Alþýðublaðið - 30.12.1926, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 30.12.1926, Blaðsíða 3
aLEÝÐUBLAÐIÐ 3 Mosfellsheiði byrjar), var hann búinn að hlaupa í 2 klukkustund- ir og virtist þá enn ópreyttur. Það var ekki fyrr en við 10 rasta steininn (hjá Rauðavatni), að hægt var að sjá, að hann væri farinn að lýjast. Hlaupaskrefin voru þá orðin töluvert styttri og hægari (162 á mínútu). Hann hafði þá hlaupið í 2 klukkustund- ir 18 mín. 13 sek. (30 rastir). En á svip hans mátti enn sjá þessa dæmalausu seiglu og viljaþrek að gefast ekki upp fyrr en markinu væri náð. Er hann rann fram hjá Árbæ (þar sem allir eru ávalt velkomnir), var hann búinn að vera 2 klukkustundir og 34 mín., en við 5 rasta steininn 2 klukku- stundir 45 mín. 10 sek., og fór nú leiðin verulega að styttast, en erfið var brekkan hjá 5 rasta steininum, sem er skamt frá skeið- velli hestamannafélagsins „Fáks“; hefir margur Álafosshlauparinn átt þar erfiðasta áfangann á leið- inni, enda er brekkan bæði löng og ströng. Er hann hafði hlaupið í 3 klukkustundir, var hann á milli Lækjarhvamms og Tungu (húss Dýraverndunarfélags Islands). Hjá Norðurpóli mættum við Daníeli Daníelssyni tamningamanni og létum hann vita, að Magnús væri búinn að hlaupa í rúmar 3 klukku- stundir, og spurðum, hvort hann vildi reyna einhvern af gæðingum sínum eða „Fáks“ við hann, en Daníel var svo úndrandi, að hann mátti ekki mæla. Sf'inna sagði hann mér, að vel yrðf sá hestur að vera taminn og æfður, sem léki þessa þöíraun eftir Magn- úsi. Eftir því, sem nær dró höfuðstaðnum, fjölgaði bifreið- unum og útreiðarfólkinu, en það virtist ekki hafa mikil áhrif á Magnús, sem varð þó oft að hlaupa hlykkjótt til þess að verða ekki á vegi vegfarendanna. Það hefir víst fáa bæjarbúa grunað, er þeir sáu M. G., að hann kæmi hlaupandi austan af Hellisheiði. Þegar Magnús kom á Laugaveg- Inn, fjölgaði hjólamönnum mjög, og fylgdust þeir með honum flestir, það, sem eftir var skeiðs- ins; hafði þó Haraldur Sigurðs- son alt af forustuna. Hið sígilda þolhlaup, Maraþónskeiðið, er tal- ið vera 40 rastir og 200 stikur, og það hafði Magnús runnið á 3 kt.- \stundum og 10 mín. Nú var til- tölulega stutt á íþróttavöllinn, þangað, sem ferðinni var heitið, og er Magnús kom þar að mark- inu, var hann búinn að hlaupa í 3 klukkustundir 15 mín. 15 sek.; tók hann þá langan og haröan sprett, er hann kom á skeið- hringinn á íþróttavellinum, og sýndi það bezt, hve ólúinn hann var. Mikill fögnuður var hjá fé- lögum Magnúsar, er hann kom að markinu og lauk því lengsta þol- hlaupi, sem þreytt hefir verið hér á landi, svo að kunnugt sé. Vega- lengdin er talin vera 42 rastir eða 8 klukkustunda lestagangur, svo að á því má sjá, að „góður gang- ur‘‘ hefir verið á Magnúsi. — Æða- slögin voru 120, er hann kom að markinu, og bendir það á góða þjálfun (112 voru æðaslögin eft- ir Hafnarfjarðarhlaupið). Mikið hefir hlaupalag Magnúsar lagast frá því, að hann þreytti hér fyrst hlaup, en ekki er það nógu gott enn þá; hann verður að rétta betur úr sér fyrir næsta þol- hlaup, sem sennilega verður Þing- vallahlaupið 1930. — Magnús Guðbjörnsson er 27 ára að