Alþýðublaðið - 15.07.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.07.1926, Blaðsíða 3
AtÞtÐUBLAÐIÐ 3 ■-------------------- Umvarp og Esperanto. (Frh.) 4. Þing umvarpsunnenda. Samband alheims-umvarpsunn- enda heitir féiagr mikið og marg- ment. Það hélt fyrsta ársþing sitt í París 14.—19. apríl 1925. Var þar saman kominn fjöldi fólks víða að auk hinna kjörnu full- trúa, en þeir voru úr 19 ríkjum. Eitt þeirra mála, er á dagskrá voru, hafði Samband amerískra umvarpsfélaga lagt fyrir þingið. Þar var því falið að velja eitt- hvert mál til að verða allsherjar- mál umvarpsins samhliða þjóð- tungunum. 15 manna nefnd var skipuð í málið. Dr. Edmond Pri- vat úr Genf var formaður henn- ar, en varaformaðurinn var sænsk- ur og heitir Nordin. Hann er ein- hver hinn snjallasti og áhugamesti idisti, þeirra, sem nú eru uppi. Nefndin fékk tillögur um fjögur mál: ensku, Esperanto, Ido og Iníerlingva. Samþykt var skjótt með öllum atkvæðum að hafna hverri þjóðíungu sem væri í þessu skyni. Formaður greiddi aldrei at- kvæði vegna stöðu sinnar, en það vita allir, er til þekkja, að hann er esperantisti ágætur. Eftir lang- ar umræður samþykti nefndin með 13 atkvæðum gegn 1 að leggja fyrir þingið tillögu, sem svo hljóðar í lausiegri þýðingu: „Þar sem þingið er sannfært um j það, að tungumálamismunurinn orsakar marga örðugleika í milli- þjóðaviðskiftum, þá . mælir það j fram með námi og notkun Es- perantos sem hjálparmáls við firðtal alt og öil alheimsþing." Tillaga þessi var síðan samþykt. Hér hafa idistar mist bezta spil- ið af hendinni, þar sem firðtal og umvarp er. Höfðu þeir þó búist þar vel um og létu undan síga eftir hraustustu vörn: Nordin hinn sænski hélt fjölmargar ræður bæði á nefndarfundum og eins j fyrir öllum þingheimi og gagn- rýndi Esperanto sem mest hann mátti. Taiaði hann ýmist á ensku eða ido. Margir menn töluðu þar á Esperanto, óg voru ræðurnar síðan þýddar á ensku og frönsku. Að lokum reyndi Nordin að fresta ákvörðun þingsins um tveggja ára bil. En alt kom fyrir ekki. Út- breiðsia sú, er Esperanto hefir fengið sökum yfirburða sinna, er svo mikil og augljðs, að fram hjá henni verður ekki gengið. Óhætt mun því að telja Esperanto fram- tíðarmál umvarpsins samhliða þjóðtungunum. (Frh.) Ól. Þ. Kristjánsson. Um daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Katrín Thoroddsen, Von- arstræti 12, shni 1561. Sklpafréttir. Qoðafoss fór síðdegis i gær vest- ur og norður um land til útlanda. Nánari skoðun á honum á að fara fram í Kaúpmannahöfn. — 1 gær kom kolaskip til Sigurðar Runólfs- sonar kaupmanns. Fisktökuskip fór til Spánar. „Bisb“ kom einnig í gær til að taka fisk, en „Tjaldur" fór til útlanda. Bæjarstj órnarf undur er í dag. 12 mál eru á dagskrá, þar á meðal synjun meiri hluta fjárhagsnefndarinnar á aukadýrtíð- aruppbót handa starfsmönnum bæj- aríélagsins, kaup á þeim hluta jarð- Einar skáiaglam: Húsið við Norðurá. hins forna meistara eins og þegar majórinn sá hana í fyrsta sinni; það var fallinn píslar- vættisblær yfir hana alla. Goodmann Johnson starði á hana og dáðist að hinni skínandi fegurð hennar, og hann þekti hana á því, er skýrast tók af tvimælin, á rödd blóðsins. Hinar uæmu og fjmu taugar hans sögðu honum, hver hún var, og svo datt honum í hug Öræfajökull. Goodmann Johnson gekk hratt upp land- göngubrúna og til hennar. „Kom þú sæl, Guðrún Jónsdóttir!" sagði hann með þeim einkennilega sönghreim i röddinni, sem Vestur-lslendingar hafa. Svo heygði hann sig að henni og kyssti hana. En hinir iðjusömu sagnfræðingar bæjarins, kjaftatívurnar, teygðu úr rönunum og von- ■iðu, að þær gætu nasað nýtt hneyksii og skráð það í hina sítalandi annála sína. Strákur frá „Hótel Skálholt" hafði teluð við föggunum og fylgdi systkinunum þangað. Þau gengu upp í herbergi, sem honurn var vísað á, og hófu samtal. Þau sögðu hvort öðru, hvað á daga þeirra hefði drifið, og Goodmann Johnson fanst hann vera eins og leystur úr læðingi. Guðrún var farin.. Hún hafði sagt Good- mann Johnson alt, sem hún vissi um morð- málið, og hann hafði sannfærst um, að það myndi ekki vera eins greitt aðgöngu eins og hann hafði gert sér í hugarlund. Hann greip símann og kallaði til mála- flutningsmannsins, sem hafði varið Þorstein, og þeir mæltu sér mót. Goodmann Johnson sat í skrifstofu Stein-' grlms hæstaréttarmálaflutningsmanns. Steingrímur hafði lagt fyrir hann öll máls- skjölin og vörn sína fyrir Þorstein. „Þér hafið vafalaust gripið rétt á málinu. Það er stórgalli, að ekki hefir verið gerð nein alvarleg tilraun til að komast fyrir end- ann á því, hvernig á dauða þjónsins Max- wells stóð, og sérstaklega, hvernig á því stóð, að svo einkennilega skyldi vilja tii, ,að hann einmitt skyldi farast svo að segja í sömu andránni qg majórinn," sagði Johnson. „Ég reyndi að gera það, sem ég gat til *sð leiða athygli dómsins að þessu, en hann skeytti því engu,“ anzaði Steingrímur. „Sé Þorsteinn ekki morðinginn, hlýtur feir- una í sönnununum gegn honum að vera þarna að finna. Á öllum öðrum sviðum sýn- ast böndin ákveðið berast að honum. Hefir ekki verið Spurst neitt fyrir um ástæður þessara manna á Englandi ?“ „Nei;“ anzaði Steingrímur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.