Alþýðublaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 13.06.1935, Blaðsíða 3
FIMTUDAGINN 13. JONI 1935. ALÞTÐUBLAÐIÐ Launakfðr slómanna vlð sfildvefðar í sumar. ALÞÝÐCBLAÐIÐ ÚTGEFANDI: ALÞÝÐUFLOKKURINN RITSTJÓRI: F. R. VALDEMARSSON RITSTJÓRN: Aðalstræti 8. AFGREIÐSLA: Hafnarstræti 16. SlMAR: 4900—4906. 4900: Afgreiðsla, auglýsingar. 4901: Ritstjóm (innlendar fréttir) 4902: Ritstjóri. 4903: Vilhj. S. Vilhjálmss. (heima) 4904: F. R.Valdemarsson (heima). 4905: Ritstjóm. 4906: Afgreiðsla. STEINDÓRSPRENT H.F. íhaldið shelfist og hngsar nm nýtt nafn. ÞAÐ má vel vera, að ein- hverjir hafi gaman að þessum fundum, en gagnið verð- ur hverfandi,“ segir Morgunblaðið í gær um stjórnmálafundi þá, sem haldnir eru þessa dagana víðs vegar um landið. Þessi orð eru andvarp hins sigraða og vonlausa. Það eru orð blaðs, sem finnur að flokkur þess hefir farið halloka, og það svo geipilega, að hann á sér enga viðreisnarvon. Blað þetta hefir met í fölsun frásagna, og þrátt fyrir það, þó það beiti þessari gáfu sinni til hins ýtrasta, þegar það segir frá fundunum, þó það leggi þeim andstæðingum sínunv, sem það óttast mest, ræður í munn, sem þeir aldrei hafa hald- ið, heldur þegar bezt gegnir aðrir fundarmenn (sbr. frásögn frá Grindavíkurfundinúm, þar sem soðin var saman frásögn úr ræðu kommúnista og framsóknarmanna og lögð fulltrúa Alþýðuflokksins í munn), hefir því alls ekki tek- ist að leyna felmtri þeim, sem gripið hefir blaðið og flokkinn. Þegar Morgunblaðið hefir lýst gagnsleysi fundanna, þá kemst það að þeirri niðurstöðu, að þjóð- in verði að standa saman um þau viðreisnarmál, sem varða al- Þjój3. Þetta er sama blaðið, sem ætl- aði að kenna niönnum að hætta aþ neyta kjðts og mjólkur, af þyj bændum Vár trygt jafnt pg sæmilegra verð en áður fyrir þessar vörur. Það er sama blað- ið, sem hóf herferð gegn rikisr stjórnjnni fyrir það, að hún breytti lausum, óhagstæðum lánum frá eldri tímumi í hagstæð lán, og í sambandi við það mál fór það með þær svívirðilegustu lygar og beitti þeim auðvirðileg- asta pógi, sem sést heffr j islenzk- um blöðum (Vísir verður varla talinn til blaða). Þetta blað hefir ætíð og æfin- lega beitt sér gegn öllu því, sem varðað hefir alþjóðaheill, þegar það hefir verið fram borið af andstæðingum þess. Lesarinn getur rifjað upp fyrir sér öll þau, mörgu þjóðnytjamál, sem stjórn- arflokkarnir hafa barist fyrir, Morgunblaðið hefir vitað að það var alþjóð bezt, að allir stæðu sanrnn að þeim, en samt hefir það barist eftir sinni vesælu getu gegn þeim öllum, og nú eru laun þeirrar baráttu að koma í ljós. Þau iaun eru þverrandi fylgi blaðsins og íhaldsins í landinu yfirleitt. ihaldsmenn skelfast og hugsa um nýtt nafn. U. M. F. Velvakandi fer skemtiferð á Akranes um næstu helgi. Eiga menn þá kost á að ganga á Akrafjall eða Skarðsheiði ef bjart verður veð- ur. Allar upplýsingar fást hjá ferðanefnd félagsins. Samþykt Sjómannafélags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar um síldveiðikjör á línugufubátum sumarið 1935. 