Alþýðublaðið - 08.04.1935, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.04.1935, Blaðsíða 2
MÁNUDAGINN 8. APRÍL 1935. alpýðublaðið Frakkar auka herlnn við anstnrlandamærin. PARÍS, laugardagskvöld. (FB.) ÞAÐ hefir vakið feikna eftir- tekt, að Frakkar hafa nú gripið til sérstakra, víðtækravar- úðarráðstafana vegna þess, hvernig horfir í álfunni. Á fundi í yfirlandvarnarráði Frakklands fluttu margir ráðherr- anna ræður um nauðsynina á að grípa til sérstakra ráðstafana í öryggis skyni. Ræðurnar fliittu Laval utanríkismálaráðherra, her- mála-, flotamála- og loftvarna- ráðherrarnir. Pegar þeir höfðu lokið við að gefa ráðinu skýrslur sínar, tók það þá ákvörðun að fara fram á það við ríkisstjórn- ina, að fá heimild til þess að hafa áfram við herskyldustörf þá 100 000 menn, sem annars áttu að fá lausn úr herþjónustu í lok yf- irstandandi mánaðar. Ráðið tók enn fremur þá ákvörðun, að á- kveða ekki að svo stöddu hversu lengi þeir, sem nú gegna her- skyldustörfum, skyldu vera í hernum, og verða þeir áreiðan- lega ekki leystir frá störfum sín- um fyrr en ófriðarhættan er hjá liðin. — Maurin hermálaráðherra hefir tilkynt, að herdeild úr Ma- rokkoliðinu hafi verið flutt frá Auch til Efra Elsass og tvær her- deildir fótgönguliðs frá Narbonne til Metz, til þess að auka herafl- ann við austurlandamærin. (United Press.) Anthony Eíen veifcnr. LONDON, laugardagskvöld. Anthony Eden hefir nú tekið sér hvíld frá störfum um stund- arsakir. Er hann lasinn og liggur í rúminu í dag. Samt sem áður átti hann tal við blaðamenn og sagði við þá, að þó að för sín hefði reyndar verið mjög erfið, þá væri hann sannfærður um að hún hefði orðið að miklu gagni, og þó að enginn gæti efast um að stjórnmálaástandið í álfunni væri stórkostlega ískyggilegt, þá væru þeir erfiðleikar, sem nú steðjuðu að, engan veginn ósigr- andi. ' ■ í.f'f' .....................II .11» 'I *-l Vill inssolini ieyfa endar- . vígbúnað Mzhaiands? Mussolini hefir farið úr Róm og dvelst nú á býli sínu úti í sveit. Sennilegt er talið að hann sé að búa sig undir Stresa-ráð- stefnuna. Mönnum er kunnugt um það, að hann er lítið gefinn fyrir langar bollaleggingar og málalengingar, og að hann hall- ast að því, sem hann kallar raun- verulega áætlun um það, hvern- ig eigi að leysa eða að minsta kosti færa í betra horf stjórmála- ástandið í álfunni. Er talið að Mussolini myndi gjarnan vilja fallast að einhverju leyti á sjón- armið Þýzkalands, en telur sig eiga mjög erfitt með það, vegna hins .mikla vígbúnaðar Þjóðverja. Kunnugt er það einnig, að Italía mun ekki gera sér það að góðu, að nokkur ráðstöfun verði gerð, sem skerðir sjálfstæði Austurrík- is. Frðnsb blðð ðttast, að Bretar muni ekhi styðja kæru Frafck- iands. Frönsk blöð láta í ljós ótta um það, að Stóra-Bretland muni ekki standa með Frakklandi, þegar far- ið verður að fjalla um orðsend- ingu þá, er franska stjórnin liefir sent Þjóðabandalaginu um þá á- kvörðun þýzku stjórnarinnar, að bjóða út herliði. (FO.) Dasskrá