Alþýðublaðið - 28.09.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 28.09.1926, Blaðsíða 3
3 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 4 krónur. Þeir, sem greiða fyrir fram, um ieið og þeir gerast á- skrifendur, fá rétt til að kaupa tvo síðustu árgangana fyrir hálf- virði. Allir Alpýðuflokksmenn, allir frjálslyndir menn, yfir höfuð allir þeir, sem unna framförum og menningu, telja sér skylt að kaupa „Rétt“. Ritið er mjög ó- dýrt, svo að öllum er fært að kau'pa það. Það er ódýrasta tíma- rit á Iandinu, sem fjallar um al- menn mál. Gerist áskrifendur undir eins í dag! — Áskriftum er veitt móttaka í afgreiðslu Alþýðublaðsins, sími 988, í Bókabúðinni, Laugavegi 46, sími 1846, og hjá Ársæli Árnasyni, Laugavegi 4, sími 556. — „Réttur“ er áreiðanlega bezta íímaritið. Að gefnu tilefni lýsi ég yfir því, að settur borgarstjóri, Guðm. Ás- björnsson, hefir nokkrum dögum fyrir bæjarstjórnarfund 16. sept- ember s. I. óskað, að ég gerði ákveðið tilboð um, fyrir hvaða upphæð og með hvaða skilmál- um ég vildi taka að mér yfirum- sjón með byggingu barnaskólans, þar sem ekkert lægi fyrir um þetta. Þessi tilmæli itrekaði settur borgarstjóri, er ég hitti hann nokkru eftir fundinn, og hefi ég nú orðið við þeim tilmælum. Reykjavík, 25. sept. 1926. Sig. Gudmundsson. Ðm daglnEi og veginn. Naeturlæknir er í nótt Matthias Einársson, Kirkjustræti 10, sími 139 (heima- sími í Höfða 1339). • ísfiskssala. „Belgaum“ seldi á föstudaginn var afla sinn í Englandi fyrir 1617 ster- lingspund. „Júpíier" seldi éinnig fyr- ir helgina fyrir 1826. Guðspekifélagið. Erindi séra Jakobs Kristinssonar verður kl. 8Va í kvöld. Þenna dag árið 1788 fæddist Björn Gunn- laugsson. Veðrið. Hiti 13—7 stig. Átt suðlæg. Loft- vægislægð fyrir vestan land. Utlit penna sólarhring: Allhvöss suðvest- anátt og skúraveður á Suðvestur- og Vestur-landi. Suðvestlæg átt og viðast purt á Norður- og Austur- landi. „Rök jafnaðarstefnunnar“ er bók, sem allir Alpýðuflokks- menn purfa að eiga og lesa til þess að hafa nóg rök á takteinum, pegar deilt er við andstæðingana. Skipafréttir. „Suðurland" fór til Breiðafjarðar í gær. „Botnía“ kom hingað í morg- un. Þýzkur togari kom í gær með bilaða vél. Hann fór aftur í morg- un. íhaldsálit. Guðmundur Friðjónsson heldur því fram í síðasta tbl. málgagns miðstjórnar • Ihaldsflokksins, að- ung- lingaskólar séu ekki lífsnauðsyn. Það er ósvikið íhaldsálit. Jafnaðarmannafélag íslands heldur fund í kvöld kl. 8 >4 í kaupþingssalnum í Eimskipafélags- húsinu. Stefán Jóh. Stefánsson flytur erindi um kosningar. Gengi erlendra mynta i dag: Sterlingspund. . . 100 kr. danskar . . 100 kr. sænskar . . 100 kr. norskar . . Dollar.............. 100 frankar franskir. 100 gyllini hoilenzk 100 gullmörk pýzk. . kr. 22,15 . - 121,24 . — 122,27 . - 100,20 . — 4,57 . - 12,91 . - 183,31 . - 108,87 Hroðalegt nið um látinn mann; Dzerzhinsky hinn rússneska, er birt í „Hæni“ hinurn austfirzka 16. p. m. Er engu líkara en' að því sé treyst, að alt megi segja Austfirðingum. Atvinnuleysið og „Mgbl.“ Á fimta hundrað atvinnulausra manna hefir gefið sig fram við priggja daga skráningu. „Mgbl.“ finst samt ekki mikið til um það. Áður en nokkuð hefir verið unnið úr skýrslunum eyðir það meira en hálfuni öðrum dálki til þess að gera lítið úr þessu. Án þess að vita, hvað margir fjölskyldufeður standa uppi með tvær hendur tóm- ar, hafandi ekkert skylduliði sínu «1 framdráttar og fáandi ekkert að gera, lætur það eins og ekk- ert sé. Auðvaldsþýin við „Mghl.“, sem lifa á arðinum af svita verka- fólksins, þyrftu að smakka kjör at- vinnulauss fólks og finna, hve sæt þau eru; þá kæmist ef til vill ein- hver skilningsglóra inn í þröngsýn- iskúpuna á þeim. Hverjum þeim manni, sem skilning hefir á kjör- um meðbræðra sinna, myndi ægja, þótt ekki væru nema fjórir fjöl- skyldufeður atvinnulausir, hvað þá fjögur hundruð manns; en slíkt á ekki við „Mgbl.“. Einar skálaglam: Húsið við Norðurá. Þegar vikan var liðin án þess, að úr raknaði, var mér farið að verða all-órótt innanbrjósts, því að ég sá fram á, að svona gæti þetta ekki gengið mikið lengur án þess, að upp um mig kæmist. Þetta kvöld, einmitt þegar ég ætlaði að fara að hátta, var barið að dyrum hjá mér, og húsfreyja gekk inn, heilsaði mér og sett- ist niður. „Heyrið þér, Bilz!“ sagði hún; „segið þér mér alveg í hreinskilni: Eruð þér ekki að reyna að strjúka undan herþjónustunni. Yð- ur er alveg óhætt að segja mér það; ég skal ekki koma upp um yður og -frekar hjálpa yður, ef ég get. En hitt þurfið þér ekki að segja mér, að þér séuð með hreint mjöl í pokanum; annars væruð þér fyrir löngu kominn til Schleisdorf í staðinn fyrir að fara huldu höfði hér.“ Ég þagði við og fór að velta því fyrir mér, hvað ég ætti nú til bragðs að taka. Ég vissi það, að dregið var fjarska mikið úr ófriðaráhuga Þjóðverja, og eins hitt, að uppi til sveita hafði Hann aldrei verið neitt mikill, og það sá ég líka, að komið var upp um mig að nokkru, svo að ekki varð fyrir tekið. Ég hefði auðvitað áfram getað þózt vera Bilz, en var þess fullviss, að fyrr eða seinna myndi það komast upp líka. Svo sagði ég húsfreyju upp alla sögu, en fyrir varfærni sakir nefndi ég þó ekki nafn mitt, en þóttist vera Maxwell þjónn og sýndi henni skjöl því til sönnunar. Það varð nú úr okkar á milli, að ég skyldi varpa af mér einkenningsbúningnum og fara að ganga um beina í veitingastofunni, þar til færi gæfist á að flýja. Hvernig húsfreyja fór að koma því fyrir, að ekki var við mér hruggað, hvorki veit ég né skii ég. Og ekki heldur, hvernig hún fór að því að slá upp í augun á eina lög- regluþjóni þorpsins, gamalli, blánefjaðri bjór- vömb, sem kom í krána á hverjum degi og drakk miklu meira en hann þoldi, en það tókst alt saman, enda eru þýzkir sveitamenn afar-góðsamir og ekki betur við yfirvöld

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.