Alþýðublaðið - 19.03.1935, Side 3

Alþýðublaðið - 19.03.1935, Side 3
ÞRIÐJUDAGINN 19. MARZ 1935. ALPÝDUBLAÐIÐ ALÞÝÐUBLAÐIÐ 'OTGEFAND I: ALÞÝtUFLOKKURINN RITSTJÓ RI : F. R. VA LDEMARSSON Ritstjórn og afgreiðsla: Hvtrfisgötu 8—10. SIMAR : 4900-4906. 4900: Afgreiðsla, augiýsingar. 4901: Rítstjörn (innlendarLfréttir). 4902:JRitstjóri. _ 4903: Vilhj. S. Vihjálmss. (heima). 4904: F. R. Valdemarsson (heima) 4905: Prent; miðjan. 4906: Afgreiðsl?>,n. Alþýðufiokkarniif og bændnr. A..ÞÝÐUFLOKKARNIR era nú stærstu flokkamir í Dan- mörku, Svípjóð og Noregi. 1 ölL um þessum löndum fara þeir með stjórnarvöld og njóta til pess stuðnings frjálslyndra manna. í Svíjjjóð og Noregi eru það flokk- ar bændanna, sem styðja stjórnir Alþýðuflokkanna. Er þetta í fullu samræmi við þá staðreynd, sem Alþýðublaðið hefir þrásinnis bent á, að verkamaðurinn við sjávar- síðuna og verkamaðurinn í sveit- inni, .hvort sem hann kallast bóndi eða vinnumaður, eiga sam- leið í baráttunni fyrir aukinni menningu og bættum lífskjörum. Það á að verá sameiginlegt á- hugamál þeirra beggja, að hljóta sanngjarnan afrakstur af vinnu smni, hvort sem launin eru tekin í krónum og aurum eðá í mjólk- urpottum og kjötpundum, aukið kaup verkamanna við sjóinn þýð- ir meiri kaupgetu hjá þeim og betri markaður fyrir afurðir sveitabænda. Bezti markaður fyrir vörur bóndans þýða sæmilega lífsaf- komu honum til handa og er trygging gegn því, að hann bæt- ist í hóp þeirra, sem keppa um vinnuna á eyrinni. Þess vegna styður bóndinn verkamanninn við sjóinn í bar- áttu hans í'yrir betri launum, og verkamaðurinn gerir það sem honum er auðið til þess að greiða fyrir afurðasölu bóndans. Þessi samvinna er nú viðurkend um öll Norðurlönd, og á henni grund- vallast stjórnir Alþýðuflokkanna. Utvarpið. Sjálfstæðisflokkurinn hefir lýst yfir því, að kosningarnar í út- varpið séu pólitískar. Hann hefir lýst yfir því, að fylgi B-listans verði tekið sem mælikvarði styrk- leika flokksins. Það verður því að gera þá kröfu til allra and- stæðinga íhaldsins, að þeir kjósi í útvarpsráð og það sem fyrst, því senn er kominn síðasti dagur, sem kostur er að kjósa á, og í- haldið á ekki að hrósa sigri eftir kosninguna. Utsölumenn! Sendið til afgreiðslunnar í Reykja- vík það, sem hjá ykkur kann að vera óselt af þessum blöðum frá fyrra ári: Nr. 117 frá fimtud. 8. marz, — 272 — föstud. 14. sept. — 323 — laugard. 10. nóv. — 370 — mánud. 31. des. Enn fremur alt það, sem óselt er frá janúar þessa árs og það, sem til kann að vera af blaðinu frá 6. febr. síðastl. Blöðin eru sum uppseld og lítið til af öðrum og eru því hlutað- eigendur beðnir að sendajstrax. .. t-~' Atvinnuleysið,, Aldrei meiri pörf en nú að atvinnu bótavinnan haldi áfram. Þegar ég frétti að borgarstjóri hefði látið fækka um 50 manns í atvinnubótavinnunni nú Um síðustu skifti, átti ég í fyrstu bágt með að trúa þeirri ráðstöf- un, mér hefir sýnst að aldrei hafi verið meira atvinnuleysi hér í bæ en nú síðustu vikur. Stöð- ugar ógæftir og fiskileysi undan- farinn háifan mánuð hafa valdið því, að vinna hefir engin verið. Ef þið trúið ekki þessari staðhæf- ingu, þið borgarstjóri og bæjar- fulltrúar, þá ættuö þið að taka ýkkur götígu niður á hafnarbakk- ana kl. 7 að morgni dags þeg- ar vinna byrjar hér við höfn- ina; þið skuluð fylgja eftir verka- mannahópunum, sem ráfa um bakkana vaktandi hvert handtak, er til fellur. Athugið þá menn, sem eru svo heppnir að komast í togara, kolaskip eða annað vinnusnap, þeir eru glaðir eins og börn; þetta þýðir fyrir þá, að þeir geta keypt mjólk handa börnum sínum fyrir þann