ráðstefnonnar i Streso Það hefir ennþá ekki verið á- kveðið hverjir verða skulu full- trúar Stóra-Bretlands á Stresa- ráðstefnunni, en það hefir verið ákveðið, að Sir John Simon birti nöfn hinna væntanlegu fulltrúa í neðri málstofunni á mánudaginn kemur. Stungið hefir verið upp á því, að forsætisráðherrann færi sjálfur, en ekkert látið uppi um það enn, hvort svo verði. Þessa dagana er verið að ganga frá bráðabirgðadagskrá fyrir ráð- stefnuna. Það er talið hugsan- legt að hún muni hefjast með því, að fulltrúar Stóra-Bretlands geri grein fyrir viðræðum Ant- hony Edens við stjórnmálamenn í Austur-Evrópu. Þá er gert ráð fyrir að hefjist almennar umræ'ður um stjórn- málastefnu stórveldanna í fnam- tíöunii. Og loks er gert ráð fyrir, að hvert um sig hinna þriggja velda setji fram sína. sérstöku skoðun á ástandinu og leggi fram tillögur sínar. (FO.) Varúðarráðstafanirvið austurlandamæri Frakh lands. PARÍS, laugardagskvöld. (FB.) Ríkisstjórnin hefir tekið ákvörð- un um að hafa áfram við her- skyldustörf 60 000 nýliða, sem áttu að réttu að fá lausn úr her- þjónustunni þ. 13. apríl. Liðsafli þessi verður hafður í nánd við mikilvægar stöðvar á austur-landamærunum. Mikill afli í Vest- mannaeyjum. Barnaskálanura lokað vegna innflúensunnar. VESTMANNAEYJUM, 6/4. Barnaskólanum hér í Vest- mannaeyjum var lokað í gær vegna inflúenzufaraldursins. Veik- in er talsvert útbreidd, en frem- ur væg, og aðeins nokkur lungna- bólgutilfelli. Seinni part vikunnar hefir ver- ið stöðugt róið hér, og afli ver- ið ágætur. 1 morgun fór Lyra héðan frá Vestmannaeyjum, og tók hún hér 135 smálestir af fiskimjöli og 250 smálestir af saltfiski. (FÚ.) SMAAUGLY5INCAR ALÞÝaURLACÍINl 50 Til Hallgrímskirkju i Saurhæ. Móttekið frá K. G. 2 kr. Afb. af Lilju Kristjánsd. frá „Konu“ 5 kr. Beztu þakkir. Ásm. Gestsson. Hvað á ég að hafa í matinn á morgun? Beinlausan fisk, ýsu nýj- an stútung, nætursaltaðan fisk, kinnar, saitfisk, hausa, lifur og hrogn. Alt í síma”1689. Lítið hús til sölu utan við bæ- inn. Upplýsingar ” gefur Þórður Þórðarson, Laugavegi 68 eftir kl.7. Sparið peninga! Forðist óþe!g- iincLi ! Vanti yður rú.ður í glug ja, þá hringið í síma 1736, og verða þær fljótt látinar L Þegar ég hætti að selja trúlof- unarhringana kom svo mikill aft- urkiþpur í trúlofanir í landinu, að til vandræða horfði. Er því byrjaður aftur. Sigurþór. kostlr Fyrsta bifreið George B. Selden’s var smurð af Vacuum Oil Company h.f. árið 1877; nýja staumlinuge.ðin frá 1934 er lika Gargoyle-smurð. GARGOYLE MOBILOIL fylgist alt af með próun tækninnar og kemst meira að segja feti framar. I G4RGOILE-TÖFLUNNI er getið um réttu tegundina af Gargoyle Mobiloil fyrir sérhverja tegund vagna, nýja og gamla, próttmikla olíu, sem veitir vagni yðar fullkomna smurningvernd undir öllum kringumstæðum, oliuna, sem hefir 6 afburða kosti, oliuna, sem alt af er ný. Jafn-gömul fyrstu bifreiðinni. — Jafn-ný síðustu gerðinni. ADalsalar ð Islatdi: O.