Alþýðublaðið - 06.01.1927, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1927, Blaðsíða 2
2 ALÞ'ÝÐUBLAÐIÐ Frá sambandsþinginu. Skýrsla sambandsforseta. Statt ágrip. Málin, sera sambandsstjórn hefir til meðferðar: 1) Verklýðsmál, og þar undir fellur útbreiðslustarf- semi, stofnun nýrra verklýðsfélaga og beinn stuðningur við verklýðs- félögin í kaupdeilum þeirra og öðrum vandamálum, sem úr þarf að greiða. 2) Stjórnmálastarfsemi, en þar undir heyrir útgáfa blaða, kosningar, þingstarfsemi og margt annað, sem teljast má til stjórn- málastarfseminnar. Hjá jafnaðarmönnum í ná- grannalöndunum er yfirstjórn verklýðsmála og stjórnmála að- greind. Þar hafa sérstakar stjórn- ir verklýðsmálin til meðferðar, og verklýðsfélögin hafa sérstök þing til þess að ræða hin eiginlegu verklýðsmál. Og á sama hátt eru háð þing jafnaðarmanna, þar sem rædd eru löggjafarmálin og þar sem mörkuð er stefnan í dag- skrármálum alþýðuflokkanna. Jafnvel þó fáment sé hjá okk- ur móts við aðrar þjóðir, þá er vafalaust hlutfallslega meira starf ætlað sambandsstjóm íslenzka Al- þýðuflokksins með sameiginlegri yfirstjórn stjórnmála- og verklýðs- mála-félaga heldur en þar, sem þetta er aðgreint. En hvort þetta fyrirkomulag er heppilegt eða ekki, verður ekki enn sagt með neinni vissu. Nokkur breyting á þessu fyrirkomulagi eru fjórð- ungssambönd, sem aðallega munu hugsa um verklýðsmálin, um sam- vinnu verklýðsfélaga í kaupdeil- um og þess háttar, en rneira um þetta síðar. (Frh.) JélanMíia bans Marteiis eftir Joh. V. Jensen. Það var farið að dinima í bæn- um hjá Ingvari Hansen, þö að klukkan væri ekki nema rúmlega fjögur. Vinnukonan var með ull- arskuplu á höíðinu og bar inn va.tn. Húsmaðurinn var að koma út úr þreskihúsinu. Hana stóð í dyr- unum og var að tína hismi af prjónaermunum sínum; svo för hann í yfirhö'rina og gekk yfir | þvert hlaðið til stofu. Þú. værir má.ulegur til þess, Marteinn! að hjálpa mér að bera inn vatn, sagði vinnukonan og gægðist ut undcn stóru skuplunni. Það væri svo sem ekki nema mannsverk, sagði Marteinn og brosti að glensinu; hann gekk inn göngin, barði af tréskónum og lyfti Iokunni frá stofudyrunum. Þar var heitt eins og í bað- stofu; það var efnamán: aþefur í stofunni; það hafði verið etinn í henni góður matur árum saman. Húsfreyja stóð við borðið og var að hræra eplaskífudeig. Hann Marteinn er kominn, sagði hún inn um hjónahússdyrnar. Ingvar Hansen kom fram fyrir á skyrtunni og stóreflis-sefskóm. Var þér nokkuð á höndum, Marteinn minn ? spurði hann og settist geispandi fyrir borðsend- anum. Já, Marteinn væri nú bú- inn að Ijúka sér af í dag, — svo og svo mörg mál. Hann hafði reyndar verið að bollaleggja . . . Ingvar Hansen tottaði pípuna og beið átekta. Marteinn ætlaði að fá það, sem hann ætti inni. Við erurn vanir því að gera upp í vikulokin, sagði Ingvar Hansen. Nú, það væri nú að vísu satt; það væru þeir. En það . . . En þú getur svo sem fengið kaupið þitt fyrir þessa fjóra daga, sagði Ingvar; ekki skal standa á því. Ingvar skrapp inn í hjöna- húsið og hringlaði þar lyklum. Ég var neínilega að ráðgera fara í kaupstað, sagði Mar- íeinn; það Iétti af honum fargi;’ — ég ætlaði að sækja meÖul. Ingvar kom aftur og fór að íelja fram peninga á borðið. Hana, gerðu