aldri, fæddur og upp alinn í höfuðstaðnum. Hann hefir iðkað hlaup stöðuglega frá tvítugs aldri, og lifað á íþróttavísu, verið alger reglumaður, og geta íþróttamenn vorir tekið sér hann til fyrirmynd- ar að því leyti. Hann er nú bréf- beri hér á pósthúsinu, og má póst- stjórninni vera það ánægjulegt að hafa svo skjótan og þolinn bréf- bera, sem Magnús er. Myndin, sem hér birtist af Magnúsi Guðbjörnssyni, er frá í hitt ið fyrra. Stærri bikarinn á myndinni er Álafossbikarinn, sem þeir bræður Einar og Sigurjón Péturssynir gáfu árið 1921. Hinn bikarinn er hinn svo kallaði Hafn- arfjarðarbikar, sem Guðni A. Jónsson úrsmiður í Reykjavík gaf árið 1923. Báða þessa gripi hefir Magnús unnið til fullrar eignar, en það var tilskilið, að vinna yrði bikarana þrisvar í röð, en alls hefir Magnús hlotið 15 verðlauna- peninga fyrir hlaupa-afrek sín. Fyrir þrekraun þá, er hér er lýst, hefir hann þó ekki hlotið önnur verðlaun en erfiðið og orðstírinn. Magnús er kvongaður Guð- björgu Magnúsdóttur (verkstjóra á Kirkjubóli) og eiga þau tvö börn. — Það er siður að mæla afrek íþróttamanna vorra við afrek er- lendra íþróttagarpa, þó aðstaðan sé oftast mjög ólík, og skal það einnig gert hér. Heimsmet á Maraþónskeiðinu er 2 klukkustundir 24 mín. 15 sek. Er það sænslmr hlaupagarpur, að hafni A. Ahlgren, sem það gerði árið 1913. Þegar hann setti þetta met, var fimti hlauparinn, sem kom að markinu, 3 klukkustundir 20 mín. 18 sek., svo að vel hefði Magnús getað tekið þátt í því hlaupi við góðan orðstír. Var hlaupaleiðin ólíkt sléttari og betri en sú, sem M. G. hljóp. Verður líka svo að vera, ef ná á góðum árangri. Það er ekkert efamál, að við eigum hér marga efnilega íþrótta- menn, sem að eins þarf að þjálfa á réttan hátt og stöðuglega. En það kostar mikið fé. íþróttafélög- in eru fátæk, og geta þess vegna ekki af eigin ramleik greitt góðum þjálfkennurum sómasamlega. Það er alt af að sjást betur og betur, hve nauðsynlegt er fyrir íþrótta- félögin að hafa góða kennara, ef (verulegur árangur á að sjást. Er þess að vænta, að þing og stjóm taki vel undix þá málaleitun 1. S. í. að styrkja íþróttamenn til æfinga og utanfara, þegar þar að kemur. Síðasti höfuðdagur var að mörgu leyti merkasti íþróttadag- urinn á þessu ári, því að auk þessarar þrekraiinár Magnúsar Guðbjörnssonár voru sett þrjú met á íþróttamóti í Kollafirði og í fyrsta skifti kept um ferþraut- arbikar í. S. f. En nánari fregnir af þessu geta menn fengið í íþróttablaðinu, sem gefið er út af íþróttasambandi íslands, og kemur út reglulega frá næsta ný- ári. Bennó. Una daginn og veginn. Næturlæknir er í nótt Níels P. Dungal, Sól- eygjargötu 3, sími 1120. 140 ár ,eru í dag, síðan skáldið Bjarni Thorarensen fæddist. Sum kvæða hans eru enn á vörum þjóðarinn- ar, enda var mikið afl í beztu ljóðum hans. — Bjarni Iét sér m. a. ant um fjallvegi Iandsins og lét lagfæra Kaldadalsveginn á sinn kostnað. „Ljósberinn" kemur út á nýjársdag. „Ljós- bera“-drengir eru beðnir að vitja hans á gamlársdag. Togararnir. „Geir“ kom af veiðum í gær með 1200 kassa. Vélin var eitthvað lítils háttar biluð. Hann fór aftur í gærkveldi, fyrst á veiðar, en var síðan ætlað beint til Englands. „Menja“ fer í dag á veiðar. Áramótamessur. 