1. gr. Af veiðinni skiftist 35«/o milli skipverja þannig: Línuveiðarar yfir 100 smálestir að stærð skifti í 18 staði. Línuveiðarar undir 100 smálestir skifti í 17 staði. Mat- sveinar fái 1 hlut og auk þess kr. 50,00 á mánuði. Skipverjar fæði sig sjálfir, en fái ókeypis eldivið. 2. gr. Hásetar eiga fisk þann, er þeir draga á færi, og fái frítt salt í hann, nothæft að dómi skipstjóra. Hið rétta söluverð aflans liggi fyrir, þegar skifti fara fram. Beri nauðsyn til þess að salta síld um borð til að verja hana skemdum, greiði útgerðarmaður kr. 1,00 i söltunarlaun fyrir hverja pæklaða og saltaða tunnu, er skiftist jafnt milli þeirra, er verkið vinna. Há- setar, vélamenn og matsveinn eiga kröfu til að hafa fulltrúa við uppgerð reikninga á afla skips- ins. 3. gr. Kaup aðstoðarmanns í vél á síldveiðum sé kr. 450,00 á mán- uði, enda fæði hann sig sjálfur. 4. gr. Ný síld til söitunar greiðist með lágmarksverði því, er síldarút- vegsnefnd hefir sett eða kann að setja á hverja tunnu, miðað við fyrstu söltun. Ein tunna er venju- leg saltsíldartunna með hring, er nær 10 cm. upp fyrir efri brún. 5. gr. Vinni hásetar kolavinnu í skip- uniun, greiðist fyrir hana eftir kauptaxta verkamanna í Reykja- vík. 6. gr. Ráði útgerðarmenn upp á kaup Og premíu, skal mánaðarkaup vera fcr. } 00,00 gg 12 aura prem-. ía af hverri tunnu, sem söltuð er, eða síldarmáli (1 mál 135 kg,), sem sett er í bræðslu. Ef skipið veiðir meira en 1500 tn. | salt eða 1500 mál í bræðslu, hækkar premían um 3 aum af }unnu í salt eða máli í bræðslu. Matsveinar hafi sömu kjör og hásetar og auk þess kr, 50,00 á mánuði. Skipverjar fæði sig. Aths. Réttur skilningur á 6. gr. þessa taxta er, áð eftir að skipið hefir veitt samanlagt tunnufjöldia í salt' og málafjölda í bræðslu, hækki premían um 3 aura, t. d. 1000 tn. í salt og 500 mál í bræðslu, þá hækkar premian. Reykjavík, 7. júní 1935. Stjórn Sjómannafélags Reykjavtkur. Stjórn Sjómannafélags Hafnarffar'öar. Samþykt Sjómannafélags Reykjavíkur og Sjómannafélags Hafnarfjarðar um ráðningakjör á mótorskipum við síldveiðar 1935. 1- gr. 37% af veiðinni, er skiftist I 15 staði, og fái hver háseti 1/15 í hlut. Hið rétta söluverð aflans liggi fyrir, þegar skifti fara fram. Skipverjar fæði sig sjálfir. Mat- sveinn 1 hlut og auk þess 50 krónur á mánuði. Fæði sig sjálf- ur. 2. gr. I. mótoristi fái 4V2% af brúttó- söluverði aflans. II. mótoristi fái 3% af brúttó- söluverði aflans. Fæði sig sjálfir. Séu mótoristar ráðnir upp á kaup og premíu, skal mánaðar- kaup vera: I. mótoristi 300 krón- ur á mánuði og 10 aura af tunnu í salt eða máii í bræðslu. Frítt fæði. II. mótoristi 200 krónur á mánuði og 6 aura premíu af tunnu eða máli. Fritt fæði. 3. gr. Þar sem tveir bátar veiða sam- an með eina nót fái I. mótoristi 4o/0 og frítt fæði og II. mótoristi hásetahlut og 50 kr. á mánuði. Aðrir skipverjar hafi kjör sam- kvæmt 1. gr. 4. gr. Ný síld til söltunar greiðist möð lágmarksverði því, ei síldarút- vegsnefnd hefir sett. eða kann að setja á hverja tunnu, miðað við fyrstu söltun. Ein tunna er venjuleg saltsildartunna með hiing, er nær 10 cm. upp fyrir efri brún. 5. gr. Hásetar eiga fisk þann, er þeir draga, og fái frítt nothæft salt í