Alþýðublaðið - 12.03.1926, Blaðsíða 2
2
ALÞ'ÝÐUBLAÐID
ILPÝSiBLAiMI [
kemur út á. hverjum virkum degi. |
Afgreiðsla i Alþýðuhúsinu við ►
Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. [;
til kl. 7 síðd. ^
Skrifstofa á sama stað opin kl. >
Q1/^—101/2 árd. og kl. 8—9 síðd. [
Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ►
(skrifstofan). í
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á [
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 (
hver mnj. eindálka.
Prentsmiðja: Alþýðuprentsmiðjan ►
(í sama húsi, sömu símar).
StJomarskiftmiNoregi
(NI.)
Áð því, er haegrimenn snertir,
eru þeir óefað til. alls búnir og
hyggja gott til glóðarinnar að
beygja verkalýðinn í kné. Munu
atvinnurekendur nú segja upp öll-
um samningum og heimta kaupið
lækkað að miklum mun. Geta þeir
nú hrósað happi yfir því að hafa
trúa og dygga hægristjórn að
baki sér. Verði mótspyrnan sterk,
mun ekkert til sparað. Dómstólum
og hervaldi verður teflt fram, ef
í harðbakka slær. Það er eftir-
tektarvert, að Christensen fylkis-
maður fer með dómsmálin og
Wefring geðveikralæknir með her-
máliú í hinni nýju stjórn. En um
þá menn báða er það kunnugt, að
þeir hallast að stefnu Mussolinis
hins ítalska.
Um nýju stjórnina er að öðru
leyti ekki mikið að segja. Hún
mun vera saman sett af miðlungs-
mönnum. Sumir nýir og alveg ó-
þektir í norskri pólitík, — engir
atkvæðamenn.
Eitt er þó víst: Þessi stjórn
verður römm afturhaldsstjórn. I
hermi sitja þrír stórkaupmenn,
fjórir embættismenn og einn stór-
bóndi (godseier). Og þessum síð-
ast talda eru fengin i hendur fé-
lagsmálin.
Aðalhlutverk stjórnarinnar verð-
ur baráttan gegn verkalýðnum, og
þai^ er hún sterk. Bændaflokkur-
inn, sem er ekkert annað en
grímubúinn hægriflokkur, fylgir
henni þar fast að málum. Stór-
bændurnir, sem mynda bænda-
flokkinn ,eru engu síður andvígir
verkamönnum en hinir verstu
hægrimenn.
Norskir atvinnurekendur ætla
nú að hefja harða sókn. Þeir of-
reyndu sig á verkbanninu mikla
fyrir tveim árum, þegar nær því
alt atvinnulíf í landinu lá í kalda
koli heilan ársfjórðung. Var þá
ekki laust við, að félagsskapur
þeirra tæki að gliðna. Vissu það
allir, að sumir fylgdust þá með
nauðugir og voru stórreiðir yfir
ástandinu. í fyrra voru þeir sem
lamaðir eftir stríðið og höfðu
hægt um sig. Víðast hvar tókst
verkamönnum að knýja fram
nokkra launahækk^in. Nú hafa at-
vinnurekendur aftur sótt í sig
veðrið, og rás viðburðanna virð-
ist vera þeim hliðholl.
Verkamenn í Noregi eiga án efa
erfiða daga fyrir höndum. Þeir
fá við ramman reip að draga.
Það er full ástæða til þess fyr-
ir íslenzkan verkalýð að fylgjast
með í því, sem nú er að gerast
hjá frændum vorum austan hafs.
Tilraim með hreiðurkassa.
(Nl.)
Stærð hreiðurkassa mætti hafa
svipaða*því, sem hér segir:
c
.S 3 'S
‘55 . o
w 5 -X,
n3 rj
0)
§) S
c o
ÖD
C ‘Cö
c «£:
o,
Q
s
o
o
CQ
P
bi) ‘g
c S
tö
bo g
C A
tUD
O
K
s s s
oq CO CO
s* s
ts -s?
s s
s
o
s
o
o
S
o
s
o
o
(M
I I
s
O
S3
oo
oo
o
T—<
o
CO
C
.5
’S,
o
s
u
I
■a1
- a
bn
•o
ca
co
£
03 T3
(X S
cn
Þegar hreiðurkassar eru festir
upp handa fuglum úti við, skal
þetta athugað:
1. Kassann á að festa upp
snemma á vorin, að minsta kosti
2—3 vikum áður en von er á fugl-
unum. Það er gert til þess, að
hann verði orðinn vel útitekinn
og veðurbarinn, áður en fuglinn
fer að svipast eftir hreiðurstað.
2. Varpkassaná skyldi festa upp
á stólpa í trjágörðum, á sírna-
staura (ef leyft er), utan á íbúð-
arhús eða útihús nálægt anddyri
eða á aðra staði móti sólu, þar
sem fuglar halda sig. Betra. er að
festa kassana á stólpa en á trén
í sjálfum garðinum.*
Erlendis voru á einum stað fest-
ir upp 25 varpkassar á tréstólpa á
bersvæði og 50 kassar í skógartré.
Árangurinn varð sá, að fuglar
notuðu 96 a. h. af kössunum á!
stólpunum, en að eins 8 a. h. af
hinum.
3. Varpkassa á að festa upp
móti sólu og- svo vel, að þeir
haggist ekki í stormi. Bezt er að
festa þá með skrúfnöglum.
4. Kettir eru verstu óvinir fugla*
sem verpa í hreiðurkassa. Þeir
klifra upp stólpa og staura fyrir-
hafnarlaust, reka loppuna inn um
opið á varpkassanum, læsa klón-
um í fuglinn og draga hann út.
Við þessu má gera með því að
negla álnarlangan blikkhólk utan
um stólpann rétt fyrir neðan kass-
ann. Kisa fótar sig ekki á málm-
inum og hættir við svo búið.
5. Varpkassana á að taka ofan á
naustin, geyma þá á þurrum stað,
þar sem þeir hvorki mygla eða
fúna yfir veturinn. Enginn óþefur
eða lykt má vera af kassanum
eða efni því, sem í hann er iátið,
þegar hann er festur upp á vorin.
Það getur verið, að fyrst um
sinn beri lítinn árangur að festa
upp hreiðurkassa hér í Reykjavík
að því leyti, að fuglarnir noti þá
ekki. En ef það gæti samt orðið
til þess, að unglingar gæfu lifn-
aðarháttum fuglanna meiri gaum
en verió hefir og vekti hjá þeim
velvild til þeirra, er tilganginum
náð. Þó að fyrsta tilraunin mis-
heppnaðist, ætti ekki' að leggja
árar í bát, heldur tvöfalda kassa-
töluna næsta vor.
Þeir, sem festa upp hreiður-
kassa, ættu að hafa gætur á,
hvaða fuglar nota kassann, ef til
kemur, og halda dagbók yfir,
hvernig foreldrarnir haga sér, frá
því að þeir byrja á hreiðurgerð-