daginn eða borgað húsaleigu, sem hús- eigandi er orðinn nokkuð lang- eygður eftir. Fylgið svo hinum stóra hóp manna, sem ekkert fær, ráfar vonlaus fram og aftur og snýr að lokum heim í allsleysið eins og svo márgoft áður. Þetta eru mennirnir, sem bar- iát hafa við atvinnuleysisdraug- inn í allan vetur, og nú er alt þrotið fyrir þeim. Þeir hafa vonað, að vertíðin færði þeim vinnu og þeir gætu grynt á skuldum, sem hafa safn- ast hjá þeim yfir atvinnuleysis- tímann, en það er ekkert því líkt. Atvinnubótavinnan stöðvuð, sem þó hefir bætt úr sárustu þörfinni, og engin vinna við höfn- ina, og það, sem verst er, engar minstu líkur til þess, að allur hínn mikli sægur verkamanna, sem þangað leitar, fái þar nokk- urntíma handtak svo um muni. Við hverja 50 menn, sem sagt er upp í atvinnubótavinnunni, þýÖir það, að 50 mönnum fleira fara heim frá höfhinni vinnulausir á hverju kvöldi. Þið forráðamenn þessa bæjar, ykkur verður að skiljast, að það er létt í vasa verkamanna hér, að visa þeim á vinnu við höfn- ina, því hún er engin til og verð- ur aldrei fyrir allan þann sæg, sem þangað leitar. Það er á sinn hátt alveg það sama og gefa mönnum falskar ávísanir. Við verðum að krefjast þess, að fjölgað verði aftur í atvinnubóta- vinnunni og henni haldið áfram meðan ekki rætist úr með aðra vinnu. Z. J. ÍOO miljónir króna til ankinnar atvinnn í Danmorkn. Um síðustu mánaðamót lagði danska ríkisstjórnin fram frum- varp í Fólksþinginu, sem stefndi að því að lOli/smilljón króna væri' varið á næsta ári til auk- innar atvinnu í landinu. Fyrsti hluti frumvarpsins er frá Steincke félagsmálaráðherra og stefnir að því, að 30 þúsundir' manna, sem lengi hafa verið at- vinnulausir, fái atvinnu. Á ríkið að leggja fram til þessarar vinnu 36 milljónir króna, en bæjarfélög eiga að leggja fram um 14 milljónir króna. Bording landbúnaðarráðherra leggur til að fé til jarðabóta og ræktunar verði hækkað um 10 milljónir króna, en héruðin og bæjarfélögin eiga að leggja fram um 15 milljónir króna, svo að hægt verði að vinna auk jarða- bóta og ræktunar, sem nú er unn- in, fyrir 25 milljónir króna. Friis-Skotte samgöngumálaráð- herra leggur til, að þegar verði varið 261/2 milljón króna til nýrra vega, brúa og hafna. 1 samband* við þessa vinnu leggur Steincke til að yfirvinna verði yfirleitt bönnuð með lögum, og er það gert til að reyna með því að koma fleiri mönnum að. K. K. Steincke sagði m. a. er hann lagði sitt frumvarp fram: „1 öllum löndum er nú mjög rætt um það, hvernig hægt sé að ráða niðurlögum hins stöðuga atvinnuleysis. En meðan sú inni- lokunarstefna ríkir, sem nú er, verður það æ erfiðara að stöðva þá þróun, sem nú er að eyði- leggja stóra framleiðslustétt bæði fjárhagslega og menningarlega. Það er ekki mögulegt að verj- ast ógæfunni með einberri og dýrri styrkjapólitík, sem erjafnt ófullnægjandi fyrir þá, sem fá styrkina, og þá, sem veita þá.“ Steincke skýrði frá því, að stjórnin endurtæki nú tillögur sínar um bann við yfirvinnu og tillögur sínar um 40 stunda vinnu- viku við vissar atvinnugreinar K. K. STEINCKE, félagsmálaráðherra. hins opinbera og eins í einka- rekstri og bætti því við, að það væri sín skoðun, að ef þessar tillögur hefðu verið samþyktar fyrst þegar þær hefðu verið born- ar fram, myndi atvinnuleysið vera minna nú en raun bærivitni um. < I Hann benti einnig á það, að ef „plan“ ríkisstjórnarinnar yrði samþykt, myndi það ekki aðeins bæta fjárhagsafkomu fjölda margra, sem nú eru í meslum erf- iðleikunum, heldur einnig korna í veg fyrir að vinnuþrek þeirra eyðilegðist, sem oft ætti sér stað í miklu