Alþýðublaðið - 05.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ALÞÝiUBLAiie ! kemur út á hverjum virkum degi. ! i Afgreiðsla i Aipýðuhúsinu við ! ; ’ Hverfisgötu 8 opin frá kl. 9 árd. ; ! til kl. 7 siðd. ! ; s Skrifstofa á sama stað opin kl. ; 9Va—lOVa árd. og kl. 8—9 síðd. ; Simar: 988 (afgreiðslan) og 1294 > ! (skrifstofan). ! ; Verðlag: Áskriftarverð kr. 1,50 á ; ! mánuði. Auglýsingaverð kr. 0,15 ! ; hver mm. eindálka. ! Prentsmiðja: Alpýðuprentsmiðjan ! ;[ (i sama húsi, sömu simar). ; Réttur, tímarit um þjóðfélags- og menningar-mál. XI. árg., 1. og 2. hefti. ' Alþýðublaðið hefir áður skýrt stuttlega frá efni þessa árgangs tímaritsins „Réttar“, sem hefur annan áratug útkomu sinnar und- ir stjórn nýs ritstjóra, gefið út af nýjum eigendum, en árgang- urinn er vissulega þess verður, að nokkru nánara sé rætt um efni hans hér í blaðinu, því að í honum kveður alhnjög við annan tón en vér íslendingar höfum átt að venj- ast í tímaritum vorum hingað til, að minsta kosti, þegar frá er tal- ið það, sem „Réttur“ hefir áður flutt í líka átt. Árgangurinn hefst á kvæði eftir Davíð skáld Stefánsson frá Fagra- skógi um „Heiðrek konung á Kálfsskinni“, sem í æsku . . átti gull og græna skóga, gleði nóga, akra, jrræla, uxa og plóga, bjó við rausn í björtum höllum, blótaði að goðastöllum, elskaður af öllum“, en var síðar rekinn frá ríkjurn, komst tjl íslands og lézt meðal kotungsfólks í Kálfsskinni. Fyrsta ritgerðin heitir „Erlend- ir menningarstraumar og fslend- ingar“ og er eftir ritstjórann, Ein- ar Olgeirsson kennara. Eru þar yakin áhrif erlendra menningar- strauma á íslenzkt þjóðlíf und- (an farið og sýnt, hversu sú saga „kennir oss, að við verðum að fara mjög gætilega í sakirnar við að halda í það, sem þjóðlegt er, einc/öngu af því, að það sé þjóð- legt, — og hins verðum við vel að gæta að hafna engu erlendu af því einu, að það sé útlent." „Það, sem heilbrigt er í hinu þjóðlega, verður einmitt að þroskast í eldi | útlendra áhrifa; í honum verður að brenna burt sorann úr þjóð- málmblending um og skilja gull- ið eftir.“ „Með ylnum af“ ljósi hýrra og heilbrigðra, erlendra menningaráhrifa „og viðbættum vorum innra eldi þurfum vér að særa burt kuldann, ísfjötra van- ans, jökulsííflur tregðunnar, tendra og efla fjör og eld í ís- lenzkum sálum, skapa og styrkja frjómagnið, sem í þeim býr, glæða áhuga þeirra og víkka sjón- deildarhringinn. Og takmarkið, sem vér stefnum að með því, er réttur’hins skapandi magns á öll- um sviðum lífs og lista, réttur þess yfir úreltum erfikenningum og afgömlum venjum, hverju nafni sem þær nefnast", segir að niðurlagi ritgerðarinnar. Næst er „Auðu sætin“, sögur eftir danska skáldið Martin And- ersen-Nexö, sem er eitt kunnasta sagnaskáld Dana, er nú er uppi. Sögur þessar eru inngangur og siðasta sagan úr smásögusafni með áður nefndu heildarnafni, og hefir Finnur Jónsson póstmeistari á Isafirði þýtt þær með leyfi höf- undarins. Síðari sagan er um „son guðs og óskabarn andskotans“, sem eru ímyndir þjóðfélagsstétt- anna, hinnar kúguðu vinnustéttar og (hinnar kúgandi eignastéttar. „Togaraútgerðih, mesta vanda- málið,“ kallast grein eftir Har- ald Guðmundsson kaupfélags- stjóra. Er þar litið yfir viðhorf togaraútgerðarinnar við hag þjóð- arinnar, raktir gallar núver'andi fyrirkomulags og sýnt með ljós- um rökum, svo að hvert barnið skilur, fram á það, hvert tjón það