Alþýðublaðið - 24.05.1935, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGINN 24. MAÍ 1935.
ALÞYÐUBLAÐIÐ
alþyðublaðið
OTGEFANDI :
ALÞÝÐUFLOKKURINN
R I T S T J Ó R I :
F. R. VALDEMARSSON
RITSTJÓRN:
Aðalstræti 8.
AFGREIÐSLA
Hve\fisgötu 8.
SIMAR :
4900—4906.
4900: Afgreiðsla, auglýsingar.
'.901 : Ritstjórn (innlendar fréttir).
4902: Ritstjóri.
4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima).
4)04: F. R. Valdemarsson (heima).
4'*05: Ritstjórn.
4906: Afgieiðsla.
Leikvelllr.
SIGURÐUR THORLACIUS,
skólastjóri Austurbæjarskól-
ans, herir en.n þá einu sinni vakið
athygli bæjarbúa á því, hve nauð-
synlegt bað sé, að bærinn eignist
nú þegar góða barnaleikvelli.
Skólastj árinn skorar á alla for-
eldra borj'arinnar, hvaða flokk
sem þeir fylla, að sameinast um
þá kröfu, að skilyrði fyrir heilsu-
samlegt útilíf bama í höfúðstia;ðn-
um verið stórbætt.
Alþýðublaði i hefir þrásinnis
bent á þá brýnu nauðsyn, sem til
þess ber, að meira sé gert fyrir
æsku borgarinnar hér eftir en ver-
ið hefir hingað til. Það vill ein-
dnegið taka undii þessi ummæli
skólastjórans og rkorar fastlega
á alla bæjarbúa, að gera alt, sem
í þeirra valdi stendur, til þess að
bæta aðstöðu barna og unglinga
í Irorginni til hollrar útivistar.
I því sambandi ber fyrst að
minna á barnaleikvelli. Borgina
skortir með öllu slíka staíi. Börn-
in verða að hafiast við á rykugri
og skítugri götunni. Það er þeim
;etíð óholt, jafnt andlega seni lík-
rnlega, en á veikindatímum eins
eþeim ,sem nú standa ýfir,
gt ur það verið banvænt.
1 'vers vegna er ekki hafist
han la og komið upp góðum
barr ileikvöllum eins víðía í horg-
ipni t g þörf krefur? 1
Sei t.ilega benda margir á slæm-
an fji'irl ag bæjarins og telja, að
hann afsaki þessa herfilegu van-
rækslu. Fjárhagurinn er án álls
efa slæmur, en í þessum sökum
sem öðrum verður með sanni sagt
að mikið má, ef vel vill. Engum
skynbærum manni verður talin trú
imi það, að leikvallaskortur borg-
arinnar stafi af getuleysi einu
saman. Nei. Orsök hans er fyrst
og fremst áhuga- og skilnings-
leysi fjöldans.
Pað, sem fjöldinn uill, verður.
Þegar Reykvíkingar sameinast
allir sem einn um þá kröfu, að
bæta skilyrði barnanna til hollra
útileikja, þá verða þau bætt.
Hver, sem gengur um götur
borgarinnar þessa dagana, mætir
fjölda hóstandi barna, og það er
raunaleg sjón, að sjá þessi ungu
andlit, prýði og framtíð borgar-
innar, þjáð og þœytt eftir hams-
lausar hóstakviður, og raunaLeg-
ast af öllu er að vita til þess, að
borgarbúar hafa vanrækt að
loggja til þau skilyrði fyrir börn-
in . ,sem mjög gætu dregið úr
hinum leiða faraldri, kíghóstan-
um, vanrækt að gefa æsku bæij-
arins friðhelga bletti til leikja og
barnastarfa.
Þetta má ekki lengur við svo
búið standa. Sameinist allir Reyk-
víkingar, og gefið börnunum fagra
og góða leikvelli.
Frð Dinoeyrl.
ÞINGEYRI, 22/5.
Síðastliðinn mánudag hélt
hreppstjóri Þingeyrar upp'boð í
Svalvogum á spreki þvi, er rek-
ið hefir á land úr togaranum
Langanes, sem strandaði þar í
vetur.
Inst í Dýrafirði hefir að und-
anförnu orðið vart við smásíld.
Tvisvar hefir verið kastað fyrir
hana. Hið, fyrra sinn er áætlað
að náðst hafi í lás 100 til 200
tunnur, sem þó sluppu að mestu
leyti aftur, en síðastliðinn mánu-
dag ífengust um 30 tunnur, sem
nú er verið að nota til beitu.