ítverzlDj Islatds h.f. Belri vernd Meiri ending Minnl sóftnn A' ðveldari gangsetning Lengra á milli olío skifta Fœst alls staðar Mobiloil VACUUM OIL COMPANY W. Somerset Maugham. Litaða blæjan, 20 .,Hví sagðirðu mér þá, að þér stæði á sama um hana?“ „Það gerði ég aldrei. Ég sagði aðeins, að ég bæri ekki ást til hennar. Nú í fleiri ár höfum við aðeins endrum og eins sofið saman, hún kærir sig lítið um slíka hluti. En við höfum alt af verið ágætir vinir. Og mér er sama þó ég segi þér það, að ég er meira upp á hana kominn en nokkurn annan: í veröldinnl og meira en fjöldinn álítur." „Heldurðu þá ekki að það hefði verið drengilegra af þér að láta mig í friði?“ Henni fanst það undarlegt, að hún, þrátt fyrir skelfinguna, sem var að gagntaka hana, skyldi megna að tala með slíkri rósemi. ,,Þú varst inndælasta stúlkan, sem ég hafði lritt í nrörg ár, og ég varð bálskotinn í þér. Ekki geturðu áfellst mig fyrir það.“ „Mig minnir að þú segðir einu sinni, að ég skyldi ekki lénda í sorpinu.“ „Guð hjálpi mér, það ætla ég þó sannarlega ekki að gera, en við höfum gengið í gildru og ég mun gera alt, sem/ í mannleg.u j valdi stendur, til þess að bjarga þér út úr henni.“ „Nema þetta eina eðlilega og sjálfsagða.“ Hann stóð upp og settist í stól sinn. , Þú veizt ekki hvað mér þykir vænt um þig,“ veinaði hún, „ég get ekki lifað án þín. Hefirðu enga meðaumkun með mér?“ Hún gat ekki sagt meira, grátur hennar virtist óstöðvandi. ,,Ég vil alls ekki vera óvingjarnlegur og guð má vita að jnér þykir leitt að þurfa að særa tilfinningar þínar, en sannleikann verður að segja.“ I , „Líf mitt er eyöilagt — hví gaztu ekki látið mig í j'riöi? Hvað hafði ég eiginlega gert þér?“ „Ef það er léttir fyrir þig að varpa allri söldnni á /mig — þá gerðu svo vel.“ Ógurleg reiöi blossaði alt í einu upp; í Kitty. „Það hefir víst verið ég, sem varpaði mér upp í fangið á þér; það hefir víst verið ég, sem aldrei lét þig| í friði fyrr en þú varðst við óskum mínum og þrám.“ „Ég segi það nú ekki beinlínis. En hins vegar hefði mér ekki dottið í þug ástarsamband á milli mín og þín, ef þú hefðir ekki ótvírætt gefið það' í skyn, að þú varst til í það.“ Ó, hvílík vanvirða. Og hún vissi, að það, sem hann sagði, var satt. Svipur hans var nú ólundarlegur og reiðilegur og hann néri hendur sínar í ákafa. En þess á milli leit hann iðulega á hana með reiðilegu augnaráði. „Vill ekki maðurinn þinn fyrirgefa þér?“ sagði hann eftir stund- arkorn. „Ég hefi ekki farið fram á það við hann.“ Hann krepti ósjálfrátt hnefann og hún tók eftir því, að hann' bældi niður reiðióp, sem var að brjótast út af vörum hans. „Því ferðu ekki til hans með fullu trausti til miskunnar hans og ástar, sem þú hefir gert svo mikið veður af?“ „Ó, þú þekkir hann ekki neitt.“ • Hún þurkaði sér um augun og reyndi að herða upp hugann. „Charlie, ef þú yfirgefur mig, þá dey ég.