Húsgangur - jul 1997, Qupperneq 3
Húsgangur - Júlí 1997
3
Öryggisnefnd safnsins
Öryggisnefndin var sett á stofn í
bókasafninu í janúar 1996 og starfar
hún í samræmi við vinnuverndarlög.
Hlutverk hennar er meðal annars að
„skipuleggja aðgerðir varðandi
aðbúnað, hollustuhætti og öryggi
innan fyrirtækisins, annast fræðslu
starfsmanna um þessi efni og hafa
eftirlit á vinnustöðum með því, að
ráðstafanir er varða aðbúnað, holl-
ustuhætti og öryggi komi að
tilætluðum notum“. í öryggisnefnd
bókasafnsins eiga sæti Hildur
Gunnlaugsdóttir og Örn Hrafnkelsson
af hálfu starfsmanna og Ólafur
Guðnason og Þórir Ragnarsson af
hálfu stofnunarinnar.
Nefndarmenn sóttu tveggja daga
námskcið hjá Vinnueftirliti ríkisins í
mars síðastliðnum og var þar ljallað
um ýmsa þætti vinnuverndar og
öryggis á vinnustað.
Öryggisncfndin vill minna á að
starfsmenn geta haft samband við
hana eða einstaka nefndarmenn vilji
þeir koma á framfæri ábendingum
eða fýrirspurnum sem varða öryggi og
vinnuvernd. Bæklingar og blöð um
Öryggismál
þetta efni eru í sérstakri öskju í
kafFistofu.
Forhitari
Ákveðið hefur verið að setja forhitara
í hitakerfi hússins, þ.e. tæki sem hitar
upp kalt vatn sem er í lokaðri lögn og
myndast hringrás í lögninni. í
nýlegum byggingum hefur þess orðið
vart að tæring hafi valdið leka í eir-
pípum sem eru í millihiturum.
Munurinn á að vera með forhitara og
lokað kerfi annars vegar og hitaveitu-
vatnið beint inn á lögnina hins vegar
er mjög mikill. Felst hann í því að
verði leki í lokaðri lögn þá rennur
aðeins það vatnsmagn sem er fyrir
ofan lekann í Iögninni og verður tjón
í lágmarki. Framkvæmdir eru nú á
lokastigi.
Mælingar
Dagana 17,- 22. febrúar síðastliðinn
voru framkvæmdar mælingar í
bókhlöðunni. Tilgangur þeirra var
m.a. að athuga hvort samræmi væri í
hitatölum sem stýribúnaður hússins
keyrir eftir og mæla ástand á
nokkrum svæðum í húsinu þar sem
kvartanir hafa borist um loftleysi.
Haft var samband við Innivist ehf.
en þeir sérhæfa sig í slíkum
mælingum og einnig viðhaldi á
loftræsikerfúm. Gerðar voru mæling-
ar á lofthita, skynjunarhita, rakastigi,
hita á gagnstæðum flötum og trekk.
Út frá mælingunum eru ýmsar kenni-
stærðir, sem segja til um hitaþægindi,
reiknaðar út.
Mælt var á 6 stöðum í húsinu.
Niðurstaða mælinganna bendir til að
fara þurfi yfir stillingar á kerfum
hússins. Ástandið er misgott þar sem
mælt var, mjög gott á sumum stöðum,
en á öðrum sveiflast hiti nokkuð.
Rakastig er gott eða milli 40-45%.
Trekkur er ávallt undir viðmiðunar-
mörkum. Þessar niðurstöður segja
okkur kannski ekki alla söguna, en
eru samt góð viðmiðun.
Haldinn var fundur með hönn-
uðum og verktökum til að ræða
skýrslu Innivistar.
Ljóst er að fara þarf yfir stillingar
á kerfum hússins en ákveðið var að
bíða með fyrstu aðgerðir þangað til að
búið væri að setja upp forhitara.
Ólafur Guðnason,
Þórir Ragnarsson
Lesstofa í líffræði (Nátt)
l—l austið 1968 var hafin kennsla í
1 ' líffræði við Háskóla íslands.
Lesstofa í líffræði (Nátt) var fyrst til
húsa að Lækjargötu 14A en haustið
1972 var lesstofan flutt í núverandi
húsnæði að Grensásvegi 12.
í útibúinu eru nú á skrá um 3700
bækur og um 90 tímarit sem berast
reglulega, auk gamalla árganga fjöl-
margra tímarita sem hætt eru að
koma. Líffræðinemendur skila náms-
ritgerðum sínum í tveimur eintökum
til Landsbókasafns og er annað ein-
takið geymt á Grensásvegi en hitt í
námsbókasafni á 3. hæð í Þjóðar-
bókhlöðunni. I safndeildinni er einn-
ig geymt ýmislegt smáprent, s.s.
skýrslur og rit íslenskra stofnana sem
tengjast líffræöinni.
Eins og nafnið gefur til kynna er
safndeildin að mestu leyti nýtt af líf-
fræðinemum og kennurum þeirra.
Mikið af efuinu er notað á staðnum
enda standa safngestum 37 lessæti til
boða. Allt frá upphafi hafa rit þó
verið lánuð út. Meðaltal útlána á
lesstofunni árin 1980-1989 reyndist
vera um 485 bindi en hefur heldur
aukist þannig að 1990-1996 voru
útlán komin í 760 bindi að meðaltali
á ári (lán á staðnum er ekki með í
þessum tölum). Öll útlán fara fram
skriflega á miðum, en ekki um Gegni
frekar en í öðrum safndeildum. Þetta
kallar á að lánþegar sýni samvisku-
semi í umgengni sinni um rita-
kostinn, því fmnist enginn útlánamiði
fýrir bókinni er hún einfaldlega týnd,
a.m.k. tímabundið.
Nú eru eftirlitsferðir farnar í
útibúið þrisvar í viku, en þrátt fyrir
það verður seint komið í veg fyrir
ritahvörf. M.a. þess vegna fór fram
könnun dagana 20. - 22. maí sl. á rita-
kosti lesstofimnar og var útlánastaða
könnuð sem og vantanir í safnkostinn.
Af 3700 ritum reyndust 415 vera í
útláni en 166 rit voru glötuð. Af þess-
um 415 reyndust mjög gömul útlán
(eldri en 1995 / mestmegnis frá
síðasta áratug) vera 102 talsins og
sennilega má bæta þeim við glötuð rit
sem hækkar þá tölu týndra rita upp í
268.
Líklegt má telja að safndeildin
verði á núverandi stað nokkur ár enn,
en ekki er vitað hvað tekur við í nýju
náttúrufræðihúsi í Vatnsmýrinni þótt
á teikningum muni vera gert ráð fyrir
lesstofu.
Karl Ágúst Ólafsson