Alþýðublaðið - 30.07.1926, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.07.1926, Blaðsíða 2
e ALÞÝÐUBLAÐIÐ M K. j HverSisgölu 8 ópin frá kl, 9 árd. | 1 til kl. 7 síðd. í • Skrifstofa á sania stað opin kl. ► I 9Va —10'/a árd. og kl. 8 — 9 síðd. t Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ► (skrifstofan). Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ► mánuði. Auglýsingaverö kr. 0,15 í hver mm. eindálka. [ Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan (í sama hiisi, sömu simar). Ferð um Snæfellsnes og Vesturland eftir Björn Bl. Jónsson. VII. Mánudaginn 14. júní fór ég frá Patreksfirði til Bíldudals og kom jrar seinni hlula sama dags. Á Bíldudal hefir eftirtektarverð breyling orðið á atvinnurekstrin- um. Þegar milljónafélagið hætti að starfa hér á landi, keyptu for- stjórar útibúanna verzlanir Jtíer, er jreir réðu fyrir, ýmist einir eða. í félagi með öðrum. Á Bíldudal var Hannes B. Stephensen for- stjóri fyrir milljónafélagið, Jregar það hætti f»ar, og hann keypti á- samt öðrum fleirum verzlunina ásamt því, sem henni fylgdi og fylgja bar. Firmanafn Jressa fé- lags Var . Hannes B. Stephensen & Co„ Bíldudal. Á Bíldudal hefir aldrei, svo að ég viti til, verið nema ein verzlun, sem hefir haft ráð yfir framleiðslutækjunum. Verzlun Jæssi hefir alt af verið nefnd Bíldudalsverzlun án tillits til Jress, hver eða hverjir væru eigendur hennar, og eins verður gert hér í Jressum kafla. Fram- ieiðslutæki Jiau, er Bíldudalsvérzl- un hafði, voru um eitt skeið á milli 10 og 20 seglskip frá 10 smálestum „brúttó“ upp í 45 eða 50 smál. Nú á seinni tímum hafa verið settar hjálparvélar í sum af Jressum skipum. Öll þessi skip stunduðu h mdfærafiskveiðar, og á þessum skipum slunduðu at- vinnu sína flestallir karlmenn kauptúnsins, en í Jjað, sem til vantaði til Jress, að skipin væru fullskipuð, votu teknir menn hér og hvar úr Arnarfirðinum, af Barðaströndinni og svo úr Tálknafirði. Skip pessi byrjuðu veiðar sínar fyrri partinn í apríl og héklu úti til síðasta ágúst. Það var alment talið, að Bíldu- dalsskipin fiskuðu skipa bezt, allra Jieirra, er út voru gerð á Vesturlandi til handfæraveiða. Peningagreiðslur hjá Bildudals- verzlun áttu sér vart stað. Þyrfti maður að senda bréf með pósti og bæði um aura til J)ess, pá var svarið: „Það parf ekki; ég skrifa það í reikning þinn.“ Póstaf- greiðslan var í verzluninni. Væri beðið um aura til pess að borga með hin lögskipuðu gjöld til sýslumannsins, kom sama svarið aftur: „Ég skrifa pað í reikning þinn.“ Verzlunarstjórinn var um- boðsmaður sýslumannsins. lirepp- ar nær og fjær höfðu sína reikn- inga par, og alt gekk með milli- skriftum á milliskriftir ofan. Dán- arbúsfé og ómyndugra fé lá í þúsunda tali eða tuga þúsunda í verzluninni, og Jrannig var það, Jregai; verzlunin H. B. Stephen- sen & Co. varð gjaldþrota í vetur, er leið. Þá var svo rnikið fyrir af forgangskröfum frá dánarbúum, ómyndugra fé, tollum og sköttum til hins opinbera,, að vinnulaun verkafólksins rnistu rétt. Suniar af þessum kröfum, sem að ofan eru taldar, voru að sögn kunnugra manna alt að því 5 ára gamlar. En af þessu, sem áður er talið, nristi verkafólkið, sem í landi vann, alt það fé, sem það átti eftir af vinnulaunum sínum frá árinu 1925. En sjómennirnir fengu sitt sökum Jress, að lögin heimila þeinr sjóveð í skipi, er þeir vinna á, en veðhafi skipsins leysir út innieignir þeirra. Það er hrapal- iegt, þegar verkantaður og verka- kona hafa sparað sér saman nokkrar krónur með því að lifa hundalífi, að þá skuii þau tapa þeim fyrir það, að á þeim hafa verið brotin lög með því að greiða þeim ekki kaup sitt út í peningum að vinnunni lokinni, eins og lög landsins mæla fyrir um. Væri nokkurt réttlæti til í J>essu landi, I>á myndi slíkt ekki vera látið hegningarlaust. Sunt- ir sögðu, að dánarbúsfé,-ómynd- ugra fé, tollar og skattar til hins opinbera , sé í eigin reikningi sýsluntanns, og verkafólkið, einn fyrir alla og allir fyrir einn, ætl- áði í mál til að fá dóm fyrir því, hvort þetta fé hefði forgangsrétt fyrir kaupgjaldsinnstæðu, þótt sýslumaður viidi svo vera láta. Hvað úr verður, veit ég ekki. All- ir luku upp einum munni um það, að þeim væri með öllu óskiljan- legt, hvernig á því stæði, að verzlunin hefði farið á höfuðið, þar sem skipin hefðu' fiskað svo undursamlega vel, —árið 1924 á fjórða hundrað skippund hin hæstu og árið 1925 380 skippund hin hæstu, og fiskurinn hefði allur verið seldur fyrir geipiverð. „Hefði gjaldþrot þetta skollið yfir 1923, þá hefðum við getað skilið J>að,“ sagði fólkið, „því að þá fiskuðu skipin ekki meira en svo, að vafasamt er, hvort þau hafa þá borið sig.“ Ekki þarf að kenna um verklýðsfélögum, verkföllum eða háu kaupi, því áð lengi fram eftir dýrtíðarárunum fengu karl- menn að eins 25 aura um stund- ina. Þegar gjaldþrot þetta var um garð gengið, fór suður einn af j>eim, sem hafði verið þjónn og meðeigandi í félaginu, og ætlaði að fá keypta verzlunina með því, sem henni fylgdi, en fékk ekki, sökum þess, að hann gat ekki borgað nógu mikið út. Hann kom því heim aftur við svo búið. Nú f>uriti eitthvað að gera til við- reisnar kauptúhinu, eins og hann orðaði það. Einstaklingsframtakið var ekki lengur nothæft á Bíldu- dal. Þá væri bezt að sjá, hvort nokkur leið væri til þess að hafa atvinnurekstur ji grundvelli jafn- aðarstefnunnar, en ilt og bölv- að var það fyrir mann með auð- valdlegri hugsjón og auðvaldleg- um hugsunarhætti, að fara að stofna til atvinnurekstrar á þeim grundvelli og gerast forstjóri syks rekstrar. En hvað urn það? Þetta varð að gerast. Fundarboð var látið ganga út og inn um allan Arnarfjörð, og múgur og margmenni var saman kornið á tilsettum tíma. Sameignarfélag var stofnað og J>ví nafn gefið: „Bjargráðafélag Arnarfjarðar", samningur gerður við íslands- banka um leigu á þeim húsum, sem félagið þarf með til rekstr- arins, fiskreitum, bryggjum og tveim haffærum skipum ásamitt stóium mótorbáti, sem hafður er til, flutninga, til þess að fara með salt og vörur beggja megin fjarð- arins og taka aftur. til baka fisk, sem verkaður er á Bíldudal og

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.