svo vel, sagði hann. Það vantar einn eyri upp á; ég hefi ekki nema tvíeyring; geíur þú skift honurn? Ekki gat Marteinn það; hann þagði og taldi peningana. Geturðu ekki skift honurn? Ja, þá verður þú að eiga hjá mér einn eyri. O-jæja — Marteinn hlö —; það er sama, hvorum megin hryggjar hann liggur. Ekki ætla ég að fara að hafa af þér eyri, sagði Ingvar allbyrstur og skaut fram tvíeyringnum. Ég get svo sem átt hann hjá þér. Marteini þótti fyrir; hann þagði og stóð með húfuna —. Já, en úr því að þú ferð í Oraup- staðinn, sagði Ingvar, geturðu gengið við hjá Möller kaupmanni og sótt dálítið fyrir mig. Þeir vita, hvað það er. Or því að þú ferð á annað borð. Það get ég, sagði Marteinn; honum létti; já, það skal ég gera. Möller kaupmaður, — já. Maxteinn hafði ekki ætlað í kaupstaðmn þetta kvöld, en af- réð nú þó að gera það. Hann stóð við stundarkorn og skimaði. Jæja þá, gleðileg jól! Gleðileg jól, Marteinn! sagði húsfreyja. Svo setti Marteinn upp húfuna og fór. Tvíeyringurinn varð eftir á borðinu; Ingvar tók hann og stakk honum inn í peningaskáp. Marteinn þurfti að ganga við heima og segja til. Klukkan varð fimm, áður en hann legði af stað í kaupstaðinn. Það voru þangað tvær mílur, Marteinn gat verið kominn aftur um tíu-leytið, ef hann flýtti sér. Það var alldimt, en það stirndi á hjarnið; Marteinn fór út á þjóð- vegir.n og gekk greiðan; hann fór undan veðri. Klukkan var orðin sjö, þegar hann kom í kaupstað- inn; það var hægt ofanfenni. Marteinn lauk smáerindum sín- um; hann fór í lyfjabúðina; hann brá sér inn og keypti kvartpund af kaffi, sykur og annað snarl. Hann keypti líka fyrir 10 aura brjóstsykur; það var handa telp- unni, sagði hann. Svo fór hann að sækja dótið hans Ingvars Hansens Möller kaupmaður var í þann veginn að loka, þegar Marteinn kom. Búðarmaðurinn faðaði dótinu á borðið. Það voru margir stórir bögglar, alls og alls um tíu pund. Marteinn þreif í snærið, lyfti þeim; það gat staðist. En hvernig lízt yður á þennan kauða? sagði búðarmaðurinn og skelti samanvafinni sinkþynnU upp á borðið. Marteinn leit á hana forviða, tók hana upp; hún vó hálfan annan fjórðung. Hann litaðist urn. Skyldi ekki vera til gömul snær- ishönk, sem ég gæti fengið? Mar- teinn fór að skifta niður bögglun- um. Jú, sei-sei. Búðarþjónninn batt þykku snæri um sinkþynnuna og Iyfti henni upp á bak Marteini. Það var óðagot á búðarþjóninuim að koma honum af stað, og þegar Marteinn gekk út um dyrnar, stóð hann með járnbrandinn til að reka hann fyrir dyrnar, áður en fleiri kærnu. Marteinn var vel klyfjaður, þeg- ar hann kom út. Hann tók fyrst greinilega eftir því, þegar hann var kominn úr skjóli upp fyrir kaupstaðir.n og út á þjóöveginn, hve hvast norðanrokið stóð í flas- ið á honum. Og svo var hríð með. Það gat orðið erfiður róður undix svo þungum klyfjum. Marteinn gekk greitt; nístandi kaldur vindurinn barði hann og þyrlaði sallafínum frostsnjó um augu hans og eyru. Vindurinn gaulaði hátt í báðum endum sink- .strangans. Það var ór.otalegt, hvaö hann var þungur. Marteinn staldr- aöi við og hafði axlaskifti undir honum. Hann gekk nú aftur hrað- an, en það sagði eftir, að hann var búinn að ganga aðra leiðina; hann var stirður í fótum. Hríðinni slotaði nú; það birti, og