hann, einnig ókeypis eldivið og mataráhöld. Beri nauðsyn til að salta síld um borð til að verja hana skemdum, greiði útgerðar- maður 1 kxónu í söltunarlaun fyr- ir hverja kverkaða tunnu, er skiftist milli þeirra, er verkið vinna. Hásetar, vélamenn og mat- sveinn eiga kröfu til að hafa full- trúa við uppgerð reikninga á afla skipsins. Reykjavík, 7. júní 1935. Stjórn Sjómannafélags Reykjctvíkur. Stjórn Sjómannafélags Háfntrfjardar íþróttaskólinn að Álafossi. Það hefir verið furðu hljótt um þessa stofnun, að rainsta kosti þann þátt, sem skapar hinn heilsusamlega þnoska hjá þeim börnum, sem hafa orðið svo lán- söm að geta fengið að dvelja þennan mánaðartlma, sem hver flokkur er, en sem ætti að vera tveir, en aðstaðan er nú sú, bæði hjá allflestum, að efnin ráða, og svo hitt, að Sgurjón hefiir ekki getað haft hann stærri en hann er, svo að sem flest börn gætu kom- ist að, en þó að tíminn sé ekki nema að eins fjórar vikur, er það undravert, hve miklum framför- um börnin taka, bæði hvað snertir hreysti og frjálsmannlega fram- komu. Ég, sem þessar línur rita, dæmi af reynd, og læt mér standa á sama um þó að einstaka sálum finnist óþarfi að halda starfi Sig- urjóns á iofti; um slíkt hirði ég ekki; enda vil ég ekki i þessu tilfelli segja annað en það, sem ég er fús að standa viö. Fyrir þrem árum átti ég 12 ára gamla telpu, sem mátti beita svo að læknirinn væri móðirin og meðölin fæðan, og mig var hætt að dreyma um það, að hún kæmist til heilsu; hún var mjög sljó og líkamlegur aumingi. Ég hitti Sigurjón Pétursson sem oftar og færi í tal við hann um ástand hennar, og verður það úr, að hann tekur hana á skólann, og er hún þar 1 mánuð — segi og skrifa einn mánud; — ég var um líkt leyti staddur að Álafossi 3 vikur og hafði þá tækifæri til að kynnast meðhöndlun barnanna, og fékk ég æðioft ástæðu til að dást að þeirri umhyggju, sem borin var fyrir þeim af Sigurjóni, Sig- ríði dóttur hans og Vigni, sem þá var þar kennari, og hinni ströngu reglusemS í hvívetna. Síð- an eru liðin þrjú ár. Hvað hefir svo gerst með dóttur mína á þeim tíma, samanborið við hin tólf ár- in? Þá var hún veiklaður aum- ingi sem varð að setja á hné sér til þess að hún borðaði, og dugði ekki til. Nú er hún kringuleit af spiki, fær helzt aldrei nógan mat, verður aldrei misdægurt. — Hugsið ykkur þann mun. Nú er hún hraust sál í hraustum líkama. En þetta er ekki einsdæmi um . þau börn, sem að Álafossi hafa I komið til náms; dæmin eru mörg, | en Jpeim er lítið haldið á lofti. | Þeim er ekki hátt hossað upp- I eldisfræðingunum, þótt þeir offri fé og tíma til þess að þroska ungdóminn, sem er þó horn- steinninn undir því, að hér geti verið frjálsir mienn í frjálsu landi. Það er í raun og veru undra- vert, hvað Sigurjón á Álafossi hefir getað áorkað í þessu efni, þegar litið er til hans starfs, þeirra mörgu erfiðleika, sem við er að etja, að koma hinum ís- lenzka iðnaði á yfirborð, úr mor- andi útlendu tízkuprjáli, og ekk- ert sýnir betur manninn, hver hann er, og það verður aldrei reiknað í tölum, hversu mikið þeir |eggja í sparisjóð íslenzkrar þjóð- ar. Og það er heldur