“ j Hún var nú nauðbeygð til þess að slá á strengi meðaumkunar hans. Hún hefði átt að segja honurn þetta undir eins. Vissi hann um þá hræðilegu kosti, sem Walter hafði sett henni, þá myndi veglyndi hans, réttlætistilfinning og riddaraeðli vakna með mik'- um krafti og hann ekki hugsa um neitt nerna hættuna, sem henni var búin. Ó, hún þráði svo heitt að finna hans elskulegu og þrótt- miklu arma vefjast utan um sig. „Walter vill að ég fari til Nei-fan-tu.“ < „Og það er staðurinn þar sem kóleran er. Það er versta drep- sóttin. sem þangað hefir komið í fimmtíu ár. Það er alls fkki staður fyrir konu. Það er ómögulegt fyrir þig að fara þangað.“ „Ef þú skeytir ekkert um mig, þá verö ég að gera það.“ „Við hvað áttu? Ég skil þig ekki.“ „Walter hefir tekið að sér læknisstöðu í stað kristniboðalækn- isins, sem andaðist þar. Og hann vill að ég fari líka.“ ,,Hvenær?“ „Nú undir eins.“ Townsend ýtti frá sér stólnum og leit á hana vandræðalogur. „Það kann að vera heimskai í mér, en ég skil varla upphaf né endi af því, sem þú ert að segja. Og ef hann vill að þú farir með sér til þessa staðar — hvað þá um hjónaskilnaðinn?" ' i ■' : . : i I l * »■ m i iv ■’ i i i 11 ® „Hann hefir sett mér tvo kosti. — Ég verð annaðhvort að fara til Nei-fan-tu eða hann fer í mál.“ „Já, ég skil,“ rödd Townsends breyttist ofurlítið, „það er mjög sniðuglega hugsað af honum, finst þér það ekki?“ „Sniðuglega?" „Já, það er ónéitanlega hálf skemtilsgt fyrir hann og að sjálf- sögðu verður hann sæmdur orðu þegar hann kemur aftur.“ „En ég, Charlie?" hrópaði hún með hræðslu í röddinni. „Jæja, ég er nú þeirrar skoðunar, að eins og nú standa ,sakir; þá beri þér siðferðisleg skylda til að fara með honum, ef ihann óskar eftir því.“ „Og þar bíður mín dauðinn — bráður dauðinn!" „En, góða mín, þú mátt til með að vera skynsöm. Það er bezt fyrir okkur að athuga málið alveg hleypidómalaust. Ég vil ógjarn- an særa tilfinningar þínar, en ég verð að segja þér sannleik'ann. Ég geri mér miklar vonir um framtíðina. Það er ekkert líklegra en að ég verði nýlendustjóri einn góðan veðurdag, og það er prýðilegasta starf. Takist mér hins vegar ekki að kæfa mál þetta, er algerlega vonlaust um mig. Kann að vera að ég fengi að vera áframí í þjónustu stjórnarinnar, þótt svo illa færi, en ,á míg hefði fallið óafmáanlegur blettur. Misti ég starfið, yrði ég að leita fyrir mér annars staðatf í Kína, og undir ölium kringum- stæðum yrði það fyrst og fremst Dorothy, er veitti mér hvatningu og uppörvun." „Var það þá nauðsynlegt að segja mér, að þér væri sama um alx í heiminum nema mig?“ Það kom kipringur í munnvik hans. „Góða mín, það er nú ekki rétt að taka það alt bókstaflega, sem ástfanginn maður segir við konu undir vissum kringum- stæðum." s „Meintir þú þetta þá alls ekki?“ „Jú, á því augnabliki." „Og hvað á um mig að verða, ef Walter skilur við mig?“ „Séum við algerlega kjarklaus, þá verður alt ómögulegt. Þetta þarf ekki að gera heyrum kunnugt og fólk dæmir líka vægt um þess konar nú á tímum.“ ( Kitty varð fyrst hugsað til móður sinnar. Hún leit aftur á Townsend. Þær innri kvalir, sem hún leið, voru nú blandaðiaf reiði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.