vindinum hætti að slá fyrir, en hann hvesti. Það var skafrenn- ingurjhinn nýfallni, sallafíni snjór fauk eftir skurðunum og flýtti sér yfir auðan þjöðveginn. Öti á ósánurn ökrunum léku vindurinn og langir skaflar sér; léttar slæð- ur feyktust áfram, og fyrir aftan hvern moldarköggul lagðist snjór- inn fyrir. Marteinn greikkaði sporið. Veðr- ið var hart ákomu; hann varð að halla sér upp í veðrið og rífa af því hvert fótmál. Frostið beit hann í framan, og tók þó mest í nef hans og augu. Marteinn staldraði við og lagði bögglana frá sér á brautina, á rneðan hann var að sefa sársaukann í eyrun- urn með því að nudda þau. Svo gekk hann áfram. Lykkjan, sem hann bar í sinkstrangann, meiddi hann í öxlina; hann var búinn að hafa svo oft skifti, að þæn voru jafnmeiddar báðar. Leiðin lá örsjaldan fram hjá húsi, en mest af lá hún skjóllaust um sveitina, og stormurinn var búinn að feykja af veginum, svc ;að hann var harður eins og góif. Hér og hvar hreiðraði snjórinn urn sig á veginum i smábreiðum, sem voru aflangar eftir vindáttinni. Það var steinhljóð í hinni bitru vetrarnótt, nema hvað heyrðist mjór þytur snjóarins yfir akrana eins og efnislaust pískur, — hið snauða ljóð snjóarsallans og þög- ul snerting vindarins við visið strá, sem stendur beint upp úr snjónum. Himininn var heiður og 'skýr til norðurs; þaðan klofnuðu skýin, og það varð stjörnubjart. Karlsvagninn var eins og brjóst- nál úr sjö titrandi steinum, og nokkrar aðrar stjörnur glitruðu bláar í bjartri nóttinni. Sjóndeild- 'arhringurinn var lágur; hann kom stöðugt á harða spretti hlaupandi fram með vindinum; síkvik, laus snjóarslæða svéif til iðandi og lék sér eftir skurðunum. Á vega- móíum varð hvirfilbylur og autt bil þar, sem snjórinn lagðist, og dxífan fór að slúta yfir sig fram. Þar senr voru brekkur eða skíð- garðar, dustaðist snjórinn með miklum hraða út og sallaðist nið- Ur í drífuna aftur. Vindurinn var að leika sér í dauðans kuldanum; vindurinn fauk yfir hið auða land og smeygði sér upp að því. Þegar Marteinn var kominn hálfa Ieið, var hann dauðlúinn. Rokið sparaði ekki við sig; hann varð að mjaka sér áfram upp í það, og bögglarnir sigu í. Sérstak- lega var það sinkstranginn; Mar- teinn bar hann undir hendinni um tíma til hvildar; hann bar hann fyrir framan sig á örmunum eins og reifastranga, og loks yarpaði hann honum aftur á meiddar herðarnar. En það var nú farið að skifta minatu, hvernig hann hefði það; hann var meira að segja farið að verkja í útlimina. Mar- teinn setti fram fæturna og hallaði. sér fram. Rokið strengdi bræk- urnar að grindhoruðum leggjun- um á honum. Honum fanst tré- skórinn lækka undir hæli; — skyldi hann vera búinn að missa varið undan? Marteinn staldraði við og tók af sér tréskóinn, stóð á öðrum fæti og lét sokkaleistann hanga í lausu lofti. Já, hann hafði mist hælskeifuna; — það var ilt; tréð slitnar fljótt á hörðum veg- inum. Marteinn klyfjaði sig aftur og gekk í rokið. Hann andaði kuldanum upp í heitt nefið og drap titlinga; veðrið tók mjög á augun, þó að hann hér um bil lokaÖi þeim. Marteinn flutti enn til sink- strangann; hann bár hann nú til tilbreytingar niðri á lend. Hann átti eftir þrjá fjórðu úr mílu; það.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.