atvinnuleysi. Framsöguræður Bordings land- búnaðarráðherra og Friis-Skottp samgöngumálaráðherra snérust einnig um þetta sama, sem Steincke lagði mesta áherzlu á. Töldu þeir allir að aðaláherzl- una yrði að leggja á það, að bjarga verklýðsstéttinni frá fjár- hagslegri og menningarlegri glöt- un, sem atvinnuleysið hefir ávalt í för með sér fyr eða síðar, og að nauðsynlegt væri að skapa atvinnu, sem væri nauðsynja- verk, en ekki beinlínis atvinnu- Eftir nppreisnioa á Spáol Spanska stjórnin er vðlt f sessi. Vetklíðshreirfiagin er albnin tll nýrrar baráttu. Margarita Nelken er spánskur jafnaðarmaður, og á hún sæti í spánska þinginu. Nýlega var hún á ferð um Norðurlönd á leið sinni til Par- ísar, en þar á hún að stjórna hjálp þeirri, sem spönskum flótta- mönnum er veitt. Er hún var í Kaupmannahöfn, átti Social-Demokraten viðtal við hana um ástandið meðal verka- lýðsins eftir uppreisnina í októ- ber, og skýrði hún meðal annars svo frá: „Það er langt frá því, að verk- lýðshreyfingin á Spáni sé kúguð í kné. Þvert á móti er mikill bar- áttuhugur meðal verkamannanna. Lerroux-stjórnin getur ekki set- ið lengi enn og engar líkur eru fyiir því, að hernaðareinræði taki við völdum, því að hinir óbreyttu hermenn og undirforingjarnir eru algerlega andvígir því. Og auk þess eru margir af yfirforingjun- um á móti einræðisstjóm. Það er til dæmis mjög athyglisvert í því sambandi, að síðustu daga hafa margir yfirforingjar verið settir í háar stöður innan hersins, sem em þektir að því að vera ákveðnir lýðveldissinnar. Blóðbaðið í Asiuríu. Það, sem gerst hefir í Asturiu, eftir að allsherjarverkfallið var barið niður, er svo ægilegt, að því er varla hægt að lýsa með orðum. 1 sjálfum bardögunum féllu að- eins 100 verkamenn, en eftir að uppreisnin hafði verið barin nið- ur, voru 7000 verkamenn drepnir. í fangelsunum er beitt sömu ægilegu pyndingunum og beitt var á miðöldum. í fangelsinu í Oviedo eru enn 3000 fangar, og 2000 þeirra munu alla sína æfi verða örkumlamenn af pynding- unum, sem þeir hafa verið beittir. Þetta vita nú allir Spánverjar, og hefir það vakið geysilega gremju, ekki einungis meðal verkalýðsins, heldur einnig með- al annara stétta. Margir háttsett- ir menn, og þar á meðal margir, sem eru þektir íhaldsmenn, hafa snúið sér til Zamora ríkisforseta og beðið hann að taka fyrir pyndingarnar og kvalirnar í fangelsunum. Jafnvel í flokki for- sætisráðherrans hafa komið fram hörð mótmæli1 gegn framferði lög- reglu og fangavarða. Nýjar kosningar í vænd- uin. Við teljum víst, að stjórnin hröklist frá 'völdum vegna þeirr- ar gremju, sem er meðal allra út af framferði hennar gegn hin- um sigruðu uppreisnarmönnum, og hefir hún þó orðið að slá mikið af, eins og er hún neitaði að banna Jafnaðarmannaflokkinn og Konnnúnistaflokkinn. Forset- inn verður þá neyddur til að rjúfa bótavinna eins og hún hefir oft tíðkast. Við alla þessa vinnu á að greiða kaup samkvæmt taxta verklýðsfélaganna, en vinnutím- in nverður eitthvað styttri en venjulegt hefir verið. Er gert ráð fyrir að við þessa vinnu komist að um 30 þúsund verkamenn, og fá hana fyrst og fremst þeir, sem lengi hafa verið atvinnulausir. Þetta mikla frumvarp um aukna atvinnu hefir vakið geysilega at- hygli í Danmörku. Andstöðu- flokkar stjórnarinnar hafa hins vegar tekið því fálega, en verka- lýðurinn hefir tekið því mjög vel. þingið og boða nýjar kosningar. Við þær kosningar munu allir verkamannaflokkarnir og borg- aralegir vinstri flokkar mynda samfylkingu gegn kaþólskum og fasistum. Sem stendur er afturhaldið veikt. Þess vegna reynir það að festa