfirgnæfandi samþykki félagsmanna.
Launahækkanir sem samningurinn
kveður á um eru afturvirkar til 1. maí sl.
Skv. þessum kjarasamningi verður
tekið upp nýtt launakeríi sem tekur gildi
1. des. 1997 og á að fúllu að vera komið
á 1. febrúar 1998, en undirbúnings-
vinna við yfirfærslu er þegar hafin.
Samningurinn gildir til 1. október árið
2000. Með honum er stefnt að því „að
auka sveigjanleika launakerfisins og
draga úr miðstýringu í launa-
ákvörðunum og koma á skilvirkara
launakerfi sem tekur mið af þörfúm og
verkefnum stofnana og starfsmanna
þeirra“ svo að orðrétt sé vitnað til hans.
Guðrún Karlsdóttir