1 dómkirkjunni: Á gamlárskvöld kl. 6 séra Friðrik Hallgrímsson, kl. II1/2 Sigurbjörn Á. Gíslason guðfræðingur. Á nýjársdag kl., 11 séra Bjarni Jónsson, kl. 5 séra Friðrik Hallgrímsson. Á sunnu- daginn kl. 11 séra Friðrik Hall- grímsson, kl. 5 séra Friðrik Frið- riksson. — 1 fríkirkjunni: Á gaml- árskvöld kl. 6 séra Árni Sigurðs- son. Á nýjársdag kl. 2 séra Árni Sigurðsson, kl. 5 Haraldur pró- fessor Nielsson. Á sunnudaginn kl. 2 séra Árni Sigurðsson. — í Landakotskirkju: Á gamlárs- kvöld kl. 6 guðsþjónusta. Á nýj- ársdag og sunnudaginn hvorn um sig kl. 9 f. m. hámessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með predikun. — I Aðventkirkjunni: Á nýjárs- dag og sunnudaginn hvorn um sig kl. 8 e. m. séra O. J. Olsen. — Fyrir Sjómannastofuna verður haldin guðsþjónusta í Nýja Bíó á gamlárskvöld ld. 6, séra Friðrik Friðriksson. Sálmabókin verður notuð. Á nýjársdag kl. 6 e. m. verður guðsþjónusta í Sjómanna- stofunni. Allir velkomnir í hvort tveggja skiftið. — / Hafnarfirdi: 1 þjóðkirkjunni: Á gamlárskvöld kl. 6 séra Árni Björnsson. Á nýj- Heilbrlgt, bjart hnrunð 1 er eftlrsóknarveríl'ara ; ; en fríðlelkuriian elnn. ; Menn geta fengið fallegan litar- ; hátt og bjart hörund án kostnað- > • arsamra fegrunar-ráðstafana. Til : ! pess þarf ekki annað en daglega > • umönnun og svo að nota hina dá- ; samlega mýkjandi og hreinsandi ; | TATOL-HANDSAPU, [ ► sem er búin til eftir forskrift : ; Hederströms læknis. í henni eru > eingöngu mjðg vandaðar oliur, : ; svo að í raun og veru er sápan ; alveg fyrirtakshörundsmeðal. < -------------- ►. < Margar handsápur eru búnar til : J úr lélegum fituefnum, og visinda ■ : legt eftirlit með tilbúningnum er I ; ekki nægilegt. Þær geta verið ; : hörundinu skaðlegar, gert svita- : ; holurnar stærri og hörundið gróf- ; i gert„,°g Ijótt. — Forðist slíkar ; ff sápur og notið að eins TATOL-HANDSAPU. ; Hin feita, flauelsmjúka froða sáp- ; ; unnar gerir hörund yðar gljúþara', • : skærara og heilsulegra, ef þér l ; notið hana viku eftir viku. TATOL-HANDSAPA i ; fæst hvarvetna á íslandi. ; ; gpST Verð kr. 0,75 stk. -^SQl : ; Heildsölubirgðir hjá ; I LBrpjðlfsson&Kvaran! Reykjavilc. Utbreiðlft Alþýðublaðlð! ársdag kl. 1 séra Á. B. — I frí- kirkjunni: Á gamlárskvöld kl. 8 séra Ólafur Olafsson (guðsþjón- ustunni verður víðvarpað). Á nýj- ársdag kl. 2 séra Öl. Ól. — 1 spítalakirkju kaþólskra mannaT’Á nýjársdag og sunnudaginn hvorn um sig kl. 9 f. m. söngmessa, kl. 6 e. m. guðsþjónusta með pre- dikun. — Á Vífilsstödum: Á sunnudaginn kl. 9 f. m. séra Ái'nf Björnsson. — Á Bessastödum: Á sunnudaginn kl. 1 séra Árni Björnsson. Jólatrésskemtun Sjómannafélagsins í gærkveldi fór vel fram, og skemtu börnin sér vel að vonum. Skemtun full- orðna fólksins á eftir var einnig fjölmenn og í góðu lagi. Vert er að geta þess til fyrirmyndar, að eldd sá þar vín á einum ein- asta manni. Skipafréttir. Fisktökuskip þrjú, sem hér voru, fóru öll í gær, tvö utan, en eitt vestur á firði tij að taka viðbót þar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.