Smærri þiljubátar eru nú hætt-
ir við lóðaveiðar, en byrjaðir með
handfæri. Afli þeirra er sæmi-
legur síðan. Línuveiðararnir 3
halda enn áfram, meðfram vegna
þess að síldin fékst. Hafa þeir
í ú allir hátt á tíunda hundrað
sbippund hver.
Utsvarsstioinn.
Hér fara á eftir reglur þær, sem Niðurjöfnunarnefnd Eeykja-
víkur hafði til hliðsjónar við álagningu útsvara að þessu sinni.
I. Útsvarsstigi á tekjur:
Hjón meö börn:
3= -A
Z 2
1500
2000
2500
3000
3500
4000
4500
5000
5500
6000
6500
7000
7500
8000
8500
9000
•= ba c :° C
W 0, E 1 2 3
20
35 25 10
60 45 20 10
95 80 35 20 10
140 115 55 35 20
190 165 85 55 35
245 215 130 85 55
305 275 180 130 85
370 335 235 185 130
440 405 295 235 180
515 480 365 295 235
595 555 440 365 295
9 10
10
20
35
55
85
130
180
235
680
770
865
965
10
20 10
35 20 10
55 35 20 10
85 55 35 20 10
130 85 55 35 20 10
180 130 85 55 35 20
2 börn 230
pegar kemur yfir 7000 kr. reiknast fjölskyldu frá-
dráttur eins og við 7000 kr., sem sé fyrir konu 40
fyrir konu og 1 barn 155
9500 1070 _ _
10000 1180 _ _
11000 1410 _ _
12000 1640 _ _
13000 1870 _ _
14000 2110 _ _
15000 2350 _ _
16000 2600 _ _
17000 2860 _ _
18000 3130
19000 3410
20000 3710
21000 4030
22000 4370
23000 4730
24000 5110
25000 5510 og 40% af því, sem fram yfir er.
II. Útsvarsstigi á eign:
Eign.
3
4
5
6
7
8
9
10
300
360
415
465
510
540
560
575
Eign.
5 þús.
7,5 —
10 —
15 —
20 —
25 —
30 —
35 —
40 —
45 —
50 —
Útsvar.
10 kr.
20 —
35 —
60 —
110 —
160 —
210 —
260 —
335 —
410 —
485 —
55
60
65
70
75
80
85
90
95
100
Útsvar.
585 —
685 —
785 -r-
885 —
985 —
1085 —
1185 —
1285 —
1385 —
1485 —
Ennfremur var lagt veltuútsvar á fyrirtæki og aðra, sem at-
vinnurekstur hafa, og var það mismunandi hátt eftir tegund at-
vinnurekstrar og aðstöðu. Þess skal og getið til leiðbeiningar að
1) Nettó tekjur = hreinar tekjur til skatts, áður en persónu-
frádráttur er dreginn frá.
útborgaður arður úr hlutafélögum og hlutabréfaeign er eigi talín
með útsvarsskyldum tekjum og eignum einstakra hluthafa, heldur
er það útsvarslagt hjá fyrirtækjunum sjálfum.
Eftir að lokicj var niðurjöfnun samkvæmt þessum reglum,
kom í ljós, að töluvert vantaði til þess að ná þeirri áætlunarupp-
hæð, sem fjárhagsáætlun bæjarins ákveður og varð því að bæta
10% ofan á öll útsvör sem námu 45 kr. eða þar yfir, þó þannig að
altaf stæði á heilum eða hálfum tug.
Smíðum allskonar húsgögn eftir nýjustu tísku.
ALFREÐ & JtJLlUS,
húsgagnavinnustofa, Vatnsstíg 3 B.
VÖNDUÐ VINNA. -------- LÁGT VERÐ.
NorAnr f W
alla mánudaga, miðvikudaga og fðstu-
daga.
Ágætir bifreiðastjórar ogbifreiðar.
Sími 1580.
Bifreiðasfðð Steindórs.
Hval verOnr nm blmnlndi íslands?
Eftw Guðm. Davíðsson, Eingvöllum.
(Frh.)
Þekkingu m; nna á sjófiska-
klaki í Evrópu i g Ameríku hefir
fleygt fram i sífustu áratugum.
Vér getum þv’ vei lært aðferðir
þeirra og fært oss í nyt reynslu,
sem fengin er í þei,n efnum.
Sumir menn holda jram þeirri
skoðun, að fiskamjrgðin í hafin'u
kringum Island veiði ald.ei þur-
ausin, með þeim veiðitakjum,
sem notuð eru og nú þekfijast.