bakar þjóðinni, er togararnir eru á valdi einstaklinga, og hvernig breyta eigi til, svo að þjóðin öll hafi gagn af. Niðurstaða þessarar rökhugsuðu ritgerðar er þessi: „Það verður að relta stórútgerð- ina með hagsmuni þjóðarheildar- innar, en ekki einstakra hluthafa fyrir augum. Þess vegna á þjóðin að eiga togarana. Þeir eru verkfæri, sem landsmenn eiga að eiga í félagi og nota til að afla sér með nauð- synja og lífsgæða. Togararnir sameign landsmanna og samvinna landsmanna allra um að hagnýta þá og afla þeirra — það er lausnin á þessu vanda- máli. Það er hið eina rétta búskapar- lag.“ Þá eru tvö „Bréf til Judds“ eftir hinn heimsfræga rithöfund Bandaríkjanna, Upton Sinclair, sem neðanmálssagan hér í blað- inu nú er eftir. Bréf þessi eru úr bæklingi, „er lýsir fjármála- og atvinnumála-ástandi Bandaríkj- anna sérstaklega, en þó um leið (áuðvaldsskipulagi allra þjóða og bendir á leið út úr ógöngunum.“ Bréfin eru alls 19 og stíluð til verkmannaöklurgs mcð skorpnar hendur og hnýttar sinar, er „hefir safnað dálitlum eignum og er hinn ánægðasti með kjör sín og alt hið ríkjandi skipulag". í bréf- unum er sýnt fram á það, sem ér, að slík „velmegun sé svika- gylling, breidd yfir maðkaveitu sérdrægni og spillingar.“ Ritstjórinn birtir aðra grein, sem hann nefnir „íslenzk lýðrétt- indi í hættu‘‘_ Þar er bent á, hversu auðveldíega íslenzk lýð- réttindi hafi fengist, meðan sjálf- stæðisbaráttan stóð yfir, og iýst þeirri hættu, sem er á, að þau missist jafn-auðveldlega aftur, „þar sem risinn er upp innan lands sterkur flokkur með rík- ustu stétt landsins að baki sínu, er með öllu móti reynir að svifta oss þeim — og hefir þegar tek- ist að ná sumum“, svo sem ó- keypis kenslu o. fl. Þá er heildarfyrirsögn „Víðsjá“ yfir smágreinum urn Camoens, þjóðskáld Portúgala, hetjur, er- lend skáld („Israel Zangwill dá- inn“, „Rornain Rolland sextugur“, „Bernard Shaw sjötugur"), erlend- ar bókmentir, Marx-Engels-stofn- unina í Moskva og úrval Uptons Sinclairs, er hann kallar „Hróp úm réttlæti", úr skáldritum heims- ins, er um þjóðfélags- og menn- ingar-mál fjalla. Stefán Jóhann Steíánsson hæsta- réttarlögmaður skrifar ýtarlega fræðigrein um þjóðnýtingu, sem orðin er mikið umhugsunarefni al- varlega hugsandi manna hér á landi, síðan gallar auðvaldsskipu- lagsins ,fóru að koma berlega í ljós einnig hér. I grein þessari er gefið yfirlit yfir sögu þjóðnýt- ingarmálsins í heiminum og rætt urn takmark, leiðir og aðferðir til þjóðnýtingar, framleiðsluhætti og dreifing framleiðslunnar. Þjóðnýt- ingarhugtakið skilgreinir höfund- ur svo: „Þjóðnýting táknar það, að eignarumráð framleiðslutækjr anna eru flutt úr höndum ein- staklinganna yfir til þjóðfélags- heildarinnar og rekin af henni með hagsmuni alþjóðar fyrir aug- um eftir ákveðnu skipulagi fram- leiðslunnar með lýðræðisstjórn og liagfræðilegri og réttlátri skifting arðsins meðal manna.