ekki reynt, fyr en þá helzt þegar þeir eru dauðir. Það er undravert, hvað vald- hafarnir hafa takmarkaða sjón, að hafa ekki komið auga á, hvað hér er verið að gera fyrir íslenzku þjóðina, að láta mann af eigin ramleik berjast áfram með svona þjóðnytjastofnun, án þess að veita til þess nokkurn styrk, sem gerði þó það að verkum, að fleiri börn gætu setið við hina heilsusam- legu lind. En á sama tíma offr- ar þjóðin svo skiftir hundruðum þúsunda króna árlega til að reyna að sporna við hvíta dauðanum, en sú fúlga fer mes't i það, því mið- ur, að veita fólkinu rólegra and- lát, en reyna minna að koma i veg fyrir að fólkið verði honum að bráð. Er nú ekki hér verkefni fyrir löggjafann, sem rétt væri að líta vlð? Fátækraframfæri Reykjavíkur er orðið á aðra milljón króna, og líður þá margt barnið skort, miss- ir þrek og þrótt til að geta orðið að nýtum borgurum þjóðfélags- ins, og hugsið ykkur: einn einasti mánuður við sund og aðrar í- þróttir í hollu loftslagi samfara nógri og góðri fæðu, yrði til þess að herða og stæla líkamann, jafn- vel forða því frá dauða. Ég er viss um það, að ef ríki og bær tækju vissin hóp af fátækustu börnunum árlega og kæmu þeim til Sigurjóns, yrði sá gróði ekki í krónum talinn, en á meðan enginn maður er nýtur, nema inri- an síns eigin pólitíska flokks, er ekki von að skilningurinn sé góður. En vel á minst; hefir þingm Kjósar- og Gullbringusýslu reynt að fá styrk frá ríkinu til skól- ans að Álafossi? Ég spyr. Stóð það honum þó nokkuð nærri og er þó réttmæti til fyrir því, svo mikið kostar ríkið til skóla, jafn- vel þeirra, sem kenna danz. En góðir menn, nær eingöngu, sem ráðin hafið á þjóðarbúinu, farið nú að athuga, þó seint sé, hvort það er ekki að byrja á byrjuninni að styrkja Sigurjón til aukningar á skólanum, svo hann geti veitt fátæku börnunum einn- ig að verða aðnjótandi þeirrar heilsulindar, sem Álafossskólinn býður? Níðist ekki lengur á ósér- plægni hans í þessu efni. Hann framkvæmir sýna hugsjón án þess að horfa í budduna, því skóli hans hefir ekki verið gróðavegur, pví það gjald, sem hann hefir tekið fyrir börnin, er langt frá því að vera nóg, án þess að bíða tjón. Og að lokum þetta: Þið foneldr- ar; ef þið mögulega lífsins getið, komið börnum ykkar að Álafossi i skólann, þó ekki sé nema einn mánuð, og verið þess viss, að það er margfalt betri arfur, en þótt þið gætuð skilið þeim eftir sparisjóðsbók að banka með nokkrum krónum i. Gu’ðlaugur Hinriksson. Vegna gifurlegrar aðsóknar endurtekur Bjarni BJðrnsson skemtun sína í kvöld í Iðnó, kl. 9. Aðgöngumiðar seldir í dag frá kl. 1 síðdegis. Sími 3191. Smíðum allskonar húsgögn eftir nýjustu tísku, ALFREÐ & JtLlUS, húsgagnavinnustofa, Vatnsstíg 3 B. VÖNDUÐ VINNA. - LÁGT VERÐ. Kaldhreinsuð nýmjólk. Út af framkomnum óskum, framlengist fresturinn til þess að skrifa sig fyrir kaldhreinsaðri nýmjólk hjá búðum Samsölunnar, til laugardagskvölds 15. þ. m. Listar liggja frammi í búðunum tii þess tíma. Stjðrn Mjölknrsamsðlnnnar. Hjá öllum sem Kodak-vörur selja HANS PETERSEN, 4 BAN KASTRÆTI, REYKJAVÍK

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.