En þess er að gæta, al veiðitæki
og veiðiaðferðir eru g-‘rð fui'-
komnari og fisknari n, eð ári
hverju, og ekkert til sþaral.
Menn keppast við að m/nda
félagsskap, stofna sjóði og fiU-
komna veiðivélar til þess að ræna
sem mestu af fiskinunfi, í sjónum.
Þúsundir og milljónir manna lifa
á þessari skipulögðu rániðju. Nú-
tíma-menning gerir sér ekki þetta
að góðu til lengdar. Það verður
ekki lokað augunum fyrir veru-
leikanum. En hann er sá, að tak-
markalaus veiðiskapur gerir hafið
einhvern tíma að eyðimörk eins
og uppblásið land skapast víða
eftir þaulrændan gróður. Viðkoma
fiskanna er ekki takmarkalaus
fnekar en annara veiðidýrja í nátlt-
úrunni. Það eru mörg dæmi til
þess, að dýrategundir hafia orðið
því nær aldar ða vegna gengdar-
lausrar veiði, jL fnv-el þó að við-
koman hafi virz.'- takmarkalaus.
Þetta á sér líka stab með jurtarík-
ið. Eyðing skóganna hér á landi
sýnir hvað mennirnr fá áorkað í
því, að uppræta á víðáttumiklum
svæðum mikinn náttúruauc, þar
sem hann í fljótu bragði virðist
ótæmandi. Þegar búið var aó
uppræta skóginn nálægt bæljun-
um var hann sóttur lengra í
burtu. Enginn þarf nú að ætla
sér að renna færi eftir afla á
fiskimiðum nálægt landi, þar sem
opnu bátarnir tví- og þrí-hlóðu á
dag áður fyr. Fiskinn verður nú
á dögum að sækja lengra út á haf
á Sk'ærri skipum og með fullkomn-
ari voiöarfærum en áður þektust.
Ja9nframt nytjun skóganna, um
og cftir landnámsöld, dreifðust
um þú. undir milljóna af þrosk-
uðu birkii. æi vfir landið, að heita
mátti ár' hvk_"t. En hvernig fór?
Landið varð samt skóglaust. Ö-
töluleg mergð at sæði fiskanna
dneifist um hafið, þc.’' sen, veiðin
er einna mest stunduc. Og i.ver
verður svo afleiðingin er tímar
líða? Það verður ekki beter séð
en að hún verði sú sama oj af
nytjun skóganna. En alt af er hert
á veiðirtni. Innlendum sem erlend •
um fiskiskipum fjölgar á miðun-
um. Fólkið safnast þangað, sem
aflinn er borinn á land. Kaup-
staðir rísa upp og verksmiðjur era
settar á stofn til að vinna úr
nokkru af aflanum, eða því, sem
ekki verður komið á erlendan
markað. Með áframhaldi á slíku
veiðikappi, má gera ráð fyrir, að
eftir mannsaldur, eða skemmri
tíma, verði fiskimiðin nálega
gjörtæmd, af þeim tegundum
nytjafiska, sem mest er sóktst
eftir að veiða, og þykja verðmæt-
astir. Hvað yrði þá um fiski-
skipin, fiskiþorpin, sjómennina og
aíra, sem lifa af veiðinni? Gæti
þá ekki farið eins og þar, sem
skógur og annar gróður var upp-
rættur og landið blés upp, að'bæ-
ir legðust í eyði og sveitirnar
yrðu strjálbygðar?
Það er ekki eingöngu gróður-
magn landsins, sem gerir það
byggilegt, heldur öllu fremur
ræktunarskilyrðin. Sama gildir
um auðlegð hafsins. Vitundin um
að skilyrði fyrir ræktun nytjafisk-
anna er fyrir hendi, enda þó að
þau séu ekki enn þá notuð, ætti
að draga úr kvíða manna fyrir
því, að þeir verði upprættir.
Ræktun og vernd fiskitegunda,
sem mest eru veiddar, verður hið
eina, sem tryggir tilveru þeirra
um aldur og æfi, þrátt fyrir veið-
ina. Með réttu lagi á fiskaræktin
og klaktækin að taka framförum
að sama skapi og veiðiaðferðir
og veiðivélar.