“ — Ættu fekki sízt þeir, sem andstæðir eru þjóðnýtingu, að lesa grein þessa, ,svo að þeir geri sig ekki seka framvegis um að bera vanþekk- ingarvsðal einn fram gegn þeirri bjargráðahugsjón. „Othýsing" heitir fagurt kvæði eftir Ólaf Stefánsson, er nokkrum sinnum hafa birzt kvæði eftir hér í blaðinu. Kvæðið lýsir hrakningi Maríu guðsmóður í Betlehem hið fyrsta jólakvöld. Ólafur Stefáns- son er sjúklingur á Vífilsstaða- hæli, og er hann prýðisvel skáld- mæltur. Þá er síðari hluti greinar Brynj- ólfs Bjarnasonar kennara um „Kommúnismann og bændur“. Er þar lýst búnaðarmálastefnu meiri- hluta-jafnaðarmanna í Rússlandi, er kalla sig sameignarsinna (,,kommunista“). Má þar af ljós- lega sjá, að stærsta bændaþjóð heimsins hefir ekki mist neins í við, þótt jafnaðarmenn þar hafi kollvarpað auðvaldsskipulaginu. „Yfir eyðimörkina“ er kafli úr stólræðu eftir séra Gunnar Bene- diktsson í Saurbæ. Er þar dregið dæmi af för Israelsmanna yfir eyðimörkina til fyrirheitna lands- ins og lýst baráttu hinna undirok- uðu stétta og þjóða undan áþján til frelsis. „Frá Rússlandi“ eru tvær fræðslugreinar. Er í annari lýst framleiðslu og viðskiftum ráð- stjórnarlýðveldanna, og er hún eftir Hendrik J. S. Ottósson, en hin er um samvinnuhreyfinguna í Rússlandi, þýdd úr skýrsju sendinefndar dönsku verklýðsfé- laganna til að rannsaka ástandið í Rússlandi. Er mikill og merki- legur fróðleikur um hið mikla al- þýðuveldi í greinum þessum. Undir fyrirsögninni „íslenzki menningarmál“ skrifar ritstjórinn um rekstur kvikmyndahúsa og rík- isrekstur á sveitabúum. Álítur hann nauðsynlegt að þjóðnýta kvikmyndasýningar, til þess að kvikmyndir verði slíkt menningar- meðal, spm þær gætu verið. Með dæmi búskaparins á Vífilsstöðum sýnir hann, að ríkisrekstur sveita- búa er til stórframfara og gefur góðan arð. Vill hann láta koma upp slíku fyrirmyndarbúi í hverri sýslu. Yrði það vafalaust til mestu eflingar myndarbúskap í sveitum. „Neistar" eru stuttar greinar eft- ir ýmsa forystumenn mannkyns- ins, og bera þær Ijós merki þess,. aÖ þeir hafa engir íhaldsmenn verið. „Baráttan um heimsyfirráðin^ eru greinir, er Ijóslega sýna það, hvernig stéttabaráttan er nú orð- in rauði þráðurinn einnig í milli- þjóðastjórnmálum heimsins, eins og bent var á fyrir um tveim ár- um í ritstjórnargrein hér í Al- þýðublaðinu. Hér er sagt frá deil- unni um „eignir" þýzku furstanna, enska kolaverkbanninu og áhrif- um auðvaldsskipulagsins í Suð- ur-Ameríku, þar sem eru lönd méð gnótt náttúrugæða, en þjóð- irnar illa staddar sakir kúgunar erlends og innlends auðvalds. Síðast í ritinu er „Ritsjá“ eftir ritstjórann. Ymsum finst sjálfsagt, að hugs- anastefnu jafnaðarmanna gæti mjög í þessu riti, og skal því ekki neitað, en það þýðir ekki heldur annað en það, að í því sé rúm fyrir lifandi, heiibrigða og skynsamlega hugsun. Svo mun og íhaldsbóndanum fyrir vestan hafa. virzt, sem fanst svo mikið til um ritið, er hann hafði lesið það, að> hann tók sig til og fór að safna áskrifendum að því af kappi. Ein- hver flokksbróðir hans sagði hon- úm þá, að ritið væri fult af jafn- aðarstefnu. Bóndanum varð bilt við, trúði þó þessum íhaldsfélaga sínum og varð að orði: „Hvernig átti ég að vara mig á því, að þetla yæri bolsivismi!“ Hann hafði ekk- fert fundið í ritinu, sem væri voða- legt, eins og félagar hans hölðu sagt honum að stefna jafnaðar- manna væri. Öllum er líka óhætt að kaupa rit þetta þess vegna, að það er engin hætta á, að neinn líði tjón á sálu sinni fyrir það. Hitt er sýnilegt af þessum árgangi, að það mun ekki gera sér far um að flytja það eitt, sem hvert manns- (barn í landinu þekkir og er jafn- vel orðið leitt á. Ef það heldur framvegis í sama horfinu sem þessi árgangur, má telja víst, að- það afli sér vinsælda meðal allra, sem opin hafa augu fyrir lífinu. Ytri frágangur ritsins er þokka--

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.