Alþýðublaðið - 23.09.1926, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
]4LÞÝBUBLA»IÐ|
\ kemur út a hverjum virkuru degi. j
I Afgreiðsla i Alpýðuhúsinu við í
j Hverfisgötu 8 opin frá kl 9 árd. ►
< til kl. 7 síðd. j
X Skrifstofa á sama stað opin kl. ►
] 9*/a—lOVa árd. og kl. 8 — 9 siðd. |
< Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 ►
I(skrifstofan). ►
Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,00 á ►
mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 >
hver mm. eindálka. I
í Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan I
Byggingbarnaskölans
Bæjarsjóður á nú hálfa mill-
jón króna, er tekin hefir verið
með "útsvörum til byggingar
barnaskólans nýja. Fyrir löngu
hefir verið ákveðið, að byrja
skyldi á aðflutningi efnis, grefti
og byggingu nú í haust. Fjöldi
atvinnulausra manna býður eftir
vinnunni. Börnin hafa lengi beðið
skólans. Hvað veldur' töfinni?
Borgarstjórinn setti, Guðm. Ás-
bjarnarson, ber því við, að ekki
hafi fengist samningar við húsa-
gerðarmeistarann, Sigurð Guð-
mundsson. En Sigurður segir í"
Alþýðublaðinu í dag, að ekki
standi á sér um samningana, og
litur því út fyrir, að þetta sé
fyrirsláttur einn hjá borgarstjóra,
Er tilgangur hans sá, að draga
það, að byrjað sé á vinnunni nú
í mesta atvinnuleysi, sem verið
hefir hér í mörg ár, með þess-
um fyrirslætti ?
„BoIsar“ í sveitinni.
Jafnaðarmaður í sveit skrifar:
„Surnir bændur, sem ekkert hafa
kynt sér jafnaðarstefnu og ekk-
ert um þá hreyfingu lesið —
nema það, sem „Moggi“ ber á
borð, — þeir eru farnir að hallast
eindregið á sveif með jafnaðar-
mönnum án þess að þeir viti það
sjálfir. Þannig átti ég fyrir
skömmu tal við gamlan bónda
hér í hreppnum. Hann er búmað-
ur mikill, hefir keypt jörðina, sem
hann býr á, byggt upp öll hús,
gert I»iklar jarðabætur o. s. frv.
Hann er fylgismaður Ihaldsflokks-
fns viþ kosningar. Talið barst að
því, hve jarðir væru orðnar dýr-
ar. „Á þeim fer nú ekki að verða
búandi,“ sagði bóndi. „Braskar-
arnir hafa sprengt verðið upp úr
öllu valdi, afgjaldið miðað við
vitlaust braskverð, og jörð borgar
sig nú ekki lengur að kaupa sök-
um þess, að alt, sem bóndinn
getur við sig losað, fer til að
borga jörðina, en enginn eyrir
verður eftir til að bæta hana.
Þegar bóndinn er orðinn útslitinn,
er hann loks orðinn sjálfseignar-
bóndi, en hefir lítið sem ekkert
getað bætt jörÖina sína. Ef til
vill á hann svo 10 börn. Elzti
sonurinn fer að búa, og fyrir hon-
um liggur sama stritið: að kaupa
jörðina af systkinum sínurn," o. s.
frv. o. s. frv. Ég spurði bónda,
hver ráð væru út úr þessum ó-
göngum. „Ráðið er,“ segir bóndi,
„að allar jarðir verði ríkiseign."
Þetta mál lét ég hann skýra fyrir
mér út i yztu éesar, og kom þá
í ljós, að þessi íhaldsmaður, sem
ekki má heyra „bolsa“ nefnda án
þess að komast í vígahug. hefir
fyrir langa búskaparreynsíu og
íhugun á því sviði komist að
nákvæmlega sömu niðurstöðu og
hinir hötuðu „bolsivikar“. Eg
brosti í Iaumi.“
(,,Skutull“.)
Barnaskóiinn nýi.
, Á síðasta báBjarstjórnarfundi
var fyrirspurn um barnaskóla-
bygginguna og samninga við mig
svarað á þá leið — að því er
blöðin segja —, að ég mundi
þykja kröfuharður, því að bæði
vildi ég hafa há laun fyrir upp-
drætti og fl. og auk þess aðstoð-
armann til umsjónar allan dag-
inn á byggingarstaðnum.
Ég sé enga ástæðu ti! að spá
neinum vandkvæðum á samning-
um við mig, því að ekki getur
heitið, að enn hafi verið leitað
samninga við mig, nema hvað til
talaðist milli mín og skólanefnd-
ar um borgun, þegar ég hafði
gert fyrsta uppdráttinn, — og var
hún fyrir sitt leyti ásátt um það,
sem ég setti upp þá, enda var
það ekki hærra en taxti sá, er
hér gildir meðal þeirra, er teikna
hús, en sá taxti er mjög vægur,
saman borinn við slíka taxta, er
annars staðar tíðkast.
Og það vita veí allir, sem til
þekkja, að hvorki hafa samninga-
gerðir né annað af minni hálfu
hamlað framkvæmdum, þó að’
fyrirspurnina megi skilja svo.
Um aðstoðarmann mér til
handa hefi ég engar kröfur gert.
En ég hefi að sjálfsögðu gert
þær kröfur, að vandað yrði sæmi-
fega til hússins og haldið þvx
fram, að bærinn ætti því til
tryggingar að ráða byggingar-
fróðan mann, — ekki til að létta
neinu af mér, heldur til þess að
hafa stöðuga umsjón bæjarins
vegna með efni og öllum frá-
gangi, eins og sjálfsögð venja
er tii, bæði hér og annars stað-
ar, er urn er að ræða dýrt og
vandað stórhýsi.
Sig. Gudmundsson.
Cm daffinn ©g veginn.
Næturlæknir
er í nótt Magnús Pétursson,
Grundarstíg 10, sími 1185 (í stað
Guðmundar Guðfinnssonar).
Veðrið.
Hiti 7—5 stigi Átt víðast suð-
læg. Snarpur vindur i Vestmanna-
eyjum. Annars staðar lygnara. 'Loft-
vægislægð yfir Suðvesturlandi á
austurleið. Útlit: Fremur hvass á
Suður- og Norðvestur-landi; hvess-
ir sennilega í nótt á Vesturlandi.
Vindstaða ýmisleg. Skúrir víða.
Ð agsbr únarf un dur
er í kvöld kl. 8 í G.-T.-húsinu.
Fundarefni er kaupgjaldsmál, fyr-
írlestur, er Pálmi Hannesson meíst-
ari heldur, og kosningaerindi, er
Jón Baldvinsson flytur. Félagar!
Mætið vel og stundvíslega.
Þenna dag
árið 1241 var veginn Snorri
Stufluson, ‘sagnaritarinn frægi.
Bifreiðar rekast á.
1 morgun rákust tvær bifreiðar
a í Kirkjustræti. Var önnur sjúkra-
bifreiðin, en hin flutti sand. Eng-
inn sjúklingur var í sjúkrabifreið-
inni, sem betur fór. Báðar bifreið-.
arnar skemdust talsvert, og fer á-
rekstrarmálið til réttarrannsóknar.
Meiðsli urðu ekki á mönnum af
árekstrinum.
Kolaleysið.
Nú, þegar fjöldi manna er i stök-
ustu kolavandræðum, en ekki er
svo mikið sem hálft skippund að
fð, þegar verkamaður á í hlut, þá
þykir mörgum þetta undarleg
stjóm, þar sem jafnframt getur að