Lítið brot af því, sem náttúran
framleiðir af hrognum og svil-
um, verður að fullorðnum fisk-
um. Hætturnar eru margar, sem
ungviðinu mæta, og sem það
fierst í, áður en það nær þeim
þroska, að geta bjargað sér. En
mennirnir geta, með lærdómi
sínum og kunnáttu, hjálpað nátt-
úrunni til, með lifsframleiðslu-
starf hennar, og margfialdáð
fiskamergðina á þeim svæðum í
hafinu, sem aflinn hefir verið
mestur. Reynsla sumra erlendra
þjóða í sjófiskaklaki er komin
það á veg, að vel gætu íslending-
ar fært sér hana í nyt, ef ekki
brysti áræði til framkvæmda. Þeg-
ar að því kemur, að stofnað
verði sjófiskaklak við strönd is-
lands, gefur að skilja, að byrjað
yrði á að klekja út verðmæt-
ustu fiskategundunum, þorski og
síld. Reynslan skæri úr siðarmeir,
hvort þætti gjörlegt að bæta við
fleiri tegundum en ekki er ólíkk/gt
að það yr’ði gert. Af þessum fiska-
tegundum ætti að klekja út minst
1000 milljónum fiskseiða á ári, og
sleppa ekki af þeim hendinni fyr
en þau væru búin að ná þeirn
þroska, að geta bjargað sér und-
an helztu hætturn af eigin ramleik.
Fiskimanninum bæri að liafa
það einso g þeim, semjgarðyrkjura
stundar og tekur árlega nokkuð
af uppskerunni til útsæðis næsta
ár. Hann ætti að spara, þó ekki
væri meira en 1/2—1 % af afla sín-
um og leggja það í fiskaræktar-
sjóð til að kosta sjófiskaklakið.
í þann sjóð skyldi og renna pen-
ingar fyrir seldan upptækan afla
og veiðarfæri þeirra skipa, sem
brjóta landhelgislögin. Ríkið ætti
einnig að leggja í þann sjóð all-
ríflega upphæð á ári. Þegar fiska-
ræktunarsjóðurinn er orðinn 1
milljón kr. væri hæfilegt að byrja
á undirbúningi klakstöðvanna,
sem ættu með tímanum áð vera
á fjórum stöðum kringum landið
— ein í hverjum fjórðungi.
Undanfarin 5 ár er allur fisk-.
aflinn á landinu talinn að vera um
164 millj. kg. að meðaltali. Ef
hvert kg. af aflanum væri metið
til jafnaðar á 10 iaura, og 1 o/0
af honum lagt til hliðar sem út-
sæði og myndaður af því fiska-
ræktarsjóður, yrði hann 164 þús.
kr. fyrsta árið. Með sama tillagi
(i árjíf í 5 ár ætti sjóðurinn að vera
orðinn um 1 millj. kr. Væri þá
kominn tími til að veita úr hon-
um fé til að koma upp 1 eða 2
sjófiska klakstöðvum á hentug-
um stað við strönd landsins, fyrir
þorsk eða síld.
Sumar nágrannaþjóðir vorar
sækja hingað á fiskimiðin ógrynni
af afla á hverju ári, nrá því með
réttu halda fram, að með stofnun
sjófiskaklaks við strendur ís-
lands væri verið að rækta fiskinn
handa eríendum þjóðum, ekkí
síður en landsmönnum sjálfum.
Og víst er um það, að þær eiga
ekki síður hagsmuna að gæta á
sjónum hér við land en vér, og
þær eiga líka eins mikið í húfi,
ef fiskimiðin tæmast. Það hvílir
því sama skylda á þeim og oss að
halda fiskinum við með ræktun.
Erlendum þjóðum, sem fiska hér
við land, bæri siðfer'óileg skylda
til að kosta sjófiskaklakið að sín-
um hlut á móts við íslendinga.
Vafalaust væri auövelt að fá þvi
framgengt við erlend ríki, sem
hlut ættu að máli, að þau tækju
þátt í kostnaðinum.
Má vera, að landhelgin hér yrði
því til fyrirstöðu, að erlendar
þjóðir tækju þátt í klakinu. En
meðan hnefarétturinn gildir og sá
minni máttar á rétt sinn undir
öðrum, má gera ráð fyrir, að
vér megum lúta í lægra haldi
með takmörk og vörzlu landhelg-
innar, ef einhver þjóð sæi sér hag
í þvi að beita oss ofbeldi, og
setja takmörk landhelginnar
eftir geðþótta sinum. Ef sjófiska-
klak yrði rekið hér styrklaust frá
erlendum ríkjum, þyrfti að koma
því til leiðar að færa út landhelg-
ina að miklum mun, en hins veg-
ar að þrengja hana að einhverju
leyti, ef erlendar þjóðir settu þau
skilyrði fyrir þátttöku í fiskarækt-
inni. Vér stæðum ólíkt betur að
vígi en nú, að verja landhelgina,
(Frh. á 4. síðu.)