sig í sessi með ofsóknum. Lerroux er í miklum vanda vegna ásækni hinna íhaldssöm- ustu meðlima stjórnarinnar. Jesúítarnir eru aðalfjand- menn verkaiýðsins. Eru það stórlandeigendurnir og kaþólskir, sem standa bak við afturhaldið spyr blaðamaðurinn. „Já, það eru stórbændur og Jesúítar. Utan Spánar hafa menn enga hugmynd um það, hvaða vald Jesúítar hafa á Spáni. Regla þeirra er auðugasti JEé- lagsskapurinn í landinu. Hún á og ræður yfir rafveitum, járn- brautum, námum o. s. frv. Þeg- ar hún var bönnuð eftir bylting- una, er Alfons hröklaðist frá völdum, taldi hún að eignir sín- ar næmu 200 milljónum peseta. Nú er hún leyfð. En það er á- reiðanlegt, að hún á 10 sinnum meira en það. Það er því ekki neitt undarlegt, þó spánska alþýðan hati ka- þólsku kirkjuna. Jesúítarnir eru framherjar hins svartasta kapi- talistiska afturhalds og regla þeirra er óralangt frá öllum sönn- um kristindömi.“ Margarita Nelken skýrir frá því, að Gonzales Pena, sem hef- ir verið dæmdur til dauða, sé einn af vinsælustu og fórnfús- ustu foringjum spánskrar alþýðu. Það er athyglisvert, að meðal þeirra, sem beðið hafa um það að honum væri gefið líf, er í- haldssinnaður landsstjóri. Meðan uppreisnin geysaði, var þessi landsstjóri tekinn til fanga, og átti að drepa hann tafarlaust. Gonzales Pena gekk í málið og bjargaði honum frá lífláti. Hin sama hugsun rikti meðal allra námaverkamanna í Asturia. Þeir þurftu ekki að lýsa yfir allsherjarverkfalli sín vegna, en þeir gerðu það samt vegna hinna óbærilegu kjara, sem landbúnað- arverkalýðurinn á við að búa. Málafærslan gegn Pena hefir verið hneyksli frá upphafi til enda, Áheyrendurnir voru fasist- ar, sem vörnuðu því, að verjandi hans hefði málfrið. l Menandes er einnig einn af glæsilegustu foringjum verka- manna. Hann átti þó engan þátt i uppreisninni. Samt sem áður var honum varpað í fangelsi. Kona hans lá þá mjög veik. 1 þrjá mánuði var honum haldið í al- gerðri einangrun, og var honum neitað um að fá að vita hvemig konu’ hans liði. Auk þess var hann kvalinn. I örvæntingu sinni gerði Menandes þá tilraun til að fremja s'jálfsmorð. Hann kastaði sér fram af háum svölum af fangelsinu og heilabúið brotnaði. Síðan hefir hann ekki verið með réttu ráði. Þessi maður var lagð- ur á börur, borinn inn í réttar- salinn og látinn vitna gegn Pena og síðan var hann dæmdur til dauða. Brjálaður maður! Hræðilegar ofsóknir eru hafð- ar í frammi á Spáni. 60 þús- undir manna eru í fangelsum og í Asturias eru 15 þúsund verka- mannafjölskyldur, sem eru alger- lega bjargarlausar. Þrátt fyrir það hafa þær allar sem ein neit- að að þiggja nokkra hjálp frá stjórninni eða hinum svokölluðu „hjálparfélögum" afturhaldsins. Þær vilja ekki þiggja hjálp af þeim, sem hafa myrt, kvalið til dauða eða fangelsað vini þeirra og vandamenn. Verklýðshreyfingin á Spáni er aftur að vaxa hröðum skrefum. Afturhaldið er sjálfu sér sundur- þykt. Enginn veit með vissu nema því verði steypt af stóli áður en varir. Málaflutningur. Samningagerðir Stefán Jóh. Stefánsson, Iiæstaréttar málaflmi ~ Ásgeiri'Guðmundsson, \ ; í cand. jur.J llII"Austurstræti 1. Innheimta. Fasteignasala. SDNNDDA6S6LAB ALKYBUBLABSINS er bezta heimilisblaðið, fróðlegt, skemtilegt og spennandi. 20 blöð eru þegar komin út, 168 síður alls. Nokkur eintök (komplett) eru enn til og geta menn fyrst um sinn fengið pau fyrir að eins 1 krónu. Nýir kaupendur Alpýðublaðsins, sem greiða fyrirfram geta fengið Sunnu- dagsblaðið í kaupbæti. Sunnudagsblað Alþýðublaðsins, ódýrasta skemtiblað á íslandi.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.